Langþreyttir á bið eftir bókasafnsgreiðslum Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Rithöfundar og myndhöfundar fá greiddar 60 krónur af hverju útláni. Formaður Rithöfundasambandsins segir greiðslurnar skipta máli. vísir/anton „Ég veit ekki hvað er að í menntamálaráðuneytinu en þetta er með ólíkindum,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands.Kristín Helga Gunnarsdóttirvísir/stefánFélagsmenn í Rithöfundasambandinu, Hagþenki og Myndstefni óttast að þeir fái ekki greiddar afnotagreiðslur úr Bókasafnssjóði á réttum tíma þetta árið. Ástæðan er sú að ráðuneytið brást ekki við ítrekuðum kröfum um að skipað yrði í úthlutunarnefnd sjóðsins. Sjóðurinn er 70 milljónir króna og deilist niður á 700 höfunda sem eru myndhöfundar, fræðihöfundar og svo rithöfundar. Hver höfundur á að fá greiddar sextíu krónur fyrir hvert útlán og eiga greiðslur að berast fyrir 1. júní. Réttur til greiðslu er tryggður með lögum um bókmenntir. Kristín Helga segir að greiðslurnar skipti miklu máli fyrir heimilisbókhald rithöfunda. „Ég nefni barnabókahöfunda sérstaklega sem dæmi. Af því að barnabækur fara mikið á bókasöfnin,“ segir hún og tekur jafnframt fram að rithöfundar séu láglaunafólk. „Það myndi nú heyrast eitthvað í ráðuneytisstarfsfólki ef það myndi ekki fá launin sín,“ segir Kristín Helga, sem telur jafnframt að það ætti að vera mjög auðvelt fyrir ráðuneytið að ganga frá málinu. Úthlutunarnefndin hafi ekki annað hlutverk en að samþykkja úthlutunina formlega. Það sé löngu búið að reikna út hvað hver rithöfundur fær mikið og peningarnir séu til reiðu. Þá sé það hlutverk Rithöfundasambandsins að veita fjármagninu út og þar sé allt til reiðu. „Við höfum undanfarnar vikur reynt að ná sambandi við ráðuneytið til að fá þessa úthlutunarnefnd samþykkta. Það liggja fyrir tillögur að skipun nefndarinnar inni í ráðuneytinu og við skiljum ekki hvað veldur,“ segir Kristín Helga. Hún segir formenn félaganna stórundrandi yfir því að fá ekki svör og fá ekki að vita hvað veldur. „Og hjá okkur glóa allar línur af því að fólk bíður náttúrlega eftir þessum pening,“ segir hún. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði við Fréttablaðið í gær að búið væri að skipa í nefndina. Skipunarbréf myndu fara út í dag. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að það hafi dregist að skipa þessa nefnd. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvað er að í menntamálaráðuneytinu en þetta er með ólíkindum,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands.Kristín Helga Gunnarsdóttirvísir/stefánFélagsmenn í Rithöfundasambandinu, Hagþenki og Myndstefni óttast að þeir fái ekki greiddar afnotagreiðslur úr Bókasafnssjóði á réttum tíma þetta árið. Ástæðan er sú að ráðuneytið brást ekki við ítrekuðum kröfum um að skipað yrði í úthlutunarnefnd sjóðsins. Sjóðurinn er 70 milljónir króna og deilist niður á 700 höfunda sem eru myndhöfundar, fræðihöfundar og svo rithöfundar. Hver höfundur á að fá greiddar sextíu krónur fyrir hvert útlán og eiga greiðslur að berast fyrir 1. júní. Réttur til greiðslu er tryggður með lögum um bókmenntir. Kristín Helga segir að greiðslurnar skipti miklu máli fyrir heimilisbókhald rithöfunda. „Ég nefni barnabókahöfunda sérstaklega sem dæmi. Af því að barnabækur fara mikið á bókasöfnin,“ segir hún og tekur jafnframt fram að rithöfundar séu láglaunafólk. „Það myndi nú heyrast eitthvað í ráðuneytisstarfsfólki ef það myndi ekki fá launin sín,“ segir Kristín Helga, sem telur jafnframt að það ætti að vera mjög auðvelt fyrir ráðuneytið að ganga frá málinu. Úthlutunarnefndin hafi ekki annað hlutverk en að samþykkja úthlutunina formlega. Það sé löngu búið að reikna út hvað hver rithöfundur fær mikið og peningarnir séu til reiðu. Þá sé það hlutverk Rithöfundasambandsins að veita fjármagninu út og þar sé allt til reiðu. „Við höfum undanfarnar vikur reynt að ná sambandi við ráðuneytið til að fá þessa úthlutunarnefnd samþykkta. Það liggja fyrir tillögur að skipun nefndarinnar inni í ráðuneytinu og við skiljum ekki hvað veldur,“ segir Kristín Helga. Hún segir formenn félaganna stórundrandi yfir því að fá ekki svör og fá ekki að vita hvað veldur. „Og hjá okkur glóa allar línur af því að fólk bíður náttúrlega eftir þessum pening,“ segir hún. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði við Fréttablaðið í gær að búið væri að skipa í nefndina. Skipunarbréf myndu fara út í dag. Hann segir ýmsar ástæður fyrir því að það hafi dregist að skipa þessa nefnd.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira