Forsætisráðherra segir Seðlabankann hafa haldið vöxtum of háum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2017 11:52 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi peningastefnuna. Seðlabanki Íslands hafi haldið vöxtum of háum í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra flutti sitt fyrsta áramótavarp í gærkvöldi. Nú þegar liðnir rúmir tveir mánuðir frá Alþingiskosningum hefur enn ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Sigurður Ingi sagði Alþingismenn þrátt fyrir þetta hafa leyst mikilvæg verkefni farsællega þegar það kom að nýju saman í desember. „Höfum samt í huga að lýðræðinu er ekki best þjónað með samheldni og samstöðu um alla skapaða hluti og í reynd alls ekki. Skoðanaskipti og mismunandi áherslur eru nauðsyn hverju samfélagi til að ná fram bestri niðurstöðu. Svo ekki verður við ríkisstjórnarleysi unað til langframa. Það eru stór mál sem verður að takast á við til að tryggja hér hagsæld á komandi árum. Sú vinna verður að fara fram á vettvangi framkvæmdavaldsins undir pólitískri leiðsögn ráðherra,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagði Sigurður Ingi að endurskoða þurfi peningastefnuna. „Eitt af þeim verkefnum sem bíða okkar er endurskoðun á peningastefnunni. Vextir eru of háir á Íslandi. Seðlabankinn hefur haldið þeim of háum hvort sem eru í kreppu eða uppgangi. Það þarf að skoða peningastefnuna heildstætt og hvort hún þarfnast endurskoðunar eða hvort núverandi kerfi er best til þess fallið að viðhalda lágri verðbólgu og stöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi peningastefnuna. Seðlabanki Íslands hafi haldið vöxtum of háum í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra flutti sitt fyrsta áramótavarp í gærkvöldi. Nú þegar liðnir rúmir tveir mánuðir frá Alþingiskosningum hefur enn ekki tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Sigurður Ingi sagði Alþingismenn þrátt fyrir þetta hafa leyst mikilvæg verkefni farsællega þegar það kom að nýju saman í desember. „Höfum samt í huga að lýðræðinu er ekki best þjónað með samheldni og samstöðu um alla skapaða hluti og í reynd alls ekki. Skoðanaskipti og mismunandi áherslur eru nauðsyn hverju samfélagi til að ná fram bestri niðurstöðu. Svo ekki verður við ríkisstjórnarleysi unað til langframa. Það eru stór mál sem verður að takast á við til að tryggja hér hagsæld á komandi árum. Sú vinna verður að fara fram á vettvangi framkvæmdavaldsins undir pólitískri leiðsögn ráðherra,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagði Sigurður Ingi að endurskoða þurfi peningastefnuna. „Eitt af þeim verkefnum sem bíða okkar er endurskoðun á peningastefnunni. Vextir eru of háir á Íslandi. Seðlabankinn hefur haldið þeim of háum hvort sem eru í kreppu eða uppgangi. Það þarf að skoða peningastefnuna heildstætt og hvort hún þarfnast endurskoðunar eða hvort núverandi kerfi er best til þess fallið að viðhalda lágri verðbólgu og stöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira