Vilja lögleiða dánaraðstoð á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 19:30 Stofnfundur Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, verður haldinn síðar í mánuðinum. Tilgangur félagsins verður í fyrsta lagi að kalla líknardráp dánaraðstoð, stuðla að umræðu og að samþykkt verði löggjöf um að í vel skilgreindum aðstæðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja með reisn. Rob Jonquière, framkvæmdastjóri hollensku samtakanna Right to die, er staddur á landinu af þessu tilefni. Hann segir dánaraðstoð skilgreinda sem dauða sjúklings að eigin ósk en að tveir komi að ákvörðuninni. „Allir vilja lifa, enginn vill deyja. En það geta komið upp aðstæður í lífinu sem eru svo slæmar að þú vilt frekar deyja en lifa. Sjúklingur í þeirri stöðu er annar aðilanna. Í Hollandi þarf svo læknir að koma að ákvörðuninni, samkvæmt lögum, og gefa sprautuna. Það eina sem þarf er að læknirinn sé sannfærður um að þjáningar sjúklingsins séu óbærilegar og hann geti ekkert gert meira til að lina þær,” segir Rob. Rob Jonquière hefur aðstoðað tíu til fimmtán sjúklinga við að deyja. Þar af tveimur áður en dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi.vísir/erlaHeimilislæknar veita dánaraðstoðHolland var fyrsta landið í heiminum til lögleiða dánaraðstoð árið 2002. Belgía og Lúxemborg fylgdu fast á eftir. Önnur Evrópulönd leyfa ekki beina dánaraðstoð. Ellefu lönd heimila þó að hætta meðferð sjúklings og í Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð er leyfilegt að aðstoða sjúklinga við sjálfsmorð. En sjö Evrópulönd, þar á meðal Ísland, banna öll form dánaraðstoðar og er hvers kyns aðstoð við að deyja refsiverð samkvæmt lögum. Í flestum tilfellum veita heimilislæknar dánaraðstoð í Hollandi. Eftir að heimlislæknir hefur metið stöðuna þarf hann að fá álit frá öðrum lækni sem hefur verið þjálfaður í að veita slíka ráðgjöf. Rob segir að koma þurfi í veg fyrir að eingöngu ákveðnir læknar veiti dánaraðstoð, því þannig verði hún of kerfisbundin. Hann hefur sjálfur komið að tíu til fimmtán málum. „Það skrýtna er að maður er ekki spenntur en þú ert glaður því þú hefur uppfyllt stærstu ósk sjúklingsins. Og það er búið að myndast einstakt samband á milli manns og sjúklingsins, sumir kollegar mínir hafa sagt að maður þurfi að elska sjúklinginn svolítið til að geta veitt þessa aðstoð. Þetta er það eina sem maður getur gert fyrir sjúklinginn.” Andstæðingar dánaraðstoðar hafa meðal annars sagt að ekki sé hægt að leggja það á heilbrigðisstarfsmenn að drepa aðra mannekju. „Þetta er spurning um hugarfar. Þú ert ekki að enda líf, þú ert að enda þjáningar eftir að hafa reynt allt annað sem er í boði,” segir læknirinn.Ingrid segir dánarstund föður síns hafa verið friðsæla og fagra og hún hafi alltaf verið sátt við ákvörðun hansvísir/erlaFyrsta árið eftir lögleiðingu í Hollandi voru 1.815 dauðsföll tilkynnt vegna dánaraðstoðar. Þeim hefur svo fjölgað ár frá ári og árið 2015 var á sjötta þúsund manns aðstoðað við að deyja í landinu. Síðustu ár hafa dauðsföll vegna dánaraðstoðar orðið tæplega fjögur prósent tilkynntra dauðsfalla í landinu. Í flestum tilfellum eru sjúklingar með banvænt krabbamein eða í 72,5 prósent tilfella.Heitasta ósk föður míns að fá að deyja með reisn Faðir Ingrid Kuhlman er hollenskur og var með ólæknandi heilaæxli. Hann var einn fyrsti sjúklingurinn til að fá ósk um dánaraðstoð uppfyllta eftir að lögin tóku gildi. Hún segist vera sátt við ákvörðun föður síns. „Vegna þess að við urðum við ósk hans, heitustu ósk hans, að fá að deyja með reisn. Þótt það hljómi undarlega þá var þetta mjög friðsælt og fallegt andlát,” segir Ingrid og að engin eftirsjá hafi setið eftir í aðstandendum. Ingrid er einn af stofnfélögum Lífsvirðingar en hún hefur búið hér á landi síðustu tuttugu ár. Hún segir fjölmarga Íslendinga hafa haft samband við hana síðustu árin og sagt að þeir vildu að þeirra ástvinir hefðu haft sama möguleika og faðir hennar. „Þetta nýja félag mun leggja áherslu á mannúðarrökin og sjálfsákvörðunarréttinn, mitt líf og mitt val. Við höfum rétt á að lifa og mér finnst líka að við eigum að fá að taka ákvörðun um að deyja eins og við kjósum.” Samkvæmt könnun Siðmenntar frá síðasta ári eru Íslendingar opnir fyrir hugmyndinni. Spurt var ertu hlynntur eða andvígur að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi? Þrír af hverjum fjórum voru frekar eða mjög hlynntir því. Sjö prósent andvíg en átján prósent tóku ekki afstöðu. „Ég held við séum á byrjunarreit. Í Hollandi tók þetta þrjátíu ár. STjórnmálaflokkarnir tóku þátt í þessu og læknarnir drógu vagninn. Markmiðið með félaginu er að koma umræðunni af stað og þetta þarf að gerast á yfirvegaðan hátt,” segir Ingrid. Umræðan um dánaraðstoð hefur vissulega komið upp reglulega en hún hefur í raun litlu skilað. Engir íslenskir læknar eða stjórnmálamenn hafa viljað taka skýra afstöðu opinberlega og því engin skref verið tekin í átt að lögleiðingu. Rob Jonquière bendir á mikilvægi þess að opna umræðuna um dauðann og um hvers kyns aðstoð við að hjálpa sjúklingum að deyja. „Í Hollandi höfum við lög svo við getum lagalega talað um möguleikana. En þar sem ekki eru lög þá er ekki hægt að ræða málin opinskátt. Ég er nokkuð viss um að læknar, líka hér á Íslandi, geri ýmislegt í svona aðstæðum. En þeir gera það í leyni og geta ekki talað um það. Og þú spyrð um hættur sem leynast í svona ákvörðunartöku og framkvæmd, en þessar hættur felast í leyndinni. Því þá er engine stjórn á aðstæðum,” segir Rob. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Stofnfundur Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, verður haldinn síðar í mánuðinum. Tilgangur félagsins verður í fyrsta lagi að kalla líknardráp dánaraðstoð, stuðla að umræðu og að samþykkt verði löggjöf um að í vel skilgreindum aðstæðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja með reisn. Rob Jonquière, framkvæmdastjóri hollensku samtakanna Right to die, er staddur á landinu af þessu tilefni. Hann segir dánaraðstoð skilgreinda sem dauða sjúklings að eigin ósk en að tveir komi að ákvörðuninni. „Allir vilja lifa, enginn vill deyja. En það geta komið upp aðstæður í lífinu sem eru svo slæmar að þú vilt frekar deyja en lifa. Sjúklingur í þeirri stöðu er annar aðilanna. Í Hollandi þarf svo læknir að koma að ákvörðuninni, samkvæmt lögum, og gefa sprautuna. Það eina sem þarf er að læknirinn sé sannfærður um að þjáningar sjúklingsins séu óbærilegar og hann geti ekkert gert meira til að lina þær,” segir Rob. Rob Jonquière hefur aðstoðað tíu til fimmtán sjúklinga við að deyja. Þar af tveimur áður en dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi.vísir/erlaHeimilislæknar veita dánaraðstoðHolland var fyrsta landið í heiminum til lögleiða dánaraðstoð árið 2002. Belgía og Lúxemborg fylgdu fast á eftir. Önnur Evrópulönd leyfa ekki beina dánaraðstoð. Ellefu lönd heimila þó að hætta meðferð sjúklings og í Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð er leyfilegt að aðstoða sjúklinga við sjálfsmorð. En sjö Evrópulönd, þar á meðal Ísland, banna öll form dánaraðstoðar og er hvers kyns aðstoð við að deyja refsiverð samkvæmt lögum. Í flestum tilfellum veita heimilislæknar dánaraðstoð í Hollandi. Eftir að heimlislæknir hefur metið stöðuna þarf hann að fá álit frá öðrum lækni sem hefur verið þjálfaður í að veita slíka ráðgjöf. Rob segir að koma þurfi í veg fyrir að eingöngu ákveðnir læknar veiti dánaraðstoð, því þannig verði hún of kerfisbundin. Hann hefur sjálfur komið að tíu til fimmtán málum. „Það skrýtna er að maður er ekki spenntur en þú ert glaður því þú hefur uppfyllt stærstu ósk sjúklingsins. Og það er búið að myndast einstakt samband á milli manns og sjúklingsins, sumir kollegar mínir hafa sagt að maður þurfi að elska sjúklinginn svolítið til að geta veitt þessa aðstoð. Þetta er það eina sem maður getur gert fyrir sjúklinginn.” Andstæðingar dánaraðstoðar hafa meðal annars sagt að ekki sé hægt að leggja það á heilbrigðisstarfsmenn að drepa aðra mannekju. „Þetta er spurning um hugarfar. Þú ert ekki að enda líf, þú ert að enda þjáningar eftir að hafa reynt allt annað sem er í boði,” segir læknirinn.Ingrid segir dánarstund föður síns hafa verið friðsæla og fagra og hún hafi alltaf verið sátt við ákvörðun hansvísir/erlaFyrsta árið eftir lögleiðingu í Hollandi voru 1.815 dauðsföll tilkynnt vegna dánaraðstoðar. Þeim hefur svo fjölgað ár frá ári og árið 2015 var á sjötta þúsund manns aðstoðað við að deyja í landinu. Síðustu ár hafa dauðsföll vegna dánaraðstoðar orðið tæplega fjögur prósent tilkynntra dauðsfalla í landinu. Í flestum tilfellum eru sjúklingar með banvænt krabbamein eða í 72,5 prósent tilfella.Heitasta ósk föður míns að fá að deyja með reisn Faðir Ingrid Kuhlman er hollenskur og var með ólæknandi heilaæxli. Hann var einn fyrsti sjúklingurinn til að fá ósk um dánaraðstoð uppfyllta eftir að lögin tóku gildi. Hún segist vera sátt við ákvörðun föður síns. „Vegna þess að við urðum við ósk hans, heitustu ósk hans, að fá að deyja með reisn. Þótt það hljómi undarlega þá var þetta mjög friðsælt og fallegt andlát,” segir Ingrid og að engin eftirsjá hafi setið eftir í aðstandendum. Ingrid er einn af stofnfélögum Lífsvirðingar en hún hefur búið hér á landi síðustu tuttugu ár. Hún segir fjölmarga Íslendinga hafa haft samband við hana síðustu árin og sagt að þeir vildu að þeirra ástvinir hefðu haft sama möguleika og faðir hennar. „Þetta nýja félag mun leggja áherslu á mannúðarrökin og sjálfsákvörðunarréttinn, mitt líf og mitt val. Við höfum rétt á að lifa og mér finnst líka að við eigum að fá að taka ákvörðun um að deyja eins og við kjósum.” Samkvæmt könnun Siðmenntar frá síðasta ári eru Íslendingar opnir fyrir hugmyndinni. Spurt var ertu hlynntur eða andvígur að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi? Þrír af hverjum fjórum voru frekar eða mjög hlynntir því. Sjö prósent andvíg en átján prósent tóku ekki afstöðu. „Ég held við séum á byrjunarreit. Í Hollandi tók þetta þrjátíu ár. STjórnmálaflokkarnir tóku þátt í þessu og læknarnir drógu vagninn. Markmiðið með félaginu er að koma umræðunni af stað og þetta þarf að gerast á yfirvegaðan hátt,” segir Ingrid. Umræðan um dánaraðstoð hefur vissulega komið upp reglulega en hún hefur í raun litlu skilað. Engir íslenskir læknar eða stjórnmálamenn hafa viljað taka skýra afstöðu opinberlega og því engin skref verið tekin í átt að lögleiðingu. Rob Jonquière bendir á mikilvægi þess að opna umræðuna um dauðann og um hvers kyns aðstoð við að hjálpa sjúklingum að deyja. „Í Hollandi höfum við lög svo við getum lagalega talað um möguleikana. En þar sem ekki eru lög þá er ekki hægt að ræða málin opinskátt. Ég er nokkuð viss um að læknar, líka hér á Íslandi, geri ýmislegt í svona aðstæðum. En þeir gera það í leyni og geta ekki talað um það. Og þú spyrð um hættur sem leynast í svona ákvörðunartöku og framkvæmd, en þessar hættur felast í leyndinni. Því þá er engine stjórn á aðstæðum,” segir Rob.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels