Vilja lögleiða dánaraðstoð á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 19:30 Stofnfundur Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, verður haldinn síðar í mánuðinum. Tilgangur félagsins verður í fyrsta lagi að kalla líknardráp dánaraðstoð, stuðla að umræðu og að samþykkt verði löggjöf um að í vel skilgreindum aðstæðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja með reisn. Rob Jonquière, framkvæmdastjóri hollensku samtakanna Right to die, er staddur á landinu af þessu tilefni. Hann segir dánaraðstoð skilgreinda sem dauða sjúklings að eigin ósk en að tveir komi að ákvörðuninni. „Allir vilja lifa, enginn vill deyja. En það geta komið upp aðstæður í lífinu sem eru svo slæmar að þú vilt frekar deyja en lifa. Sjúklingur í þeirri stöðu er annar aðilanna. Í Hollandi þarf svo læknir að koma að ákvörðuninni, samkvæmt lögum, og gefa sprautuna. Það eina sem þarf er að læknirinn sé sannfærður um að þjáningar sjúklingsins séu óbærilegar og hann geti ekkert gert meira til að lina þær,” segir Rob. Rob Jonquière hefur aðstoðað tíu til fimmtán sjúklinga við að deyja. Þar af tveimur áður en dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi.vísir/erlaHeimilislæknar veita dánaraðstoðHolland var fyrsta landið í heiminum til lögleiða dánaraðstoð árið 2002. Belgía og Lúxemborg fylgdu fast á eftir. Önnur Evrópulönd leyfa ekki beina dánaraðstoð. Ellefu lönd heimila þó að hætta meðferð sjúklings og í Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð er leyfilegt að aðstoða sjúklinga við sjálfsmorð. En sjö Evrópulönd, þar á meðal Ísland, banna öll form dánaraðstoðar og er hvers kyns aðstoð við að deyja refsiverð samkvæmt lögum. Í flestum tilfellum veita heimilislæknar dánaraðstoð í Hollandi. Eftir að heimlislæknir hefur metið stöðuna þarf hann að fá álit frá öðrum lækni sem hefur verið þjálfaður í að veita slíka ráðgjöf. Rob segir að koma þurfi í veg fyrir að eingöngu ákveðnir læknar veiti dánaraðstoð, því þannig verði hún of kerfisbundin. Hann hefur sjálfur komið að tíu til fimmtán málum. „Það skrýtna er að maður er ekki spenntur en þú ert glaður því þú hefur uppfyllt stærstu ósk sjúklingsins. Og það er búið að myndast einstakt samband á milli manns og sjúklingsins, sumir kollegar mínir hafa sagt að maður þurfi að elska sjúklinginn svolítið til að geta veitt þessa aðstoð. Þetta er það eina sem maður getur gert fyrir sjúklinginn.” Andstæðingar dánaraðstoðar hafa meðal annars sagt að ekki sé hægt að leggja það á heilbrigðisstarfsmenn að drepa aðra mannekju. „Þetta er spurning um hugarfar. Þú ert ekki að enda líf, þú ert að enda þjáningar eftir að hafa reynt allt annað sem er í boði,” segir læknirinn.Ingrid segir dánarstund föður síns hafa verið friðsæla og fagra og hún hafi alltaf verið sátt við ákvörðun hansvísir/erlaFyrsta árið eftir lögleiðingu í Hollandi voru 1.815 dauðsföll tilkynnt vegna dánaraðstoðar. Þeim hefur svo fjölgað ár frá ári og árið 2015 var á sjötta þúsund manns aðstoðað við að deyja í landinu. Síðustu ár hafa dauðsföll vegna dánaraðstoðar orðið tæplega fjögur prósent tilkynntra dauðsfalla í landinu. Í flestum tilfellum eru sjúklingar með banvænt krabbamein eða í 72,5 prósent tilfella.Heitasta ósk föður míns að fá að deyja með reisn Faðir Ingrid Kuhlman er hollenskur og var með ólæknandi heilaæxli. Hann var einn fyrsti sjúklingurinn til að fá ósk um dánaraðstoð uppfyllta eftir að lögin tóku gildi. Hún segist vera sátt við ákvörðun föður síns. „Vegna þess að við urðum við ósk hans, heitustu ósk hans, að fá að deyja með reisn. Þótt það hljómi undarlega þá var þetta mjög friðsælt og fallegt andlát,” segir Ingrid og að engin eftirsjá hafi setið eftir í aðstandendum. Ingrid er einn af stofnfélögum Lífsvirðingar en hún hefur búið hér á landi síðustu tuttugu ár. Hún segir fjölmarga Íslendinga hafa haft samband við hana síðustu árin og sagt að þeir vildu að þeirra ástvinir hefðu haft sama möguleika og faðir hennar. „Þetta nýja félag mun leggja áherslu á mannúðarrökin og sjálfsákvörðunarréttinn, mitt líf og mitt val. Við höfum rétt á að lifa og mér finnst líka að við eigum að fá að taka ákvörðun um að deyja eins og við kjósum.” Samkvæmt könnun Siðmenntar frá síðasta ári eru Íslendingar opnir fyrir hugmyndinni. Spurt var ertu hlynntur eða andvígur að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi? Þrír af hverjum fjórum voru frekar eða mjög hlynntir því. Sjö prósent andvíg en átján prósent tóku ekki afstöðu. „Ég held við séum á byrjunarreit. Í Hollandi tók þetta þrjátíu ár. STjórnmálaflokkarnir tóku þátt í þessu og læknarnir drógu vagninn. Markmiðið með félaginu er að koma umræðunni af stað og þetta þarf að gerast á yfirvegaðan hátt,” segir Ingrid. Umræðan um dánaraðstoð hefur vissulega komið upp reglulega en hún hefur í raun litlu skilað. Engir íslenskir læknar eða stjórnmálamenn hafa viljað taka skýra afstöðu opinberlega og því engin skref verið tekin í átt að lögleiðingu. Rob Jonquière bendir á mikilvægi þess að opna umræðuna um dauðann og um hvers kyns aðstoð við að hjálpa sjúklingum að deyja. „Í Hollandi höfum við lög svo við getum lagalega talað um möguleikana. En þar sem ekki eru lög þá er ekki hægt að ræða málin opinskátt. Ég er nokkuð viss um að læknar, líka hér á Íslandi, geri ýmislegt í svona aðstæðum. En þeir gera það í leyni og geta ekki talað um það. Og þú spyrð um hættur sem leynast í svona ákvörðunartöku og framkvæmd, en þessar hættur felast í leyndinni. Því þá er engine stjórn á aðstæðum,” segir Rob. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Stofnfundur Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, verður haldinn síðar í mánuðinum. Tilgangur félagsins verður í fyrsta lagi að kalla líknardráp dánaraðstoð, stuðla að umræðu og að samþykkt verði löggjöf um að í vel skilgreindum aðstæðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja með reisn. Rob Jonquière, framkvæmdastjóri hollensku samtakanna Right to die, er staddur á landinu af þessu tilefni. Hann segir dánaraðstoð skilgreinda sem dauða sjúklings að eigin ósk en að tveir komi að ákvörðuninni. „Allir vilja lifa, enginn vill deyja. En það geta komið upp aðstæður í lífinu sem eru svo slæmar að þú vilt frekar deyja en lifa. Sjúklingur í þeirri stöðu er annar aðilanna. Í Hollandi þarf svo læknir að koma að ákvörðuninni, samkvæmt lögum, og gefa sprautuna. Það eina sem þarf er að læknirinn sé sannfærður um að þjáningar sjúklingsins séu óbærilegar og hann geti ekkert gert meira til að lina þær,” segir Rob. Rob Jonquière hefur aðstoðað tíu til fimmtán sjúklinga við að deyja. Þar af tveimur áður en dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi.vísir/erlaHeimilislæknar veita dánaraðstoðHolland var fyrsta landið í heiminum til lögleiða dánaraðstoð árið 2002. Belgía og Lúxemborg fylgdu fast á eftir. Önnur Evrópulönd leyfa ekki beina dánaraðstoð. Ellefu lönd heimila þó að hætta meðferð sjúklings og í Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð er leyfilegt að aðstoða sjúklinga við sjálfsmorð. En sjö Evrópulönd, þar á meðal Ísland, banna öll form dánaraðstoðar og er hvers kyns aðstoð við að deyja refsiverð samkvæmt lögum. Í flestum tilfellum veita heimilislæknar dánaraðstoð í Hollandi. Eftir að heimlislæknir hefur metið stöðuna þarf hann að fá álit frá öðrum lækni sem hefur verið þjálfaður í að veita slíka ráðgjöf. Rob segir að koma þurfi í veg fyrir að eingöngu ákveðnir læknar veiti dánaraðstoð, því þannig verði hún of kerfisbundin. Hann hefur sjálfur komið að tíu til fimmtán málum. „Það skrýtna er að maður er ekki spenntur en þú ert glaður því þú hefur uppfyllt stærstu ósk sjúklingsins. Og það er búið að myndast einstakt samband á milli manns og sjúklingsins, sumir kollegar mínir hafa sagt að maður þurfi að elska sjúklinginn svolítið til að geta veitt þessa aðstoð. Þetta er það eina sem maður getur gert fyrir sjúklinginn.” Andstæðingar dánaraðstoðar hafa meðal annars sagt að ekki sé hægt að leggja það á heilbrigðisstarfsmenn að drepa aðra mannekju. „Þetta er spurning um hugarfar. Þú ert ekki að enda líf, þú ert að enda þjáningar eftir að hafa reynt allt annað sem er í boði,” segir læknirinn.Ingrid segir dánarstund föður síns hafa verið friðsæla og fagra og hún hafi alltaf verið sátt við ákvörðun hansvísir/erlaFyrsta árið eftir lögleiðingu í Hollandi voru 1.815 dauðsföll tilkynnt vegna dánaraðstoðar. Þeim hefur svo fjölgað ár frá ári og árið 2015 var á sjötta þúsund manns aðstoðað við að deyja í landinu. Síðustu ár hafa dauðsföll vegna dánaraðstoðar orðið tæplega fjögur prósent tilkynntra dauðsfalla í landinu. Í flestum tilfellum eru sjúklingar með banvænt krabbamein eða í 72,5 prósent tilfella.Heitasta ósk föður míns að fá að deyja með reisn Faðir Ingrid Kuhlman er hollenskur og var með ólæknandi heilaæxli. Hann var einn fyrsti sjúklingurinn til að fá ósk um dánaraðstoð uppfyllta eftir að lögin tóku gildi. Hún segist vera sátt við ákvörðun föður síns. „Vegna þess að við urðum við ósk hans, heitustu ósk hans, að fá að deyja með reisn. Þótt það hljómi undarlega þá var þetta mjög friðsælt og fallegt andlát,” segir Ingrid og að engin eftirsjá hafi setið eftir í aðstandendum. Ingrid er einn af stofnfélögum Lífsvirðingar en hún hefur búið hér á landi síðustu tuttugu ár. Hún segir fjölmarga Íslendinga hafa haft samband við hana síðustu árin og sagt að þeir vildu að þeirra ástvinir hefðu haft sama möguleika og faðir hennar. „Þetta nýja félag mun leggja áherslu á mannúðarrökin og sjálfsákvörðunarréttinn, mitt líf og mitt val. Við höfum rétt á að lifa og mér finnst líka að við eigum að fá að taka ákvörðun um að deyja eins og við kjósum.” Samkvæmt könnun Siðmenntar frá síðasta ári eru Íslendingar opnir fyrir hugmyndinni. Spurt var ertu hlynntur eða andvígur að einstaklingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi? Þrír af hverjum fjórum voru frekar eða mjög hlynntir því. Sjö prósent andvíg en átján prósent tóku ekki afstöðu. „Ég held við séum á byrjunarreit. Í Hollandi tók þetta þrjátíu ár. STjórnmálaflokkarnir tóku þátt í þessu og læknarnir drógu vagninn. Markmiðið með félaginu er að koma umræðunni af stað og þetta þarf að gerast á yfirvegaðan hátt,” segir Ingrid. Umræðan um dánaraðstoð hefur vissulega komið upp reglulega en hún hefur í raun litlu skilað. Engir íslenskir læknar eða stjórnmálamenn hafa viljað taka skýra afstöðu opinberlega og því engin skref verið tekin í átt að lögleiðingu. Rob Jonquière bendir á mikilvægi þess að opna umræðuna um dauðann og um hvers kyns aðstoð við að hjálpa sjúklingum að deyja. „Í Hollandi höfum við lög svo við getum lagalega talað um möguleikana. En þar sem ekki eru lög þá er ekki hægt að ræða málin opinskátt. Ég er nokkuð viss um að læknar, líka hér á Íslandi, geri ýmislegt í svona aðstæðum. En þeir gera það í leyni og geta ekki talað um það. Og þú spyrð um hættur sem leynast í svona ákvörðunartöku og framkvæmd, en þessar hættur felast í leyndinni. Því þá er engine stjórn á aðstæðum,” segir Rob.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira