Ari ósáttur við Leikhópinn X: Lét ekki valta yfir sig og var því rekinn Guðný Hrönn skrifar 5. apríl 2017 10:15 Ari Jósepsson er staddur í Mexíkó þessa stundina. Nýverið var sagt frá Leikhópnum X á Vísi og meðfylgjandi voru vídeó þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Ari Jósepsson er í hlutverki. Ari vill þó árétta að hann starfar ekki lengur með hópnum. „Ég var rekinn úr Leikhópnum X og vil leiðrétta misskilninginn. Þetta snerist um einelti og það að ég þori að segja mína meiningu. Ég er ekkert að láta valta yfir mig,“ segir leikarinn Ari Jósepsson spurður út í af hverju hann var rekinn úr hópnum. „Ég var ekki nógu duglegur að deila öllum sketsunum, ég átti að reyna að nota nafnið mitt til að auglýsa hópinn. Þetta var bara farið að snúast meira um að vera þekktur heldur en að leika,“ segir Ari um samstarf sitt við Leikhópinn X, en hópurinn birtir sketsa vikulega á myndbandaveitunni YouTube. Ari kynntist hópnum á leiklistarnámskeiði. „Við vorum saman á leiklistarnámskeiði og ákváðum í kjölfarið að gera svona hóp. En svo var þetta bara orðið drama. Þetta var hætt að snúast um leiklist, þetta var farið að snúast um að auglýsa hópinn og ég veit ekki hvað og hvað. Og ég vildi ekki taka þátt í því, ég vil ekki vera að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt. Þegar þetta er farið að snúast alfarið um að auglýsa sig og eitthvað sem er kannski engan veginn fyndið, þá vil ég ekki vera með,“ segir Ari sem er staddur í Mexíkó. Ari segir að enn eigi eftir að ganga frá brottrekstri hans formlega en hópurinn stofnaði félag í kringum Leikhópinn X og nafn Ara meðal annarra er skráð á kennitölu félagsins. „Það fyndna er að þau sópuðu mér og tveimur leikkonum í viðbót í burtu og þær eru líka á pappírunum. Við þrjú hittumst reglulega í dag, en ég er ekki í neinum samskiptum við aðra úr hópnum og er ekkert að ræða neitt við þau. Ég er ekki einu sinni búinn að senda þeim skilaboð varðandi þetta.“ Ari segir leiðinlegt að í frétt Vísis sem byggir á viðtali við Birgittu Sigursteinsdóttur leikstjóra hafi litið út eins og hann væri bara aukaleikari. „Maður er búinn að borga hérna árgjöld og allt þetta. Og búinn að leika helling með þeim og taka þátt í að semja leikþætti.“En hvað er á döfinni? „Ég er eiginlega búinn að setja leiklistina aðeins til hliðar þangað til ég fæ eitthvert alvöru verkefni,“ segir Ari sem hefur lært leiklist á mörgum námskeiðum, meðal annars hjá Stúdíó Sýrlandi. „Ég er að spá í að fara að læra meira og kannski fara meira bak við myndavélina, mögulega kvikmyndagerð og talsetningu teiknimynda.“ Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Nýverið var sagt frá Leikhópnum X á Vísi og meðfylgjandi voru vídeó þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Ari Jósepsson er í hlutverki. Ari vill þó árétta að hann starfar ekki lengur með hópnum. „Ég var rekinn úr Leikhópnum X og vil leiðrétta misskilninginn. Þetta snerist um einelti og það að ég þori að segja mína meiningu. Ég er ekkert að láta valta yfir mig,“ segir leikarinn Ari Jósepsson spurður út í af hverju hann var rekinn úr hópnum. „Ég var ekki nógu duglegur að deila öllum sketsunum, ég átti að reyna að nota nafnið mitt til að auglýsa hópinn. Þetta var bara farið að snúast meira um að vera þekktur heldur en að leika,“ segir Ari um samstarf sitt við Leikhópinn X, en hópurinn birtir sketsa vikulega á myndbandaveitunni YouTube. Ari kynntist hópnum á leiklistarnámskeiði. „Við vorum saman á leiklistarnámskeiði og ákváðum í kjölfarið að gera svona hóp. En svo var þetta bara orðið drama. Þetta var hætt að snúast um leiklist, þetta var farið að snúast um að auglýsa hópinn og ég veit ekki hvað og hvað. Og ég vildi ekki taka þátt í því, ég vil ekki vera að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt. Þegar þetta er farið að snúast alfarið um að auglýsa sig og eitthvað sem er kannski engan veginn fyndið, þá vil ég ekki vera með,“ segir Ari sem er staddur í Mexíkó. Ari segir að enn eigi eftir að ganga frá brottrekstri hans formlega en hópurinn stofnaði félag í kringum Leikhópinn X og nafn Ara meðal annarra er skráð á kennitölu félagsins. „Það fyndna er að þau sópuðu mér og tveimur leikkonum í viðbót í burtu og þær eru líka á pappírunum. Við þrjú hittumst reglulega í dag, en ég er ekki í neinum samskiptum við aðra úr hópnum og er ekkert að ræða neitt við þau. Ég er ekki einu sinni búinn að senda þeim skilaboð varðandi þetta.“ Ari segir leiðinlegt að í frétt Vísis sem byggir á viðtali við Birgittu Sigursteinsdóttur leikstjóra hafi litið út eins og hann væri bara aukaleikari. „Maður er búinn að borga hérna árgjöld og allt þetta. Og búinn að leika helling með þeim og taka þátt í að semja leikþætti.“En hvað er á döfinni? „Ég er eiginlega búinn að setja leiklistina aðeins til hliðar þangað til ég fæ eitthvert alvöru verkefni,“ segir Ari sem hefur lært leiklist á mörgum námskeiðum, meðal annars hjá Stúdíó Sýrlandi. „Ég er að spá í að fara að læra meira og kannski fara meira bak við myndavélina, mögulega kvikmyndagerð og talsetningu teiknimynda.“
Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira