Ari ósáttur við Leikhópinn X: Lét ekki valta yfir sig og var því rekinn Guðný Hrönn skrifar 5. apríl 2017 10:15 Ari Jósepsson er staddur í Mexíkó þessa stundina. Nýverið var sagt frá Leikhópnum X á Vísi og meðfylgjandi voru vídeó þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Ari Jósepsson er í hlutverki. Ari vill þó árétta að hann starfar ekki lengur með hópnum. „Ég var rekinn úr Leikhópnum X og vil leiðrétta misskilninginn. Þetta snerist um einelti og það að ég þori að segja mína meiningu. Ég er ekkert að láta valta yfir mig,“ segir leikarinn Ari Jósepsson spurður út í af hverju hann var rekinn úr hópnum. „Ég var ekki nógu duglegur að deila öllum sketsunum, ég átti að reyna að nota nafnið mitt til að auglýsa hópinn. Þetta var bara farið að snúast meira um að vera þekktur heldur en að leika,“ segir Ari um samstarf sitt við Leikhópinn X, en hópurinn birtir sketsa vikulega á myndbandaveitunni YouTube. Ari kynntist hópnum á leiklistarnámskeiði. „Við vorum saman á leiklistarnámskeiði og ákváðum í kjölfarið að gera svona hóp. En svo var þetta bara orðið drama. Þetta var hætt að snúast um leiklist, þetta var farið að snúast um að auglýsa hópinn og ég veit ekki hvað og hvað. Og ég vildi ekki taka þátt í því, ég vil ekki vera að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt. Þegar þetta er farið að snúast alfarið um að auglýsa sig og eitthvað sem er kannski engan veginn fyndið, þá vil ég ekki vera með,“ segir Ari sem er staddur í Mexíkó. Ari segir að enn eigi eftir að ganga frá brottrekstri hans formlega en hópurinn stofnaði félag í kringum Leikhópinn X og nafn Ara meðal annarra er skráð á kennitölu félagsins. „Það fyndna er að þau sópuðu mér og tveimur leikkonum í viðbót í burtu og þær eru líka á pappírunum. Við þrjú hittumst reglulega í dag, en ég er ekki í neinum samskiptum við aðra úr hópnum og er ekkert að ræða neitt við þau. Ég er ekki einu sinni búinn að senda þeim skilaboð varðandi þetta.“ Ari segir leiðinlegt að í frétt Vísis sem byggir á viðtali við Birgittu Sigursteinsdóttur leikstjóra hafi litið út eins og hann væri bara aukaleikari. „Maður er búinn að borga hérna árgjöld og allt þetta. Og búinn að leika helling með þeim og taka þátt í að semja leikþætti.“En hvað er á döfinni? „Ég er eiginlega búinn að setja leiklistina aðeins til hliðar þangað til ég fæ eitthvert alvöru verkefni,“ segir Ari sem hefur lært leiklist á mörgum námskeiðum, meðal annars hjá Stúdíó Sýrlandi. „Ég er að spá í að fara að læra meira og kannski fara meira bak við myndavélina, mögulega kvikmyndagerð og talsetningu teiknimynda.“ Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Nýverið var sagt frá Leikhópnum X á Vísi og meðfylgjandi voru vídeó þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Ari Jósepsson er í hlutverki. Ari vill þó árétta að hann starfar ekki lengur með hópnum. „Ég var rekinn úr Leikhópnum X og vil leiðrétta misskilninginn. Þetta snerist um einelti og það að ég þori að segja mína meiningu. Ég er ekkert að láta valta yfir mig,“ segir leikarinn Ari Jósepsson spurður út í af hverju hann var rekinn úr hópnum. „Ég var ekki nógu duglegur að deila öllum sketsunum, ég átti að reyna að nota nafnið mitt til að auglýsa hópinn. Þetta var bara farið að snúast meira um að vera þekktur heldur en að leika,“ segir Ari um samstarf sitt við Leikhópinn X, en hópurinn birtir sketsa vikulega á myndbandaveitunni YouTube. Ari kynntist hópnum á leiklistarnámskeiði. „Við vorum saman á leiklistarnámskeiði og ákváðum í kjölfarið að gera svona hóp. En svo var þetta bara orðið drama. Þetta var hætt að snúast um leiklist, þetta var farið að snúast um að auglýsa hópinn og ég veit ekki hvað og hvað. Og ég vildi ekki taka þátt í því, ég vil ekki vera að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt. Þegar þetta er farið að snúast alfarið um að auglýsa sig og eitthvað sem er kannski engan veginn fyndið, þá vil ég ekki vera með,“ segir Ari sem er staddur í Mexíkó. Ari segir að enn eigi eftir að ganga frá brottrekstri hans formlega en hópurinn stofnaði félag í kringum Leikhópinn X og nafn Ara meðal annarra er skráð á kennitölu félagsins. „Það fyndna er að þau sópuðu mér og tveimur leikkonum í viðbót í burtu og þær eru líka á pappírunum. Við þrjú hittumst reglulega í dag, en ég er ekki í neinum samskiptum við aðra úr hópnum og er ekkert að ræða neitt við þau. Ég er ekki einu sinni búinn að senda þeim skilaboð varðandi þetta.“ Ari segir leiðinlegt að í frétt Vísis sem byggir á viðtali við Birgittu Sigursteinsdóttur leikstjóra hafi litið út eins og hann væri bara aukaleikari. „Maður er búinn að borga hérna árgjöld og allt þetta. Og búinn að leika helling með þeim og taka þátt í að semja leikþætti.“En hvað er á döfinni? „Ég er eiginlega búinn að setja leiklistina aðeins til hliðar þangað til ég fæ eitthvert alvöru verkefni,“ segir Ari sem hefur lært leiklist á mörgum námskeiðum, meðal annars hjá Stúdíó Sýrlandi. „Ég er að spá í að fara að læra meira og kannski fara meira bak við myndavélina, mögulega kvikmyndagerð og talsetningu teiknimynda.“
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið