Þorsteinn býður sig fram til þings með Sigmundi Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. september 2017 20:00 Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu flokksins skelfilega vegna hinna miklu innanflokksátaka sem þar hafa geisað undanfarna daga. Framkvæmdastjóri flokksins vildi ekki veita fréttastofu upplýsingar um hversu margir hafa skráð sig úr flokknum í dag og bar við trúnaði. Ljóst er þó að þeir eru fjölmargir og má nefna formenn framsóknarfélaga og ungliðahreyfinga víða um land auk stjórnar framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ eins og hún leggur sig. Regína Helgadóttir, formaður framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis sagði sig úr flokknum í dag, en hún segir stórt skarð höggvið í hann með brotthvarfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sagði hún m.a. að hann væri einhver mesti leiðtogi sem flokkurinn hefði haft. Þá tilkynnti fyrrum þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson jafnframt um úrsögn sína í dag. Hann hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hreyfingu Sigmundar Davíðs. Ekki hefur enn komið fram undir hvaða heiti framboð Sigmundar býður fram og hann hefur ekki viljað svara því hvort framboðið tengist áður tilkynntum flokki Björns Inga Hrafnssonar. Aftur á móti skráði Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, bróðir Sigmundar, lénið midflokkurinn.is fyrr í dag. Ekki náðist samband við Sigurbjörn við vinnslu fréttarinnar og Sigmundur Davíð vildi ekki staðfesta að þetta yrði endanlegt heiti flokksins. Á því stutta kjörtímabili sem nú er að líða hafa átta manns setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Þar af er ljóst að minnst þrír hverfa frá, en auk Sigmundar höfðu þær Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir tilkynnt á síðustu vikum að þær hygðust ekki gefa kost á sér áfram. Varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir vildi ekki veita viðtal í dag og hefur ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur þó ekkert sagt sem bendir til þess að hún muni segja sig úr flokknum. Eftir standa þá formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, þingflokksformaðurinn Þórunn Egilsdóttir og varaþingflokksformaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir – sem ætla má að öll verði á listum flokksins áfram. Þá hyggst Gunnar Bragi Sveinsson áfram kljást við Ásmund Einar Daðason um fyrsta sæti í norðvesturkjördæmi. Hann segir þó ljóst að staða flokksins sé afar slæm vegna hinna miklu innanflokksátaka. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu flokksins skelfilega vegna hinna miklu innanflokksátaka sem þar hafa geisað undanfarna daga. Framkvæmdastjóri flokksins vildi ekki veita fréttastofu upplýsingar um hversu margir hafa skráð sig úr flokknum í dag og bar við trúnaði. Ljóst er þó að þeir eru fjölmargir og má nefna formenn framsóknarfélaga og ungliðahreyfinga víða um land auk stjórnar framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ eins og hún leggur sig. Regína Helgadóttir, formaður framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis sagði sig úr flokknum í dag, en hún segir stórt skarð höggvið í hann með brotthvarfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sagði hún m.a. að hann væri einhver mesti leiðtogi sem flokkurinn hefði haft. Þá tilkynnti fyrrum þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson jafnframt um úrsögn sína í dag. Hann hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hreyfingu Sigmundar Davíðs. Ekki hefur enn komið fram undir hvaða heiti framboð Sigmundar býður fram og hann hefur ekki viljað svara því hvort framboðið tengist áður tilkynntum flokki Björns Inga Hrafnssonar. Aftur á móti skráði Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, bróðir Sigmundar, lénið midflokkurinn.is fyrr í dag. Ekki náðist samband við Sigurbjörn við vinnslu fréttarinnar og Sigmundur Davíð vildi ekki staðfesta að þetta yrði endanlegt heiti flokksins. Á því stutta kjörtímabili sem nú er að líða hafa átta manns setið á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Þar af er ljóst að minnst þrír hverfa frá, en auk Sigmundar höfðu þær Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir tilkynnt á síðustu vikum að þær hygðust ekki gefa kost á sér áfram. Varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir vildi ekki veita viðtal í dag og hefur ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur þó ekkert sagt sem bendir til þess að hún muni segja sig úr flokknum. Eftir standa þá formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, þingflokksformaðurinn Þórunn Egilsdóttir og varaþingflokksformaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir – sem ætla má að öll verði á listum flokksins áfram. Þá hyggst Gunnar Bragi Sveinsson áfram kljást við Ásmund Einar Daðason um fyrsta sæti í norðvesturkjördæmi. Hann segir þó ljóst að staða flokksins sé afar slæm vegna hinna miklu innanflokksátaka.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira