Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Séra Geir Waage í Reykholti í ræðustól á nýafstöðnu kirkjuþingi. Fréttablaðið/Anton Brink Tillaga löggjafarnefndar kirkjuþings um breytingar á reglum um kjör presta hlaut óblíðar móttökur á þinginu í gær. Meðal annars átti að gera að skilyrði að kjörnefndir í sóknum yrðu að vera fullskipaðar þegar gengið væri til kjörs á presti. Margir kirkjuþingsmenn voru þessu algerlega andvígir og gerði Agnes M. Sigurðardóttir biskup breytingartillögu. „Margar ástæður geta leitt til þess að kjörnefndarfólk forfallast,“ benti biskup á. Hún sagði „algerlega óraunhæft“ að mæla fyrir um hundrað prósent mætingu á kjörnefndarfund og lagði til í staðinn skilyrði um að tvo þriðju hluta kjörmanna þyrfti á fund þar sem prestur væri kjörinn. „Ég undrast það að nefndin sem hér fjallar um málið skuli ekki vilja hlusta á reynslu okkar,“ sagði séra Gísli Jónasson sem tók undir með biskupi. Greinilegt væri að ókunnugleiki meðlima löggjafarmanna væri svo mikill „að það er varla vansalaust“, eins og hann orðaði það. „Ég upplifi það sem blauta tusku í andlitið á mér,“ bætti hann svo við. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið og var hlé gert á fundi svo löggjafarnefndin gæti fundað um málið aftur. Eftir hlé kynnti síðan séra Skúli Sigurður Ólafsson breytingar. Í þeim fólst meðal annars að kjör prests teljist ekki gilt nema kjörnefnd sé skipuð að lágmarki tveimur þriðju hlutum fulltrúa. Að auki þyrfti meirihluta allra kjörnefndarmanna, líka að meðtöldum þeim sem ekki væru mættir, til að prestur teldist kjörinn. Þá var lagt til að kæmist kjörnefndin ekki að niðurstöðu gæti biskup skipað í embættið eða framlengt umsóknarfrest. Við þessar tillögur urðu aðrir ósáttir. „Það er mér hreint ekki ljúft að sætta mig við það að það sé gefinn einhver afsláttur á kjörnefnd. Við erum að tala um það að velja prest til starfa,“ sagði Stefán Magnússon. „Annaðhvort er fundurinn löglegur eða ekki og yfirleitt er það þannig á fundum að meirihlutinn ræður,“ sagði séra Gísli Gunnarsson sem gagnrýndi það að gerð væri krafa um að meirihluta þyrfti í atkvæðagreiðslu í kjörnefnd líkt og um fullskipaða nefnd væri að ræða þótt aðeins tveir þriðju hlutar kjörmannanna væru mættir. Séra Geir Waage sagði að með tillögu biskups og fleiri væri augljóslega aukið á flækjustig við kjör presta. „Sú regla sem lögð er til að kjörið gangi til biskups nái kjörnefnd ekki að kjósa á kjörfundi með tilskildum meirihluta er fengin úr gömlu valreglunum. Ég bendi á að þetta opnar á ný fyrir kærurnar sem voru meginástæða þess að biskup mæltist til þess við kirkjuþing að frá valnefndarreglunum yrði horfið,“ sagði séra Geir sem kvaðst þó láta gott heita líkt og Stefán Magnússon þótt honum væri það ekki ljúft. „En ég er því viðbúinn að á næsta kirkjuþingi eða mjög fljótlega verði uppi þær aðstæður að við eigum fárra kosta völ annarra en að hverfa aftur að almennum prestskosningum. Það er líklega sú aðferð, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, sem fæsta og minnst flókna eftirmála kann að hafa.“ Kirkjuþingi var frestað í gær en verður framhaldið eftir áramót. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Tillaga löggjafarnefndar kirkjuþings um breytingar á reglum um kjör presta hlaut óblíðar móttökur á þinginu í gær. Meðal annars átti að gera að skilyrði að kjörnefndir í sóknum yrðu að vera fullskipaðar þegar gengið væri til kjörs á presti. Margir kirkjuþingsmenn voru þessu algerlega andvígir og gerði Agnes M. Sigurðardóttir biskup breytingartillögu. „Margar ástæður geta leitt til þess að kjörnefndarfólk forfallast,“ benti biskup á. Hún sagði „algerlega óraunhæft“ að mæla fyrir um hundrað prósent mætingu á kjörnefndarfund og lagði til í staðinn skilyrði um að tvo þriðju hluta kjörmanna þyrfti á fund þar sem prestur væri kjörinn. „Ég undrast það að nefndin sem hér fjallar um málið skuli ekki vilja hlusta á reynslu okkar,“ sagði séra Gísli Jónasson sem tók undir með biskupi. Greinilegt væri að ókunnugleiki meðlima löggjafarmanna væri svo mikill „að það er varla vansalaust“, eins og hann orðaði það. „Ég upplifi það sem blauta tusku í andlitið á mér,“ bætti hann svo við. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið og var hlé gert á fundi svo löggjafarnefndin gæti fundað um málið aftur. Eftir hlé kynnti síðan séra Skúli Sigurður Ólafsson breytingar. Í þeim fólst meðal annars að kjör prests teljist ekki gilt nema kjörnefnd sé skipuð að lágmarki tveimur þriðju hlutum fulltrúa. Að auki þyrfti meirihluta allra kjörnefndarmanna, líka að meðtöldum þeim sem ekki væru mættir, til að prestur teldist kjörinn. Þá var lagt til að kæmist kjörnefndin ekki að niðurstöðu gæti biskup skipað í embættið eða framlengt umsóknarfrest. Við þessar tillögur urðu aðrir ósáttir. „Það er mér hreint ekki ljúft að sætta mig við það að það sé gefinn einhver afsláttur á kjörnefnd. Við erum að tala um það að velja prest til starfa,“ sagði Stefán Magnússon. „Annaðhvort er fundurinn löglegur eða ekki og yfirleitt er það þannig á fundum að meirihlutinn ræður,“ sagði séra Gísli Gunnarsson sem gagnrýndi það að gerð væri krafa um að meirihluta þyrfti í atkvæðagreiðslu í kjörnefnd líkt og um fullskipaða nefnd væri að ræða þótt aðeins tveir þriðju hlutar kjörmannanna væru mættir. Séra Geir Waage sagði að með tillögu biskups og fleiri væri augljóslega aukið á flækjustig við kjör presta. „Sú regla sem lögð er til að kjörið gangi til biskups nái kjörnefnd ekki að kjósa á kjörfundi með tilskildum meirihluta er fengin úr gömlu valreglunum. Ég bendi á að þetta opnar á ný fyrir kærurnar sem voru meginástæða þess að biskup mæltist til þess við kirkjuþing að frá valnefndarreglunum yrði horfið,“ sagði séra Geir sem kvaðst þó láta gott heita líkt og Stefán Magnússon þótt honum væri það ekki ljúft. „En ég er því viðbúinn að á næsta kirkjuþingi eða mjög fljótlega verði uppi þær aðstæður að við eigum fárra kosta völ annarra en að hverfa aftur að almennum prestskosningum. Það er líklega sú aðferð, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, sem fæsta og minnst flókna eftirmála kann að hafa.“ Kirkjuþingi var frestað í gær en verður framhaldið eftir áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira