„Mun ekki gera grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 15:13 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekki standa til að gera grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu. Fyrsta verk hans verði að vinna að heilbrigðisstefnu áður en nokkuð annað verði gert. Þetta kom fram í máli Óttars við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á Alþingi í dag sem sneri að einkarekinni legudeild Klíníkurinnar við Ármúla, enn hún taldi að ef ráðherra myndi heimila starfsemi slíkrar deildar yrði það grundvallarbreyting á heilbrigðiskerfinu. Óttarr sagði að lögum samkvæmt sé það skylda landlæknis og taka út aðstöðu og starfsemi Klíníkurinnar, líkt og hann hafi gert. Engin ákvörðun hafi hins vegar verið tekin í þessum efnum. „Það er ekki þar með sagt að tekin hafi verið nein ákvörðun um að semja við Klíníkina um þannig aðgerðir á vegum hins opinbera. Varðandi flóknari aðgerðir hefur hið opinbera fyrst og fremst samið við opinbera spítala, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og að einhverju leyti héraðssjúkrahúsin, eins og á Akranesi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um neitt annað gagnvart Klíníkinni,“ sagði Óttarr. Hann sagðist ósammála formanni Vinstri grænna um að um væri að ræða grundvallarstefnubreytingu í heilbrigðismálum. „Ég held það sé fulldjúpt í árinni tekið hjá hv. þingmanni að skilja orð mín sem svo að hér standi fyrir dyrum grundvallarstefnubreyting, vegna þess að vissulega hefur hið opinbera gert samninga við einkaaðila. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er nú þegar rekinn af einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, sérfræðingum og svo framvegis. Reglulega hefur verið samið um fyrst og fremst einfaldari aðgerðir við einkafyrirtæki í tengslum við biðlistaátakið sem hefur verið í gangi og verður áfram í tvö ár í viðbót,“ sagði Óttarr á Alþingi í dag. Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekki standa til að gera grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu. Fyrsta verk hans verði að vinna að heilbrigðisstefnu áður en nokkuð annað verði gert. Þetta kom fram í máli Óttars við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á Alþingi í dag sem sneri að einkarekinni legudeild Klíníkurinnar við Ármúla, enn hún taldi að ef ráðherra myndi heimila starfsemi slíkrar deildar yrði það grundvallarbreyting á heilbrigðiskerfinu. Óttarr sagði að lögum samkvæmt sé það skylda landlæknis og taka út aðstöðu og starfsemi Klíníkurinnar, líkt og hann hafi gert. Engin ákvörðun hafi hins vegar verið tekin í þessum efnum. „Það er ekki þar með sagt að tekin hafi verið nein ákvörðun um að semja við Klíníkina um þannig aðgerðir á vegum hins opinbera. Varðandi flóknari aðgerðir hefur hið opinbera fyrst og fremst samið við opinbera spítala, Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og að einhverju leyti héraðssjúkrahúsin, eins og á Akranesi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um neitt annað gagnvart Klíníkinni,“ sagði Óttarr. Hann sagðist ósammála formanni Vinstri grænna um að um væri að ræða grundvallarstefnubreytingu í heilbrigðismálum. „Ég held það sé fulldjúpt í árinni tekið hjá hv. þingmanni að skilja orð mín sem svo að hér standi fyrir dyrum grundvallarstefnubreyting, vegna þess að vissulega hefur hið opinbera gert samninga við einkaaðila. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er nú þegar rekinn af einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, sérfræðingum og svo framvegis. Reglulega hefur verið samið um fyrst og fremst einfaldari aðgerðir við einkafyrirtæki í tengslum við biðlistaátakið sem hefur verið í gangi og verður áfram í tvö ár í viðbót,“ sagði Óttarr á Alþingi í dag.
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira