Páll vonar að ný úttekt ýti við heilbrigðisyfirvöldum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. október 2017 06:00 Enginn geðlæknir er starfandi á fangelsinu Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Eyþór Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar bindur vonir við að ný úttekt hreyfi við heilbrigðisyfirvöldum. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er mjög ánægður með að fá enn eina úttektina og vona að hún skili meiru en allar hinar úttektirnar sem hafa verið gerðar og hafa ekki skilað neinu af hálfu Alþingis,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um stjórnsýsluendurskoðun sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að um heilbrigðisþjónustu fanga. Ríkisendurskoðun vann skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, þar sem bent var á að úrbóta væri þörf. Skýrslunni var fylgt eftir árin 2013 og 2016. Þrátt fyrir að velferðarráðuneytið segðist hafa unnið að úrbótum telur Ríkisendurskoðun lítinn sjáanlegan árangur af þeim. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Stofnunin hóf forkönnun á heilbrigðisþjónustu fanga í júní síðastliðnum og niðurstöður hennar benda til að þótt almenn heilbrigðisþjónusta virðist viðunandi sé úrbóta þörf í geðheilbrigðismálum og áfengis- og vímuefnameðferð. Þá sé almennri stefnumörkun í heilbrigðismálum fanga ábótavant. Því hefur Ríkisendurskoðun ákveðið að hefja aðalúttekt á heilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Páll segir engar úrbætur hafa verið gerðar af hálfu heilbrigðisyfirvalda frá því að fyrsta úttektin var gerð á þessum málaflokki fyrir nokkrum árum. „Það hefur ekkert breyst á þessum tíma. Það eina sem hefur verið gert, er að það hefur verið opnað stórt fangelsi og það er ekki einu sinni búið að bjóða út heilbrigðisþjónustu fyrir það,“ segir Páll. Stefnt er að því að stofnunin birti opinbera skýrslu til Alþingis með niðurstöðum úttektarinnar í mars á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar bindur vonir við að ný úttekt hreyfi við heilbrigðisyfirvöldum. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég er mjög ánægður með að fá enn eina úttektina og vona að hún skili meiru en allar hinar úttektirnar sem hafa verið gerðar og hafa ekki skilað neinu af hálfu Alþingis,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um stjórnsýsluendurskoðun sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að um heilbrigðisþjónustu fanga. Ríkisendurskoðun vann skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, þar sem bent var á að úrbóta væri þörf. Skýrslunni var fylgt eftir árin 2013 og 2016. Þrátt fyrir að velferðarráðuneytið segðist hafa unnið að úrbótum telur Ríkisendurskoðun lítinn sjáanlegan árangur af þeim. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Stofnunin hóf forkönnun á heilbrigðisþjónustu fanga í júní síðastliðnum og niðurstöður hennar benda til að þótt almenn heilbrigðisþjónusta virðist viðunandi sé úrbóta þörf í geðheilbrigðismálum og áfengis- og vímuefnameðferð. Þá sé almennri stefnumörkun í heilbrigðismálum fanga ábótavant. Því hefur Ríkisendurskoðun ákveðið að hefja aðalúttekt á heilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Páll segir engar úrbætur hafa verið gerðar af hálfu heilbrigðisyfirvalda frá því að fyrsta úttektin var gerð á þessum málaflokki fyrir nokkrum árum. „Það hefur ekkert breyst á þessum tíma. Það eina sem hefur verið gert, er að það hefur verið opnað stórt fangelsi og það er ekki einu sinni búið að bjóða út heilbrigðisþjónustu fyrir það,“ segir Páll. Stefnt er að því að stofnunin birti opinbera skýrslu til Alþingis með niðurstöðum úttektarinnar í mars á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent