Ekki sjálfgefið að ná fjölskyldunni saman í frí Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2017 09:45 “Ég er eins mikill Vestfirðingur eins og hægt er að vera,” segir Lilja Rafney. Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“ Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“