Ekki sjálfgefið að ná fjölskyldunni saman í frí Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2017 09:45 “Ég er eins mikill Vestfirðingur eins og hægt er að vera,” segir Lilja Rafney. Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“ Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira