Kringlan fagnar 30 árum Haraldur Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 09:00 Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaupa, opnaði Kringluna með því að klippa á borða. Ragnar Atli Guðmundsson, sem hafði yfirumsjón með byggingunni, aðstoðaði hann. Mynd/LjósmyndasafnReykjavíkur/Brynjar Gauti Sveinsson Klukkan tíu að morgni þann 13. ágúst 1987 klippti Pálmi Jónsson, oftast kenndur við Hagkaup, á borða í Kringlunni og opnaði þar með verslanamiðstöðina að viðstöddu fjölmenni. Byggingin fagnar því 30 ára afmæli á morgun, sunnudag. Landsmenn fylgdust náið með uppbyggingu Kringlunnar enda var framkvæmdin fordæmalaus. Með henni tók verslun hér á landi stakkaskiptum og verslunarrými í borginni jókst um tæp tíu prósent á einu bretti. Verslanamiðstöðin var byggð að erlendri fyrirmynd, með aðstoð breskra ráðgjafa, og hófst verkið af krafti sumarið 1985. Pálmi var aðalhvatamaður þess og hafði unnið að hugmynd sinni frá árinu 1980. Alls voru 68 verslanir í Kringlunni á opnunardeginum, átta veitingastaðir, og byggingin þá um 28 þúsund fermetrar að stærð. Hún var þá næststærsta hús landsins, á eftir kerskálum álversins í Straumsvík. Verkið var svo stórt að umfangi að allar lánastofnanir landsins komu að því og innlendar steypustöðvar önnuðu ekki eftirspurninni. Rúmlega 5.700 tilnefningar bárust í nafnasamkeppni um heiti nýju verslunarmiðstöðvarinnar, eins og kemur fram í bók Sigurðar Más Jónssonar, Kringlan í aldarfjórðung. Miðgarður, Kringlan, Kauphöllin, Hagbær og Pálmalundur, fengu þá flestar tilnefningar. Fjórum árum síðar var Borgarkringlan opnuð en hún stóð á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Rekstur verslana þar gekk misjafnlega og árið 1996 voru verslanamiðstöðvarnar tvær sameinaðar með tengigangi. Þremur árum síðar var svo ráðist í stækkun með nýrri viðbyggingu sem tengir saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið. Stækkunin var liður í svari Kringlunnar við nýju verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi sem átti að opna skömmu eftir aldamótin. Af þeim 68 verslunum eða veitingahúsum sem voru opnuð í Kringlunni í ágúst 1987 eru átján úr þeim hópi enn í húsinu. Þar á meðal eru gleraugnaverslunin Augað, skóbúðin Bossanova, Herragarðurinn, Byggt og búið og Heilsuhúsið. Kringlan er í dag um 53 þúsund fermetrar og hefur því nánast tvöfaldast að stærð. Alls eru verslanir þar nú 119 talsins og veitingastaðirnir sextán. Afmælishátíð Kringlunnar verður haldin í október eða þegar framkvæmdum vegna opnunar sænsku fataverslunarinnar H&M, og breytingum á verslun Hagkaupa á jarðhæð, verður lokið. Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Sjá meira
Klukkan tíu að morgni þann 13. ágúst 1987 klippti Pálmi Jónsson, oftast kenndur við Hagkaup, á borða í Kringlunni og opnaði þar með verslanamiðstöðina að viðstöddu fjölmenni. Byggingin fagnar því 30 ára afmæli á morgun, sunnudag. Landsmenn fylgdust náið með uppbyggingu Kringlunnar enda var framkvæmdin fordæmalaus. Með henni tók verslun hér á landi stakkaskiptum og verslunarrými í borginni jókst um tæp tíu prósent á einu bretti. Verslanamiðstöðin var byggð að erlendri fyrirmynd, með aðstoð breskra ráðgjafa, og hófst verkið af krafti sumarið 1985. Pálmi var aðalhvatamaður þess og hafði unnið að hugmynd sinni frá árinu 1980. Alls voru 68 verslanir í Kringlunni á opnunardeginum, átta veitingastaðir, og byggingin þá um 28 þúsund fermetrar að stærð. Hún var þá næststærsta hús landsins, á eftir kerskálum álversins í Straumsvík. Verkið var svo stórt að umfangi að allar lánastofnanir landsins komu að því og innlendar steypustöðvar önnuðu ekki eftirspurninni. Rúmlega 5.700 tilnefningar bárust í nafnasamkeppni um heiti nýju verslunarmiðstöðvarinnar, eins og kemur fram í bók Sigurðar Más Jónssonar, Kringlan í aldarfjórðung. Miðgarður, Kringlan, Kauphöllin, Hagbær og Pálmalundur, fengu þá flestar tilnefningar. Fjórum árum síðar var Borgarkringlan opnuð en hún stóð á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Rekstur verslana þar gekk misjafnlega og árið 1996 voru verslanamiðstöðvarnar tvær sameinaðar með tengigangi. Þremur árum síðar var svo ráðist í stækkun með nýrri viðbyggingu sem tengir saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið. Stækkunin var liður í svari Kringlunnar við nýju verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi sem átti að opna skömmu eftir aldamótin. Af þeim 68 verslunum eða veitingahúsum sem voru opnuð í Kringlunni í ágúst 1987 eru átján úr þeim hópi enn í húsinu. Þar á meðal eru gleraugnaverslunin Augað, skóbúðin Bossanova, Herragarðurinn, Byggt og búið og Heilsuhúsið. Kringlan er í dag um 53 þúsund fermetrar og hefur því nánast tvöfaldast að stærð. Alls eru verslanir þar nú 119 talsins og veitingastaðirnir sextán. Afmælishátíð Kringlunnar verður haldin í október eða þegar framkvæmdum vegna opnunar sænsku fataverslunarinnar H&M, og breytingum á verslun Hagkaupa á jarðhæð, verður lokið.
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Sjá meira