Kringlan fagnar 30 árum Haraldur Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 09:00 Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaupa, opnaði Kringluna með því að klippa á borða. Ragnar Atli Guðmundsson, sem hafði yfirumsjón með byggingunni, aðstoðaði hann. Mynd/LjósmyndasafnReykjavíkur/Brynjar Gauti Sveinsson Klukkan tíu að morgni þann 13. ágúst 1987 klippti Pálmi Jónsson, oftast kenndur við Hagkaup, á borða í Kringlunni og opnaði þar með verslanamiðstöðina að viðstöddu fjölmenni. Byggingin fagnar því 30 ára afmæli á morgun, sunnudag. Landsmenn fylgdust náið með uppbyggingu Kringlunnar enda var framkvæmdin fordæmalaus. Með henni tók verslun hér á landi stakkaskiptum og verslunarrými í borginni jókst um tæp tíu prósent á einu bretti. Verslanamiðstöðin var byggð að erlendri fyrirmynd, með aðstoð breskra ráðgjafa, og hófst verkið af krafti sumarið 1985. Pálmi var aðalhvatamaður þess og hafði unnið að hugmynd sinni frá árinu 1980. Alls voru 68 verslanir í Kringlunni á opnunardeginum, átta veitingastaðir, og byggingin þá um 28 þúsund fermetrar að stærð. Hún var þá næststærsta hús landsins, á eftir kerskálum álversins í Straumsvík. Verkið var svo stórt að umfangi að allar lánastofnanir landsins komu að því og innlendar steypustöðvar önnuðu ekki eftirspurninni. Rúmlega 5.700 tilnefningar bárust í nafnasamkeppni um heiti nýju verslunarmiðstöðvarinnar, eins og kemur fram í bók Sigurðar Más Jónssonar, Kringlan í aldarfjórðung. Miðgarður, Kringlan, Kauphöllin, Hagbær og Pálmalundur, fengu þá flestar tilnefningar. Fjórum árum síðar var Borgarkringlan opnuð en hún stóð á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Rekstur verslana þar gekk misjafnlega og árið 1996 voru verslanamiðstöðvarnar tvær sameinaðar með tengigangi. Þremur árum síðar var svo ráðist í stækkun með nýrri viðbyggingu sem tengir saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið. Stækkunin var liður í svari Kringlunnar við nýju verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi sem átti að opna skömmu eftir aldamótin. Af þeim 68 verslunum eða veitingahúsum sem voru opnuð í Kringlunni í ágúst 1987 eru átján úr þeim hópi enn í húsinu. Þar á meðal eru gleraugnaverslunin Augað, skóbúðin Bossanova, Herragarðurinn, Byggt og búið og Heilsuhúsið. Kringlan er í dag um 53 þúsund fermetrar og hefur því nánast tvöfaldast að stærð. Alls eru verslanir þar nú 119 talsins og veitingastaðirnir sextán. Afmælishátíð Kringlunnar verður haldin í október eða þegar framkvæmdum vegna opnunar sænsku fataverslunarinnar H&M, og breytingum á verslun Hagkaupa á jarðhæð, verður lokið. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Klukkan tíu að morgni þann 13. ágúst 1987 klippti Pálmi Jónsson, oftast kenndur við Hagkaup, á borða í Kringlunni og opnaði þar með verslanamiðstöðina að viðstöddu fjölmenni. Byggingin fagnar því 30 ára afmæli á morgun, sunnudag. Landsmenn fylgdust náið með uppbyggingu Kringlunnar enda var framkvæmdin fordæmalaus. Með henni tók verslun hér á landi stakkaskiptum og verslunarrými í borginni jókst um tæp tíu prósent á einu bretti. Verslanamiðstöðin var byggð að erlendri fyrirmynd, með aðstoð breskra ráðgjafa, og hófst verkið af krafti sumarið 1985. Pálmi var aðalhvatamaður þess og hafði unnið að hugmynd sinni frá árinu 1980. Alls voru 68 verslanir í Kringlunni á opnunardeginum, átta veitingastaðir, og byggingin þá um 28 þúsund fermetrar að stærð. Hún var þá næststærsta hús landsins, á eftir kerskálum álversins í Straumsvík. Verkið var svo stórt að umfangi að allar lánastofnanir landsins komu að því og innlendar steypustöðvar önnuðu ekki eftirspurninni. Rúmlega 5.700 tilnefningar bárust í nafnasamkeppni um heiti nýju verslunarmiðstöðvarinnar, eins og kemur fram í bók Sigurðar Más Jónssonar, Kringlan í aldarfjórðung. Miðgarður, Kringlan, Kauphöllin, Hagbær og Pálmalundur, fengu þá flestar tilnefningar. Fjórum árum síðar var Borgarkringlan opnuð en hún stóð á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Rekstur verslana þar gekk misjafnlega og árið 1996 voru verslanamiðstöðvarnar tvær sameinaðar með tengigangi. Þremur árum síðar var svo ráðist í stækkun með nýrri viðbyggingu sem tengir saman Kringluna, Borgarkringluna og Borgarleikhúsið. Stækkunin var liður í svari Kringlunnar við nýju verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi sem átti að opna skömmu eftir aldamótin. Af þeim 68 verslunum eða veitingahúsum sem voru opnuð í Kringlunni í ágúst 1987 eru átján úr þeim hópi enn í húsinu. Þar á meðal eru gleraugnaverslunin Augað, skóbúðin Bossanova, Herragarðurinn, Byggt og búið og Heilsuhúsið. Kringlan er í dag um 53 þúsund fermetrar og hefur því nánast tvöfaldast að stærð. Alls eru verslanir þar nú 119 talsins og veitingastaðirnir sextán. Afmælishátíð Kringlunnar verður haldin í október eða þegar framkvæmdum vegna opnunar sænsku fataverslunarinnar H&M, og breytingum á verslun Hagkaupa á jarðhæð, verður lokið.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira