Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Kennaraskortur yfirvofandi – hvað er til ráða?

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ólafur Loftsson
Ólafur Loftsson
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í Fréttablaðinu í dag um það bil tíu þúsund kennara með grunnskólakennararéttindi- en að ekki nema helmingur þeirra kjósi að starfa sem kennarar.

Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar er áhyggjum lýst af yfirvofandi kennaraskorti.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld ræðum við meðal annars við aðstoðarskólastjóra Fellaskóla, Jóhann Skagfjörð Magnússon, og leitumst við að svara því hvers vegna æ erfiðara reynist að fá kennara til starfa í grunnskólum landsins.

Er það vegna launa? Er námið of langt eða álagið of mikið?

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast tímanlega klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×