Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. janúar 2017 12:30 Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts Verkfall sjómanna Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. Af þeim umsóknum hafa 989 verð samþykktar. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við fréttastofu. 36 fyrirtæki í fiskvinnslu hafa þar sagt upp fleiri en tveimur starfsmönnum. Þá hefur Samherji sagt upp flestum, eða 127 manns. Þar á eftir kemur Íslenskt sjávarfang sem hefur sagt upp 80 og Útgerðarfélag Akureyringa næst með 79 manns. Flestum hefur verið sagt upp á norðurlandi eystra og suðurlandi. Reiknað er með að heildarfjöldinn nái 1200 í janúar og þýðir það að útgjaldaaukning Vinnumálastofnunar verði alls hálfur milljarður vegna þessara einstaklinga og annarra þátta. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir útgerðarmenn sýna of mikla hörku í deilunni sem sé komin á núllpunkt eftir fundarhöld sjómannaforystunnar og útgerðarinnar í gær.Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara í gær. Vilhjálmur er annar frá vinstri.Vísir/Stefán„Ég skal alveg viðurkenna það fúslega að miðað við fundinn í gær líst mér lítið á þetta eins og staðan er í dag,“ segir Vilhjálmur „Það liggur fyrir að þeir höfnuðu öllum okkar kröfum á fundinum í gær og vildu í rauninni byrja á núllpunkti og drógu fram sínar kröfur frá því þegar kjarasamningar voru fyrst lausir. Þannig að staðan er afar þing, það er alveg ljóst.“ Hann segir útgerðina fara illa með starfsfólk sitt í fiskvinnslu og að til séu aðrar leiðir en að hreinlega segja fólkinu upp. „Það er alveg ljóst að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á fiskvinnslufólk. Það er verið að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur og ég harma það að fiskvinnslufyrirtækin séu að gera það því að þau hafa heimild til að halda ráðningarsambandi við fiskvinnslufólkið og fengið mótframlag frá atvinnuleysistryggingasjóði og haldið þannig fólki í ráðningasambandi og greitt þeim grunnlaunin,“ segir Vilhjálmur og bendir á að fiskvinnslufólkið verði alltaf fyrir tekjutapi þar sem það sé með bónus en tekjutapið verði enn meira fari það á hráar stvinnuleysisbætur. Þá gefur Vilhjálmur lítið fyrir orð Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, í Viðskiptablaðinu í gær um að það lægi beinast við að forstjórar og framkvæmdastjórar færu næst í verkfall þar sem tekjur sjómanna séu ekki víðs fjarri.Sjá: „Heiðrún Lind bendir á að laun sjómanna voru hærri en laun lækna.“„Þessi skrif voru alveg með ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. „Staðan er einfaldlega þannig ef við skoðum hver meðallaun frystitogarasjómanna og þeirra sem eru á ísfiskstogurum þá kemur í ljós að tekjur þeirra árið 2015 voru ekki 2,3 milljónir að meðaltali heldur rétt rúm 1,1 milljón. Þannig að hér er mikill munur á milli,“ segir Vilhjálmur. „En í dag eru þessi meðallaun, árið 2016, komin niður í 990 þúsund krónur,“ og vísar hann í iðgjaldaskrána innan Verkalýðsfélags Akraness. Þegar orlof sé þá dregið frá séu sjómenn komnir niður fyrir 800 þúsund krónur. „Þessu til viðbótar þurfa sjómenn að standa straum af netkostnaði um borð í skipunum, þeir þurfa að borga hlut í fæðinu og vinnufatnaði. Þannig að þetta eru nú öll þau ofurlaun sem talað er um að sjómenn á Íslandi fái í dag,“ segir hann.Uppsagnir eftir landshlutumCreate column charts
Verkfall sjómanna Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira