Framtíðin - Um flutningskerfi raforku Magnús Rannver Rafnsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Það stefnir í stórtæka innviðauppbyggingu. Út af fyrir sig er það jákvætt. Áhyggjuefni er hvernig það verður gert. Enn hefur engin umræða skapast um lausnir og er það ekki tilviljun. Ég hef áður bent á að umræðan sé föst í reipitogi (Fbl. 13.02.2016), að til séu aðrar leiðir (Fbl. 15.03.2012) og að umhverfisvæn en jafnframt hagkvæm raforkuflutningskerfi séu valkostur (Mbl. 2.02.2016) en komist ekki að vegna hindrana í starfsumhverfi Landsnets (Fbl. 23.06.2016). Enn fremur hef ég vakið athygli á að Landsnet fer með starfsháttum sínum gegn raforkulögum, gegn samkeppnislögum og gegn eigin innkaupareglum (Mbl. 17.08.2017) auk þess sem fyrirtækið virðist ekki þurfa að fylgja lögum um opinber innkaup - þrátt fyrir að vera eign almennings. RÚV fjallaði um hugverkastuld sem Landsnet er sakað um (Kvöldfréttir 17.04.2016) þegar fyrirtækið ásamt ráðgjafarfyrirtækinu AraEngineering kynnti til leiks „nýja kynslóð háspennumastra“ sem til stæði að reisa meðal annars á hálendinu í 100 milljarða silfraðri stórveislu hinna útvöldu silfursveina (Sóknarfæri 22.10.2015). Í slíkum veislum eru verkin afhent án útboðs eða samkeppni (Fbl. 23.09.2016), bersýnileg stöðnun er afsprengi þessa. Við borgum. Umfjöllun Kjarnans (4.07.2017) um 172 milljóna verkefnaveislu sem Landsnet afhenti á silfurfati einum ráðgjafa (AraEngineering) í 52 smáskömmtum - án útboðs eða samkeppni - ætti að skerpa myndina allverulega - sem þó er alveg skýr öllum sem vilja sjá - en vanti upp á má rifja upp heimildarmyndina Línudans (28.02.2017) sem fjallar ítarlega um yfirgang Landsnets gagnvart fólki, fjöllum og firnindum með útsmognun hártogunum á hinu gráa svæði lögfræðinnar. Þetta er ekki tæmandi upptalning. Hvernig Landsnet kemur sér undan því að veita upplýsingar, hvernig forráðamenn fyrirtækisins fara með rangfærslur í fjölmiðlum og hvernig starfsmenn Landsnets týna dýrum skýrslum - svona eins og það sé nú ekkert tiltökumál - hefur enn ekki verið rætt. Hvernig týnast annars skýrslur sem til eru rafrænt í öllum kerfum? Eða var þetta handskrifuð skýrsla? Það segir sig sjálft að sátt um Landsnet og núverandi starfshætti, getur aldrei orðið. Að viðkomandi haldi áfram á sömu nótum og hefur verið, er óhugsandi. Það blasir svolítið við - finnst það satt að segja varla geta verið meira afgerandi. Hér þarf kerfisbreytingu. Enn eru á teikniborði Landsnets lausnir sem þekja munu allar helstu þjóðleiðir samtímans. Þær byggja á hugmyndafræði sem á rætur í síðustu öld sem einkennist meðal annars af sífellt stækkandi „stofnbrautum“ sem á endanum leggja allt undir sig og ekkert fær þrifist í umhverfi þeirra. Það eru til aðrar lausnir, en þær munu ekki skila sér í núverandi kerfi silfraðra einkavina. Rifjum upp hvernig Danir taka á móti ferðalöngum um Kastrup (Fbl. 5.03.2016) með opinn faðminn þar sem nútíma verkfræði sýnir sínar bestu hliðar - strax í aðfluginu. Þetta styður sterka ímynd Dana sem selja sérþekkingu sína á sviði vindorku um allan heim. Á Íslandi eru í gildi áætlanir sem fela í sér andstæðuna við þetta; flækjulegan skóg háspennumastra sem ætlað er að fylgja ferðalöngum hringinn í kringum landið, þvert yfir það og út á ystu tanga. Og sjónarspilið á að hefjast strax við Flugstöðina, ef fer sem horfir. Nú er bara hægt að skora á ný stjórnvöld og benda á hið augljósa; brýn þörf er á kerfisbreytingu. Ekki er nauðsynlegt að leggja landið undir raforkuflutningskerfi til að byggja upp orkukerfi. Nýjar lausnir komast hins vegar ekki að við óbreyttar aðstæður. Nýsköpun, tækni- og vöruþróun á innviðasviði skilar engu án samkeppni, í umhverfi einokuðu af útvöldum sérhagsmunaliðum. Ef nýsköpun er mikilvægt þema í nýjum stjórnarsáttmála ætti það að sjást á orkusviði. Því þarf breytingar. Með öðrum orðum: „We cannot solve problems with the same thinking we used when we created them.” (Albert Einstein). Nýtum tækifærið. Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Það stefnir í stórtæka innviðauppbyggingu. Út af fyrir sig er það jákvætt. Áhyggjuefni er hvernig það verður gert. Enn hefur engin umræða skapast um lausnir og er það ekki tilviljun. Ég hef áður bent á að umræðan sé föst í reipitogi (Fbl. 13.02.2016), að til séu aðrar leiðir (Fbl. 15.03.2012) og að umhverfisvæn en jafnframt hagkvæm raforkuflutningskerfi séu valkostur (Mbl. 2.02.2016) en komist ekki að vegna hindrana í starfsumhverfi Landsnets (Fbl. 23.06.2016). Enn fremur hef ég vakið athygli á að Landsnet fer með starfsháttum sínum gegn raforkulögum, gegn samkeppnislögum og gegn eigin innkaupareglum (Mbl. 17.08.2017) auk þess sem fyrirtækið virðist ekki þurfa að fylgja lögum um opinber innkaup - þrátt fyrir að vera eign almennings. RÚV fjallaði um hugverkastuld sem Landsnet er sakað um (Kvöldfréttir 17.04.2016) þegar fyrirtækið ásamt ráðgjafarfyrirtækinu AraEngineering kynnti til leiks „nýja kynslóð háspennumastra“ sem til stæði að reisa meðal annars á hálendinu í 100 milljarða silfraðri stórveislu hinna útvöldu silfursveina (Sóknarfæri 22.10.2015). Í slíkum veislum eru verkin afhent án útboðs eða samkeppni (Fbl. 23.09.2016), bersýnileg stöðnun er afsprengi þessa. Við borgum. Umfjöllun Kjarnans (4.07.2017) um 172 milljóna verkefnaveislu sem Landsnet afhenti á silfurfati einum ráðgjafa (AraEngineering) í 52 smáskömmtum - án útboðs eða samkeppni - ætti að skerpa myndina allverulega - sem þó er alveg skýr öllum sem vilja sjá - en vanti upp á má rifja upp heimildarmyndina Línudans (28.02.2017) sem fjallar ítarlega um yfirgang Landsnets gagnvart fólki, fjöllum og firnindum með útsmognun hártogunum á hinu gráa svæði lögfræðinnar. Þetta er ekki tæmandi upptalning. Hvernig Landsnet kemur sér undan því að veita upplýsingar, hvernig forráðamenn fyrirtækisins fara með rangfærslur í fjölmiðlum og hvernig starfsmenn Landsnets týna dýrum skýrslum - svona eins og það sé nú ekkert tiltökumál - hefur enn ekki verið rætt. Hvernig týnast annars skýrslur sem til eru rafrænt í öllum kerfum? Eða var þetta handskrifuð skýrsla? Það segir sig sjálft að sátt um Landsnet og núverandi starfshætti, getur aldrei orðið. Að viðkomandi haldi áfram á sömu nótum og hefur verið, er óhugsandi. Það blasir svolítið við - finnst það satt að segja varla geta verið meira afgerandi. Hér þarf kerfisbreytingu. Enn eru á teikniborði Landsnets lausnir sem þekja munu allar helstu þjóðleiðir samtímans. Þær byggja á hugmyndafræði sem á rætur í síðustu öld sem einkennist meðal annars af sífellt stækkandi „stofnbrautum“ sem á endanum leggja allt undir sig og ekkert fær þrifist í umhverfi þeirra. Það eru til aðrar lausnir, en þær munu ekki skila sér í núverandi kerfi silfraðra einkavina. Rifjum upp hvernig Danir taka á móti ferðalöngum um Kastrup (Fbl. 5.03.2016) með opinn faðminn þar sem nútíma verkfræði sýnir sínar bestu hliðar - strax í aðfluginu. Þetta styður sterka ímynd Dana sem selja sérþekkingu sína á sviði vindorku um allan heim. Á Íslandi eru í gildi áætlanir sem fela í sér andstæðuna við þetta; flækjulegan skóg háspennumastra sem ætlað er að fylgja ferðalöngum hringinn í kringum landið, þvert yfir það og út á ystu tanga. Og sjónarspilið á að hefjast strax við Flugstöðina, ef fer sem horfir. Nú er bara hægt að skora á ný stjórnvöld og benda á hið augljósa; brýn þörf er á kerfisbreytingu. Ekki er nauðsynlegt að leggja landið undir raforkuflutningskerfi til að byggja upp orkukerfi. Nýjar lausnir komast hins vegar ekki að við óbreyttar aðstæður. Nýsköpun, tækni- og vöruþróun á innviðasviði skilar engu án samkeppni, í umhverfi einokuðu af útvöldum sérhagsmunaliðum. Ef nýsköpun er mikilvægt þema í nýjum stjórnarsáttmála ætti það að sjást á orkusviði. Því þarf breytingar. Með öðrum orðum: „We cannot solve problems with the same thinking we used when we created them.” (Albert Einstein). Nýtum tækifærið. Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar