Sofandi að feigðarósi – Landsnet sekkur Magnús Rannver Rafnsson skrifar 23. september 2016 07:00 Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur.Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt.Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir. Á fundi með iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, og skrifstofustjóra iðnaðar, Ingva Má Pálssyni, var sömuleiðis snert á málinu árið 2013. Staðan í dag – ósætti, tafir og óvissa – er rökrétt afleiðing af vinnubrögðum Landsnets, Bakki er bara enn eitt málið í langri röð slíkra mála. Verulegar líkur eru á að Landsnet eigi eftir að skaða íslenskan orkuiðnað enn frekar, óháð hinu fyrirsjáanlega óafturkræfa umhverfistjóni að ógleymdum óumdeildum neikvæðum áhrifum á stærstu atvinnugrein landsins; ferðamannaiðnað. Fólk flest er ekki upplýst um þá staðreynd að Landsnet gerir enn ráð fyrir sínum hefðbundnu lausnum (stálgrindum) í öllum fyrirliggjandi áætlunum um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins; 100 milljarða uppbygging flutningskerfa framtíðarinnar verður keyrð áfram á fortíðinni. Jafnvel þótt stærstur hluti samfélagsins sé ósáttur við lausnir Landsnets er engu breytt í þessum efnum. Sem er áhugaverð staðreynd. Ólíklegt verður að teljast að áætlanir Landsnets eins og þær liggja fyrir verði nokkurn tíma samþykktar í samfélaginu. Það kemur ekki í veg fyrir að þær verði barðar í gegn með pólitísku valdi ef að líkum lætur.Áfram vaðið yfir fólk Það ætti ekki að vefjast fyrir Landsvirkjun, móðurfélagi Landsnets, að sjá hvert stefnir nú þegar fyrirtækið hefur komið sér upp vörumerkjasérfræðingi á raforkusviði. Ímynd vörunnar sem fyrirtækið byggir starfsemi sína á er jú afar mikilvæg. Raforkuflutningskerfi eru þekktasta birtingarmynd fyrirbærisins raforka og hún er neikvæð. Hún er ekki bara svolítið neikvæð, hún er svo illa liðin í samfélaginu að það er vart hægt að finna nokkuð svo mikilvægt sem á sama tíma mætir svo mikilli mótspyrnu. En menn láta sér ekki segjast, áfram er vaðið yfir fólk, fjöll og firnindi með slóð efnislegrar og óefnislegrar eyðileggingar í eftirdragi. Fleiri lögfræðingar og fleiri dómsmál er uppskeran. Skyldi þetta skapa jákvæða ímynd af raforku? Jákvæð ímynd vindorku á heimsvísu er ekki tilviljun heldur afrakstur frumkvöðlastarfs sem hófst í Danmörku. Danir enduruppgötvuðu vindorku og þróuðu betri tækni með nútímaverkfræði. Ætli það hefði skilað sama árangri að bjóða fram stálgráar vindmyllur reistar á hægryðgandi stálgrindaflækjum samkvæmt aðferðafræði frá miðri síðustu öld? Halda svo úti áróðri samtímis um að hér fari besta aðferðin og aðrar lausnir borgi sig ekki? Það var ekki sjálfgefið að hvít vindtúrbína á hvítum stofni yrði ein sterkasta táknmynd umhverfisvænnar orku í heiminum. Í stuttu máli byggir árangurinn á nýsköpun, tækniþróun og þekkingu Dana á mörgum sviðum. Slík uppskera krefst framtíðarsýnar. Framtíðarsýn yfirvalda á þessu sviði er mér ráðgáta, en virðist vera þessi: Hendum 100 milljörðum í hugsjónir og arfleifð sem ekki standast kröfur samtímans – hvorki tæknilega né umhverfislega – en setjum um leið einn lítinn sætan milljarð í nýsköpunarfyrirtækin svo þau geti leikið sér fram yfir kosningar. Byggjum á meðan skjaldborg um örfáa sérhagsmunaliða við eftirlaunaaldur, til að tryggja að úreltri 100 milljarða hugmyndafræði þeirra um raforkuflutningskerfi verði örugglega áfram þröngvað upp á samfélagið. Bein ríkisafskipti – s.s. með heimilun á upptöku lands eða skipan vanhæfra sérfræðinga í nefndir – ættu að koma með það sem upp á vantar, svo það sé alveg öruggt að rannsóknir og tækniþróun á samkeppnisforsendum geti ekki stuðlað að framförum á þessu sviði. Einmitt þannig fáum við stöðuna sem upp er komin í starfsumhverfi Landsnets og er fullkomlega rökrétt.Einokun og sérhagsmunagæsla Barack Obama sagði fyrr á árinu: Að gera ekkert er ákvörðun. Einmitt það hefur verið gert; ekkert. Staðan í dag er afleiðing af þeirri stóru ákvörðun. Landsnet er ítrekað staðið að vafasömum vinnubrögðum án þess að við því sé brugðist. Viðvarandi einokun og sérhagsmunagæsla hefur skilað okkur ónothæfum lausnum. Það fyrst og fremst er að valda tjóni í orkuiðnaði. Í stað þess að frjóvga jarðveginn fyrir nýja framtíðarsýn og lausnamiðaða tækniþróun á þessu umdeilda sviði stillir ráðherra sér upp í fremstu varnarlínu sérhagsmunaafla sem ætla að byggja 100 milljarða flutningskerfi á fortíðinni; án þess að uppfylla lögboðnar kröfur. Að orðstír Íslands sé lagður undir á þessum hæpnu forsendum eru mistök. Það þarf að endurskipuleggja starfsumhverfið um flutningskerfi raforku. Eða er ætlunin að sigla áfram sofandi inn í fortíðina? Með öðrum orðum; myndum við í dag byggja nýtt háskólasjúkrahús samkvæmt hugmyndafræði frá miðri síðustu öld?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun