Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun