Íslendingar í öðru sæti í klámneyslu Stígamót 12. desember 2017 08:00 Á Stígamótum verðum við í auknum mæli vör við afleiðingar klámvæðingar. Til okkar leitar fleira fólk en áður vegna hópnauðgana auk þess sem við fáum æ fleira fólk til okkar vegna nauðgana í endaþarm. Þetta rekjum við beint til áhrifa kláms. Jafnframt leita einstaklingar til Stígamóta vegna klámnotkunar maka. Í áranna rás hefur klám breyst mikið. Það verður sífellt grófara og ofbeldisfyllra. Meðallíftími klámleikkonu í starfi er um 6 mánuðir þar sem klám gengur alltaf lengra og reynir á öll þolmörk líkama kvenna(1.) Á sama tíma hefur aldrei verið auðveldara að nálgast klám. Í ársyfirliti klámveitunnar PornHub kemur fram að Íslendingar eru í öðru sæti yfir klámneyslu sé miðað við höfðatölu. Í íslenskri rannsókn frá árinu 2016 kemur fram að tæplega helmingur stráka í 8.-10. bekk horfir á klám í hverri viku. Um 80% bekkjarsystra þeirra svara því til að þær horfi næstum aldrei á klám. Þegar strákar eru komnir í framhaldsskóla horfa 65% þeirra á klám einu sinni í viku eða oftar á meðan 70% stelpna á sama aldri horfa næstum aldrei á klám. Klámneysla er því augljóslega mjög kynjuð en á Stígamótum finnum við þó fyrir því að jafnvel þó stúlkurnar séu ekki að horfa á klám þá finni þær fyrir verulegri pressu í kynlífi að taka þátt í athöfnum sem koma beint úr kláminu. Margir strákar virðast halda að það sem birtist í klámi sé lýsandi fyrir hvernig kynlíf eigi að fara fram – og beita þeir því oft sama ofbeldi gagnvart rekkjunautum sínum og sýnt er í kláminu. Það er bráðnauðsynlegt að bregðast við þessum veruleika og bjóða ungu fólki aðra og betri sýn á hvað felist í kynlífi. Þetta þarf að gerast í gegnum skólakerfið, á heimilum og í almennri samfélagsumræðu. Kynlíf á að byggjast á gagnkvæmri virðingu þar sem þátttakendur virða bæði sín eigin mörk og annarra. [1] Heimild: Gail Dines 2011. Pornland. How Porn Has Hijiked our Sexuality. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
Á Stígamótum verðum við í auknum mæli vör við afleiðingar klámvæðingar. Til okkar leitar fleira fólk en áður vegna hópnauðgana auk þess sem við fáum æ fleira fólk til okkar vegna nauðgana í endaþarm. Þetta rekjum við beint til áhrifa kláms. Jafnframt leita einstaklingar til Stígamóta vegna klámnotkunar maka. Í áranna rás hefur klám breyst mikið. Það verður sífellt grófara og ofbeldisfyllra. Meðallíftími klámleikkonu í starfi er um 6 mánuðir þar sem klám gengur alltaf lengra og reynir á öll þolmörk líkama kvenna(1.) Á sama tíma hefur aldrei verið auðveldara að nálgast klám. Í ársyfirliti klámveitunnar PornHub kemur fram að Íslendingar eru í öðru sæti yfir klámneyslu sé miðað við höfðatölu. Í íslenskri rannsókn frá árinu 2016 kemur fram að tæplega helmingur stráka í 8.-10. bekk horfir á klám í hverri viku. Um 80% bekkjarsystra þeirra svara því til að þær horfi næstum aldrei á klám. Þegar strákar eru komnir í framhaldsskóla horfa 65% þeirra á klám einu sinni í viku eða oftar á meðan 70% stelpna á sama aldri horfa næstum aldrei á klám. Klámneysla er því augljóslega mjög kynjuð en á Stígamótum finnum við þó fyrir því að jafnvel þó stúlkurnar séu ekki að horfa á klám þá finni þær fyrir verulegri pressu í kynlífi að taka þátt í athöfnum sem koma beint úr kláminu. Margir strákar virðast halda að það sem birtist í klámi sé lýsandi fyrir hvernig kynlíf eigi að fara fram – og beita þeir því oft sama ofbeldi gagnvart rekkjunautum sínum og sýnt er í kláminu. Það er bráðnauðsynlegt að bregðast við þessum veruleika og bjóða ungu fólki aðra og betri sýn á hvað felist í kynlífi. Þetta þarf að gerast í gegnum skólakerfið, á heimilum og í almennri samfélagsumræðu. Kynlíf á að byggjast á gagnkvæmri virðingu þar sem þátttakendur virða bæði sín eigin mörk og annarra. [1] Heimild: Gail Dines 2011. Pornland. How Porn Has Hijiked our Sexuality.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira