Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Frá sjókvíaeldi í Berufirði. Stefnt er að því að ákveðin svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu. vísir/gva Starfsemi sjókvíaeldis verður gerð skrásetningarskyld og boðin út nái tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi fram að ganga. Þá verður auðlindagjald, allt að fimmtán krónur á hvert framleitt kíló af laxi, lagt á. Hópurinn skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra málaflokksins, kynnti efni skýrslunnar á fundi í ráðuneytinu í gær. Sagði hún við það tilefni að það markaði tímamót að fulltrúar fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa hefðu komist að því samkomulagi sem felst í niðurstöðu hópsins. Auk hagsmunaaðila áttu sæti í hópnum sérfræðingar frá MATÍS, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu. Tillögur hópsins eru alls tuttugu.Þorgerður Katrín kynnir skýrsluna í gær. Til hægri má sjá Baldur P. Erlingsson formann starfshópsins.vísir/anton brink „Með tillögunum er leitast eftir því að útrýma því „villta vesturs ástandi“ sem ríkt hefur í greininni,“ sagði ráðherra á fundinum í gær. Vísar hún til þess að hingað til hafi þeir sem vilja hefja fiskeldi valið sér staðsetningu og sótt um framleiðsluleyfi. Fyrirhugað sé að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til þess að álitamálum um leyfisveitingar og staðsetningu eldiskvía fækki. Lagt er til að auðlindagjald verði lagt á nýtingu eldissvæða í sjó. Framleiðendur sem stunda eldi á ófrjóum fiski, eða stefna að slíku eldi, munu tímabundið geta fengið gjaldið niðurfellt í heild eða að hluta. Áætlað er að gjaldið geti skilað allt að milljarði króna ár hvert í ríkiskassann. Sú upphæð miðast við að framleidd séu yfir 67 þúsund tonn ár hvert. Stefnt er að því að gjaldið renni til uppbyggingar innviða á fiskeldissvæðum. Eftirlit með eldinu verður fært frá Matvælastofnun (MAST) til Umhverfisstofnunar. Upplýsingagjöf með niðurstöðum eftirlits verður gerð rafræn og opinber og allt ferlið gagnsærra. Þá verður MAST gert skylt að birta ákvarðanir um þvingunaraðgerðir og viðurlög, ólíkt því sem fólk hefur vanist úr landbúnaði. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í gær og er stefnt að því að nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir þingið fyrir lok haustþings. Ráðherrann vonar að málið verði unnið í sameiningu inni á þinginu. „Ég bind vonir við það að þessi skýrsla verði ákveðinn grundvöllur sem mun stuðla að því að það verði meiri sátt um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en áður,“ sagði Þorgerður Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Starfsemi sjókvíaeldis verður gerð skrásetningarskyld og boðin út nái tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi fram að ganga. Þá verður auðlindagjald, allt að fimmtán krónur á hvert framleitt kíló af laxi, lagt á. Hópurinn skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra málaflokksins, kynnti efni skýrslunnar á fundi í ráðuneytinu í gær. Sagði hún við það tilefni að það markaði tímamót að fulltrúar fiskeldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa hefðu komist að því samkomulagi sem felst í niðurstöðu hópsins. Auk hagsmunaaðila áttu sæti í hópnum sérfræðingar frá MATÍS, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu. Tillögur hópsins eru alls tuttugu.Þorgerður Katrín kynnir skýrsluna í gær. Til hægri má sjá Baldur P. Erlingsson formann starfshópsins.vísir/anton brink „Með tillögunum er leitast eftir því að útrýma því „villta vesturs ástandi“ sem ríkt hefur í greininni,“ sagði ráðherra á fundinum í gær. Vísar hún til þess að hingað til hafi þeir sem vilja hefja fiskeldi valið sér staðsetningu og sótt um framleiðsluleyfi. Fyrirhugað sé að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til þess að álitamálum um leyfisveitingar og staðsetningu eldiskvía fækki. Lagt er til að auðlindagjald verði lagt á nýtingu eldissvæða í sjó. Framleiðendur sem stunda eldi á ófrjóum fiski, eða stefna að slíku eldi, munu tímabundið geta fengið gjaldið niðurfellt í heild eða að hluta. Áætlað er að gjaldið geti skilað allt að milljarði króna ár hvert í ríkiskassann. Sú upphæð miðast við að framleidd séu yfir 67 þúsund tonn ár hvert. Stefnt er að því að gjaldið renni til uppbyggingar innviða á fiskeldissvæðum. Eftirlit með eldinu verður fært frá Matvælastofnun (MAST) til Umhverfisstofnunar. Upplýsingagjöf með niðurstöðum eftirlits verður gerð rafræn og opinber og allt ferlið gagnsærra. Þá verður MAST gert skylt að birta ákvarðanir um þvingunaraðgerðir og viðurlög, ólíkt því sem fólk hefur vanist úr landbúnaði. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í gær og er stefnt að því að nauðsynlegar lagabreytingar verði lagðar fyrir þingið fyrir lok haustþings. Ráðherrann vonar að málið verði unnið í sameiningu inni á þinginu. „Ég bind vonir við það að þessi skýrsla verði ákveðinn grundvöllur sem mun stuðla að því að það verði meiri sátt um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en áður,“ sagði Þorgerður Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira