Ekkert nám í boði á Hólmsheiði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. október 2017 06:00 Fangelsið á Hólmsheiði var opnað í fyrra. Námið sem boðið hefur verið upp á þar liggur nú niðri. vísir/vilhelm Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) er hættur að sinna menntun fanga á Hólmsheiði og liggur kennsla þar niðri. Skólinn freistar þess að ná samningi við menntamálaráðuneytið um aukið fjármagn. Verzlunarskóli Íslands er jákvæður fyrir því að hlaupa í skarðið, fái kennarar frá skólanum að koma þangað inn. „Þetta er bara tímabundið en stendur til bóta, það er verið að ganga frá samningi við menntamálaráðuneytið og það verður boðið aftur upp á nám á Hólmsheiði í janúar,“ segir Lóa Hrönn Harðardóttir, námsráðgjafi fanga við FSu.Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands segir vel koma til greina að senda kennara á Hólmsheiði til að kenna föngum.vísir/valliFjölbrautaskólinn er móðurskóli fangakennslu og fær um það bil 50 milljónir á ári til þess verkefnis, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Kennt var á Hólmsheiði alla síðustu vorönn en ákveðið var að bjóða ekki kennslu á yfirstandandi haustönn. „Við fórum af stað með kennsluna síðasta vetur þótt þessi samningur væri ekki frágenginn, en ákváðum að fara ekki af stað núna í haust,“ segir Lóa Hrönn, og bætir við: „Það á ekki að vera þannig að nýtt fangelsi sé opnað og veggirnir byggðir án þess að gert sé ráð fyrir starfi innan þess. Það er ástæða þess að við ákváðum að fara ekki af stað fyrr en þetta er frágengið.“ Lóa Hrönn segir að ítarlegri greinargerð hafi verið skilað um framtíðarsýn skólans á námið. „Okkar framtíðarsýn á menntun fanga, og við viljum bara að það sé skýr rammi utan um þetta starf og það sé ekki með einum hætti þessa önnina og með allt öðrum hætti þá næstu.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt Fjölbrautaskóla Suðurlands og segir framlag hans ekki í takt við fjármagnið sem skólinn fær fyrir að sinna þessu hlutverki. „Það er ótækt að fangar sitji aðgerðarlausir uppi á Hólmsheiði til að skapa þrýsting á aukið fjármagn til Fjölbrautaskóla Suðurlands,“ segir Guðmundur. „Ég hafði þess vegna samband við annan skóla til að kanna möguleika á að aðrir sinni þessu á meðan, enda hef ég fundið að margir skólar hafa áhuga á menntamálum fanga.“ „Guðmundur Ingi hafði samband við okkur í gær [fyrradag] og var að kanna þessa möguleika og hvort við gætum boðið upp á eitthvað, til dæmist tengt sjálfsstyrkingu. Við tókum bara jákvætt í þetta og erum reiðubúin að skoða það,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, og bætir við: „Það voru á tímabili nokkrir fangar í fjarnámi hjá okkur og við höfum lýst því yfir og sagt að það strandi ekki á okkur að senda kennara í staðbundnar lotur í fangelsunum ef því er að skipta.“ Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að unnið sé að þarfagreiningu fyrir kennslu á Hólmsheiði. Ráðuneytinu sé kunnugt um framangreind sjónarmið Afstöðu, en ekki hafi komið til tals innan ráðuneytisins að fela öðrum skólum hlutverk í fangelsum landsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira
Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) er hættur að sinna menntun fanga á Hólmsheiði og liggur kennsla þar niðri. Skólinn freistar þess að ná samningi við menntamálaráðuneytið um aukið fjármagn. Verzlunarskóli Íslands er jákvæður fyrir því að hlaupa í skarðið, fái kennarar frá skólanum að koma þangað inn. „Þetta er bara tímabundið en stendur til bóta, það er verið að ganga frá samningi við menntamálaráðuneytið og það verður boðið aftur upp á nám á Hólmsheiði í janúar,“ segir Lóa Hrönn Harðardóttir, námsráðgjafi fanga við FSu.Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands segir vel koma til greina að senda kennara á Hólmsheiði til að kenna föngum.vísir/valliFjölbrautaskólinn er móðurskóli fangakennslu og fær um það bil 50 milljónir á ári til þess verkefnis, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Kennt var á Hólmsheiði alla síðustu vorönn en ákveðið var að bjóða ekki kennslu á yfirstandandi haustönn. „Við fórum af stað með kennsluna síðasta vetur þótt þessi samningur væri ekki frágenginn, en ákváðum að fara ekki af stað núna í haust,“ segir Lóa Hrönn, og bætir við: „Það á ekki að vera þannig að nýtt fangelsi sé opnað og veggirnir byggðir án þess að gert sé ráð fyrir starfi innan þess. Það er ástæða þess að við ákváðum að fara ekki af stað fyrr en þetta er frágengið.“ Lóa Hrönn segir að ítarlegri greinargerð hafi verið skilað um framtíðarsýn skólans á námið. „Okkar framtíðarsýn á menntun fanga, og við viljum bara að það sé skýr rammi utan um þetta starf og það sé ekki með einum hætti þessa önnina og með allt öðrum hætti þá næstu.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt Fjölbrautaskóla Suðurlands og segir framlag hans ekki í takt við fjármagnið sem skólinn fær fyrir að sinna þessu hlutverki. „Það er ótækt að fangar sitji aðgerðarlausir uppi á Hólmsheiði til að skapa þrýsting á aukið fjármagn til Fjölbrautaskóla Suðurlands,“ segir Guðmundur. „Ég hafði þess vegna samband við annan skóla til að kanna möguleika á að aðrir sinni þessu á meðan, enda hef ég fundið að margir skólar hafa áhuga á menntamálum fanga.“ „Guðmundur Ingi hafði samband við okkur í gær [fyrradag] og var að kanna þessa möguleika og hvort við gætum boðið upp á eitthvað, til dæmist tengt sjálfsstyrkingu. Við tókum bara jákvætt í þetta og erum reiðubúin að skoða það,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, og bætir við: „Það voru á tímabili nokkrir fangar í fjarnámi hjá okkur og við höfum lýst því yfir og sagt að það strandi ekki á okkur að senda kennara í staðbundnar lotur í fangelsunum ef því er að skipta.“ Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að unnið sé að þarfagreiningu fyrir kennslu á Hólmsheiði. Ráðuneytinu sé kunnugt um framangreind sjónarmið Afstöðu, en ekki hafi komið til tals innan ráðuneytisins að fela öðrum skólum hlutverk í fangelsum landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira