Enski opnar sig um dvölina inni á geðdeild: „Ég klessti bara á vegg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2017 10:45 Viðar er risastór á Snapchat hér á landi. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira