Enski opnar sig um dvölina inni á geðdeild: „Ég klessti bara á vegg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2017 10:45 Viðar er risastór á Snapchat hér á landi. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vakti mikla athygli í lok síðustu viku þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum á Snapchat að hann þyrfti aðeins að hvíla sig. Viðar er skrautlegur á samfélagsmiðlinum og hefur mikið verið að skemmta sér undanfarna mánuði. Þjóðin hefur fengið að fylgjast með honum ræða um enska boltann, en jafnt og þétt færðist það í aukanna að djammið og djúsið fékk meira pláss á Snapchat-reikninginum enskiboltinn. „Ég verð að viðurkenna það að ég endaði á ákveðnum botni þarna á sunnudaginn,“ segir Viðar í samtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á mér síðustu þrjá mánuðina, mikið að gera og maður er búinn að vera í hinu og þessu. Ég er ofvirkur með athyglisbrest og lenti í þessu fyrir nokkrum mánuðum líka í Noregi. Maður klessir bara á vegg. Ég hef bæði verið að drekka of mikið og einnig var þetta mikil andleg þreyta,“ segir Viðar sem lagðist inn á sjúkrahús á sunnudaginn. „Ég fékk að hvíla mig þar í sólarhring og var síðan sagt að hvíla mig vel næstu daga og gera nákvæmlega ekki neitt. Það hef ég gert síðustu daga.“Viðar er mikill Liverpool maður.Viðar fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið og náði botninum á sunnudagsmorgni. „Þegar maður lendir í svona ástandi, þá fer maður upp á deild sem heitir 33A og er í raun bara geðdeild. Það er ekkert grín að komast þangað inn. Það voru í raun tveir félagar mínir sem skutluðu mér þangað og ég bað þá um það,“ segir Enski sem hafði miklar áhyggjur af heilsunni. „Ég fann það að ég var gjörsamlega sigraður og varð að láta tékka aðeins á mér. Læknarnir sögðu að ég væri bara allt of þreyttur og væri búinn að drekka allt of mikið.“ Viðar segir að það hafi í raun ekkert alvarlegt verið að honum. „Það vantaði bara fullt af vítamínum í karlinn og þeir græjuðu það,“ segir Viðar sem hefur nýtt síðustu daga í það að horfa á sjónvarpið og alla umfjöllun um kosningarnar sem hann komst í en Viðar kaus Flokk fólksins. „Það er fullt af fólki að díla við það sama og ég, að vera alkóhólisti og ég skammast mín ekkert fyrir það. Þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við og laga. Ég hugsa að ég nái því.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira