Líkaði ekki að grænlenskir skipverjar færu huldu höfði á Norðfirði og bauð þeim í mat Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2017 06:00 Áhöfn Polar Amaroq var ánægð með móttökurnar þegar hún kom til Norðfjarðar. mynd/halldór Jónasson Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16