Líkaði ekki að grænlenskir skipverjar færu huldu höfði á Norðfirði og bauð þeim í mat Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2017 06:00 Áhöfn Polar Amaroq var ánægð með móttökurnar þegar hún kom til Norðfjarðar. mynd/halldór Jónasson Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Eigandi Hótels Hildibrand í Neskaupstað bauð áhöfn grænlenska togarans Polar Amaroq til veislu þegar þeir komu til hafnar í Neskaupstað til löndunar. Eru skipverjar fastagestir á Hótel Hildibrand þegar þeir eru í landi í Neskaupstað. „Þeir hafa alltaf komið til okkar en þegar þeir komu í land hingað um mánaðamótin voru þeir mjög til baka og fóru eiginlega huldu höfði í bænum eða héldu sig í skipinu,“ segir vertinn Hákon Guðröðarson „Með þessu vildum við bjóða þá velkomna til okkar og undirstrika þann hlýhug sem við berum til þeirra. Þeir voru mjög ánægðir með matinn og þökkuðu fyrir sig með handabandi áður en þeir gengu aftur til vinnu.“ Skipið Polar Amaroq er grænlenskt fjölveiðiskip og er við leit að loðnu hér á landi ásamt vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að skipið komi næst í land á Siglufirði með nokkuð mikið af loðnu.Hákon GuðröðarsonHalldór Jónasson, einn skipstjórinn á Polar Amaroq, segir áhöfnina auðvitað hafa verið miður sín þegar fréttir bárust af máli Birnu Brjánsdóttur. Vonaði Halldór þó að það atvik myndi ekki hafa afleiðingar fyrir aðra Grænlendinga. „Við vorum auðvitað allir slegnir og þetta tekur mjög á. Við hins vegar höldum okkar striki. Okkar skip, Polar Amaroq, landar oft og iðulega hér á Íslandi og þetta eru frábærir strákar,“ segir Halldór. Hákon vert á Hótel Hildibrand segir mikilvægt fyrir Íslendinga að taka vel á móti Grænlendingum. Það að bjóða þeim í mat hafi bara verið eðlilegur hluti af því að vera vinur vina sinna. Hann vildi sem minnst gera úr þessu góðverki. „Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því dagsdaglega hvað Grænlendingar hugsa hlýtt til okkar og bera mikla virðingu fyrir okkur Íslendingum. Því ættum við auðvitað að sýna þeim sömu virðingu til baka,“ segir Hákon. „Þeir verða að fá þá tilfinningu að þeir séu enn velkomnir hér á landi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Faðir Birnu: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns Grænlensk kona segist hafa lent í því að kallað var eftir henni á göngum Kringlunnar og Smáralindar á dögunum. 9. febrúar 2017 10:16