Efni innra með mér sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 21:30 Ginger Zee er vinsæl sjónvarpsstjarna vestan hafs. Vísir / Getty Images „Ég hafði misst alla von. Ég bara lokaðist. Það var ekki þess virði að lifa. Ég var að eyða tíma fólks,“ segir sjónvarpsstjarnan Ginger Zee, veðurfræðingur í þættinum Good Morning America, í viðtali við People. Hún bætir við að hún hafi reynt að fyrirfara sér þegar hún var 21 árs með því að taka inn allar pillurnar sem hún fann í lyfjaskápnum sínum. Þáverandi kærasti hennar kom henni til bjargar og fór með hana á sjúkrahús. Sem betur fer voru lyfin sem hún tók ekki banvæn en í kjölfarið var Ginger greind með þunglyndi. „Ég hef upplifað þunglyndi í ýmsum myndum en ég var hjálparvana og vonlaus í fyrsta sinn sem ég fann fyrir þunglyndi. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Ég týndi sjálfri mér og lífsviljanum,“ segir Ginger en hún fer ítarlega yfir sína sögu í nýju bókinni sinni, Natural Disaster: I Cover Them. I Am One. Ginger tekur sjálfu með fiðurfé í Good Morning America.Vísir / Getty Images „Þú ert ekki þess virði“ Þegar Ginger reyndi sjálfsvíg var hún nýútskrifuð frá Valparaiso-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum. Hún átti erfitt með að finna sig á vinnumarkaðinum og fannst ferillinn ekki fara í þá átt sem hún bjóst við. Hún segist hafa heyrt raddir rétt áður en hún reyndi að fyrirfara sér. „Það var örugglega eitthvað efni innra með mér sem sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér.“ Einu raddirnar sem ég heyrði sögðu: „Þú ert ekki þess virði.“,“ segir Ginger þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag og bætir við: „Það er skrýtið hvernig þetta virkar. Ég efaðist ekkert um þetta. Ég settist ekki niður og hugsaði málið. Ég bara lét slag standa. Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig hugurinn getur tekið yfir raunveruleikann og látið alla skynsemi fljúga út um gluggann. Núna, sem móðir hugsa ég um að þetta gæti verið barnið mitt. Það er ógnvekjandi.“ Ginger rabbar við Mikka Mús.Vísir / Getty Images Fann eiginmann sem dæmir ekki fortíðina Ginger lét þunglyndið ekki aftra sér og hélt áfram að sækjast eftir frama í sjónvarpi. Hún fékk starf hjá NBC-stöðinni í Chicago þegar hún var 25 ára og árið 2011 gekk hún til liðs við Good Morning America á ABC, sem þýddi að hún þurfti að flytja til New York. Það reyndist henni erfitt og þunglyndið blossaði upp á ný. Tíu dögum áður en hún hóf störf, lagðist hún inn á geðdeild. „Ég vissi að persónulega lífið mitt gæti haft áhrif á þessa frábæru vinnu og tækifæri. Í fyrsta sinn í langan tíma langaði mig að lifa og ég vissi það,“ segir Ginger og bætir við að hún hafi kynnst sálfræðingi á þessum tíma sem hún fer enn til. Ginger er afar þakklát fyrir stuðningsnet sitt, sérstaklega móður sinni Dawn og eiginmanni sínum Ben Aaron. „Ég er svo heppin að hafa fundið eiginmann sem dæmir ekki fortíð mína,“ segir Ginger, en þau Aaron gengu í það heilaga árið 2014. Þau eiga soninn Adrian sem verður tveggja ára á næstunni og eiga von á öðrum syni sem væntanlegur er í heiminn í febrúar. Ginger segir móðurhlutverkið hafa hjálpað henni að berjast við sína djöfla. „Núna einblíni ég ekki bara á sjálfa mig heldur á að gera fjölskyldu mína hamingjusama. Ég þarf að kljást við hluti sem eru stærri en vandamálin mín. Það hefur hjálpað mikið. Að vera móður hefur hjálpað gríðarlega mikið.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun People um Ginger: Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Ég hafði misst alla von. Ég bara lokaðist. Það var ekki þess virði að lifa. Ég var að eyða tíma fólks,“ segir sjónvarpsstjarnan Ginger Zee, veðurfræðingur í þættinum Good Morning America, í viðtali við People. Hún bætir við að hún hafi reynt að fyrirfara sér þegar hún var 21 árs með því að taka inn allar pillurnar sem hún fann í lyfjaskápnum sínum. Þáverandi kærasti hennar kom henni til bjargar og fór með hana á sjúkrahús. Sem betur fer voru lyfin sem hún tók ekki banvæn en í kjölfarið var Ginger greind með þunglyndi. „Ég hef upplifað þunglyndi í ýmsum myndum en ég var hjálparvana og vonlaus í fyrsta sinn sem ég fann fyrir þunglyndi. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Ég týndi sjálfri mér og lífsviljanum,“ segir Ginger en hún fer ítarlega yfir sína sögu í nýju bókinni sinni, Natural Disaster: I Cover Them. I Am One. Ginger tekur sjálfu með fiðurfé í Good Morning America.Vísir / Getty Images „Þú ert ekki þess virði“ Þegar Ginger reyndi sjálfsvíg var hún nýútskrifuð frá Valparaiso-háskóla í Indiana í Bandaríkjunum. Hún átti erfitt með að finna sig á vinnumarkaðinum og fannst ferillinn ekki fara í þá átt sem hún bjóst við. Hún segist hafa heyrt raddir rétt áður en hún reyndi að fyrirfara sér. „Það var örugglega eitthvað efni innra með mér sem sagði: „Þú þarft að fyrirfara þér.“ Einu raddirnar sem ég heyrði sögðu: „Þú ert ekki þess virði.“,“ segir Ginger þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag og bætir við: „Það er skrýtið hvernig þetta virkar. Ég efaðist ekkert um þetta. Ég settist ekki niður og hugsaði málið. Ég bara lét slag standa. Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig hugurinn getur tekið yfir raunveruleikann og látið alla skynsemi fljúga út um gluggann. Núna, sem móðir hugsa ég um að þetta gæti verið barnið mitt. Það er ógnvekjandi.“ Ginger rabbar við Mikka Mús.Vísir / Getty Images Fann eiginmann sem dæmir ekki fortíðina Ginger lét þunglyndið ekki aftra sér og hélt áfram að sækjast eftir frama í sjónvarpi. Hún fékk starf hjá NBC-stöðinni í Chicago þegar hún var 25 ára og árið 2011 gekk hún til liðs við Good Morning America á ABC, sem þýddi að hún þurfti að flytja til New York. Það reyndist henni erfitt og þunglyndið blossaði upp á ný. Tíu dögum áður en hún hóf störf, lagðist hún inn á geðdeild. „Ég vissi að persónulega lífið mitt gæti haft áhrif á þessa frábæru vinnu og tækifæri. Í fyrsta sinn í langan tíma langaði mig að lifa og ég vissi það,“ segir Ginger og bætir við að hún hafi kynnst sálfræðingi á þessum tíma sem hún fer enn til. Ginger er afar þakklát fyrir stuðningsnet sitt, sérstaklega móður sinni Dawn og eiginmanni sínum Ben Aaron. „Ég er svo heppin að hafa fundið eiginmann sem dæmir ekki fortíð mína,“ segir Ginger, en þau Aaron gengu í það heilaga árið 2014. Þau eiga soninn Adrian sem verður tveggja ára á næstunni og eiga von á öðrum syni sem væntanlegur er í heiminn í febrúar. Ginger segir móðurhlutverkið hafa hjálpað henni að berjast við sína djöfla. „Núna einblíni ég ekki bara á sjálfa mig heldur á að gera fjölskyldu mína hamingjusama. Ég þarf að kljást við hluti sem eru stærri en vandamálin mín. Það hefur hjálpað mikið. Að vera móður hefur hjálpað gríðarlega mikið.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun People um Ginger:
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira