Ekkert úrræði til staðar fyrir karlmenn Sæunn Gísladóttir skrifar 11. maí 2017 07:00 Bjarkarhlíð tók til starfa í mars. „Við finnum fyrir þörfinni, við fáum reglulega símtöl og karlmenn í viðtöl sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og hafa í ekkert athvarf að sækja. Oft eru þeir með börn á sínum snærum og þurfa að yfirgefa heimilið með þau en hafa jafnvel í engin hús að venda. Okkur þykir erfitt að geta ekki bent þeim á nein úrræði nema félagsþjónustuna.“ Þetta segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Fyrirspurnir um skjól bárust í þessari viku þar sem karlmaður þurfti að flýja heimili sitt, ásamt börnum sínum, vegna ofbeldis. „Bjarkarhlíð er ekki athvarf heldur staður þar sem fullorðnir geta fengið aðstoð við að vinna úr afleiðingum ofbeldis. Karlmenn sem búa við heimilisofbeldi eða eru þolendur mansals eru í erfiðri stöðu þar sem ekkert athvarf er til fyrir þá og því geta þeir síður yfirgefið ofbeldisfullar aðstæður inni á heimilum sínum og sitja því fastir, oft ásamt börnum sínum.“ Bjarkarhlíð býður þolendum ofbeldis aðstoð til þess að vinna úr afleiðingum ofbeldis, óháð kyni. Bjarkarhlíð er hins vegar ekki staður þar sem fólk getur dvalið sé það að flýja ofbeldi á heimili sínu.Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Mynd/HIHHildur Guðmundsdóttir, vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að það sé ekki algengt en það komi upp að karlar leiti til athvarfsins. „Við tölum við karla í síma og reynum að aðstoða þá, en þeir eru ekki að koma hingað í viðtal og ekki í dvöl, það er ekki í boði. Maður hefur reynt að veita þeim stuðning. Við höfum verið hér í mörg ár og það hafa ekki verið margir sem eru í sambandi en þeir náttúrulega eiga ekki athvarf,“ segir hún. Hildur bendir á að á sínum tíma þegar Kvennaathvarfið var stofnað hafi það verið konur sem tóku sig saman og gerðu það. Karlmenn hafi þann sama möguleika. Að hennar mati væri það einn möguleiki ef til væri grasrót. „Ef þeir þurfa að flýja heimili út af heimilisofbeldi og lögreglan kemur þá er það bara gistiheimilið sem karlmenn hafa núna og það er þá spurning hvort félagsþjónustan geti hlaupið þar undir bagga,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Við finnum fyrir þörfinni, við fáum reglulega símtöl og karlmenn í viðtöl sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og hafa í ekkert athvarf að sækja. Oft eru þeir með börn á sínum snærum og þurfa að yfirgefa heimilið með þau en hafa jafnvel í engin hús að venda. Okkur þykir erfitt að geta ekki bent þeim á nein úrræði nema félagsþjónustuna.“ Þetta segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Fyrirspurnir um skjól bárust í þessari viku þar sem karlmaður þurfti að flýja heimili sitt, ásamt börnum sínum, vegna ofbeldis. „Bjarkarhlíð er ekki athvarf heldur staður þar sem fullorðnir geta fengið aðstoð við að vinna úr afleiðingum ofbeldis. Karlmenn sem búa við heimilisofbeldi eða eru þolendur mansals eru í erfiðri stöðu þar sem ekkert athvarf er til fyrir þá og því geta þeir síður yfirgefið ofbeldisfullar aðstæður inni á heimilum sínum og sitja því fastir, oft ásamt börnum sínum.“ Bjarkarhlíð býður þolendum ofbeldis aðstoð til þess að vinna úr afleiðingum ofbeldis, óháð kyni. Bjarkarhlíð er hins vegar ekki staður þar sem fólk getur dvalið sé það að flýja ofbeldi á heimili sínu.Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Mynd/HIHHildur Guðmundsdóttir, vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að það sé ekki algengt en það komi upp að karlar leiti til athvarfsins. „Við tölum við karla í síma og reynum að aðstoða þá, en þeir eru ekki að koma hingað í viðtal og ekki í dvöl, það er ekki í boði. Maður hefur reynt að veita þeim stuðning. Við höfum verið hér í mörg ár og það hafa ekki verið margir sem eru í sambandi en þeir náttúrulega eiga ekki athvarf,“ segir hún. Hildur bendir á að á sínum tíma þegar Kvennaathvarfið var stofnað hafi það verið konur sem tóku sig saman og gerðu það. Karlmenn hafi þann sama möguleika. Að hennar mati væri það einn möguleiki ef til væri grasrót. „Ef þeir þurfa að flýja heimili út af heimilisofbeldi og lögreglan kemur þá er það bara gistiheimilið sem karlmenn hafa núna og það er þá spurning hvort félagsþjónustan geti hlaupið þar undir bagga,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira