Hægt að vísa hælisleitendum úr landi strax að loknu fyrsta viðtali Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. september 2017 20:00 Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar. Eitt ákvæða hinnar nýju reglugerðar veitir Útlendingastofnun heimild til að taka ákvarðanir í svokölluðum forgangsmálum strax að loknu fyrsta viðtali og án samhliða skriflegs rökstuðnings. Til slíkra forgangsmála teljast umsóknir sem eru taldar bersýnilega tilhæfulausar, en með tilhæfulausum umsóknum er helst átt við umsóknir einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum upprunaríkjum. Það sem af er ári hafa um 40-45% hælisumsækjenda hér á landi verið frá einhverju hinna svokölluðu öruggu ríkja og falla umsóknir þeirra því í flokk hinna tilhæfulausu. Á síðsumarmánuðum hefur hlutfallið þó verið mun hærra, en í júlí voru um 70% umsækjenda frá skilgreindu öruggu ríki. Þetta skýrist þó helst af því að Georgíu var bætt á lista öruggra upprunaríkja um miðjan júnímánuð, en helmingur allra hælisumsækjenda í júlí voru Georgíumenn. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða Krossinum setur spurningamerki við notkun listans og bendir á að Útlendingastofnun hafi mjög frjálsar hendur þegar kemur að uppsetningu listans. Með reglugerðinni er aftur á móti einnig dregið úr þjónustu við hælisleitendur sem hafa dregið umsóknir sínar til baka eða fengið við þeim synjun. Í slíkum tilfellum er bæði heimilt að fella niður þjónustu til hælisleitenda sem og að hætta að greiða þeim framfærslufé. Dómsmálaráðherra segir þetta eðlilega breytingu og telur ekki hættu á að hælisumsækjendur standi aura- og húsnæðislausir eftir hér á landi eftir að umsóknum þeirra er hafnað. Þannig hafi yfirvöld nú rýmri heimildir til að beita brottvísunum og endurkomubanni, sem séu til þess fallin að leysa vandann. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar. Eitt ákvæða hinnar nýju reglugerðar veitir Útlendingastofnun heimild til að taka ákvarðanir í svokölluðum forgangsmálum strax að loknu fyrsta viðtali og án samhliða skriflegs rökstuðnings. Til slíkra forgangsmála teljast umsóknir sem eru taldar bersýnilega tilhæfulausar, en með tilhæfulausum umsóknum er helst átt við umsóknir einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum upprunaríkjum. Það sem af er ári hafa um 40-45% hælisumsækjenda hér á landi verið frá einhverju hinna svokölluðu öruggu ríkja og falla umsóknir þeirra því í flokk hinna tilhæfulausu. Á síðsumarmánuðum hefur hlutfallið þó verið mun hærra, en í júlí voru um 70% umsækjenda frá skilgreindu öruggu ríki. Þetta skýrist þó helst af því að Georgíu var bætt á lista öruggra upprunaríkja um miðjan júnímánuð, en helmingur allra hælisumsækjenda í júlí voru Georgíumenn. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða Krossinum setur spurningamerki við notkun listans og bendir á að Útlendingastofnun hafi mjög frjálsar hendur þegar kemur að uppsetningu listans. Með reglugerðinni er aftur á móti einnig dregið úr þjónustu við hælisleitendur sem hafa dregið umsóknir sínar til baka eða fengið við þeim synjun. Í slíkum tilfellum er bæði heimilt að fella niður þjónustu til hælisleitenda sem og að hætta að greiða þeim framfærslufé. Dómsmálaráðherra segir þetta eðlilega breytingu og telur ekki hættu á að hælisumsækjendur standi aura- og húsnæðislausir eftir hér á landi eftir að umsóknum þeirra er hafnað. Þannig hafi yfirvöld nú rýmri heimildir til að beita brottvísunum og endurkomubanni, sem séu til þess fallin að leysa vandann.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent