Hægt að vísa hælisleitendum úr landi strax að loknu fyrsta viðtali Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. september 2017 20:00 Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar. Eitt ákvæða hinnar nýju reglugerðar veitir Útlendingastofnun heimild til að taka ákvarðanir í svokölluðum forgangsmálum strax að loknu fyrsta viðtali og án samhliða skriflegs rökstuðnings. Til slíkra forgangsmála teljast umsóknir sem eru taldar bersýnilega tilhæfulausar, en með tilhæfulausum umsóknum er helst átt við umsóknir einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum upprunaríkjum. Það sem af er ári hafa um 40-45% hælisumsækjenda hér á landi verið frá einhverju hinna svokölluðu öruggu ríkja og falla umsóknir þeirra því í flokk hinna tilhæfulausu. Á síðsumarmánuðum hefur hlutfallið þó verið mun hærra, en í júlí voru um 70% umsækjenda frá skilgreindu öruggu ríki. Þetta skýrist þó helst af því að Georgíu var bætt á lista öruggra upprunaríkja um miðjan júnímánuð, en helmingur allra hælisumsækjenda í júlí voru Georgíumenn. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða Krossinum setur spurningamerki við notkun listans og bendir á að Útlendingastofnun hafi mjög frjálsar hendur þegar kemur að uppsetningu listans. Með reglugerðinni er aftur á móti einnig dregið úr þjónustu við hælisleitendur sem hafa dregið umsóknir sínar til baka eða fengið við þeim synjun. Í slíkum tilfellum er bæði heimilt að fella niður þjónustu til hælisleitenda sem og að hætta að greiða þeim framfærslufé. Dómsmálaráðherra segir þetta eðlilega breytingu og telur ekki hættu á að hælisumsækjendur standi aura- og húsnæðislausir eftir hér á landi eftir að umsóknum þeirra er hafnað. Þannig hafi yfirvöld nú rýmri heimildir til að beita brottvísunum og endurkomubanni, sem séu til þess fallin að leysa vandann. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar. Eitt ákvæða hinnar nýju reglugerðar veitir Útlendingastofnun heimild til að taka ákvarðanir í svokölluðum forgangsmálum strax að loknu fyrsta viðtali og án samhliða skriflegs rökstuðnings. Til slíkra forgangsmála teljast umsóknir sem eru taldar bersýnilega tilhæfulausar, en með tilhæfulausum umsóknum er helst átt við umsóknir einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum upprunaríkjum. Það sem af er ári hafa um 40-45% hælisumsækjenda hér á landi verið frá einhverju hinna svokölluðu öruggu ríkja og falla umsóknir þeirra því í flokk hinna tilhæfulausu. Á síðsumarmánuðum hefur hlutfallið þó verið mun hærra, en í júlí voru um 70% umsækjenda frá skilgreindu öruggu ríki. Þetta skýrist þó helst af því að Georgíu var bætt á lista öruggra upprunaríkja um miðjan júnímánuð, en helmingur allra hælisumsækjenda í júlí voru Georgíumenn. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða Krossinum setur spurningamerki við notkun listans og bendir á að Útlendingastofnun hafi mjög frjálsar hendur þegar kemur að uppsetningu listans. Með reglugerðinni er aftur á móti einnig dregið úr þjónustu við hælisleitendur sem hafa dregið umsóknir sínar til baka eða fengið við þeim synjun. Í slíkum tilfellum er bæði heimilt að fella niður þjónustu til hælisleitenda sem og að hætta að greiða þeim framfærslufé. Dómsmálaráðherra segir þetta eðlilega breytingu og telur ekki hættu á að hælisumsækjendur standi aura- og húsnæðislausir eftir hér á landi eftir að umsóknum þeirra er hafnað. Þannig hafi yfirvöld nú rýmri heimildir til að beita brottvísunum og endurkomubanni, sem séu til þess fallin að leysa vandann.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira