Hægt að vísa hælisleitendum úr landi strax að loknu fyrsta viðtali Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. september 2017 20:00 Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar. Eitt ákvæða hinnar nýju reglugerðar veitir Útlendingastofnun heimild til að taka ákvarðanir í svokölluðum forgangsmálum strax að loknu fyrsta viðtali og án samhliða skriflegs rökstuðnings. Til slíkra forgangsmála teljast umsóknir sem eru taldar bersýnilega tilhæfulausar, en með tilhæfulausum umsóknum er helst átt við umsóknir einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum upprunaríkjum. Það sem af er ári hafa um 40-45% hælisumsækjenda hér á landi verið frá einhverju hinna svokölluðu öruggu ríkja og falla umsóknir þeirra því í flokk hinna tilhæfulausu. Á síðsumarmánuðum hefur hlutfallið þó verið mun hærra, en í júlí voru um 70% umsækjenda frá skilgreindu öruggu ríki. Þetta skýrist þó helst af því að Georgíu var bætt á lista öruggra upprunaríkja um miðjan júnímánuð, en helmingur allra hælisumsækjenda í júlí voru Georgíumenn. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða Krossinum setur spurningamerki við notkun listans og bendir á að Útlendingastofnun hafi mjög frjálsar hendur þegar kemur að uppsetningu listans. Með reglugerðinni er aftur á móti einnig dregið úr þjónustu við hælisleitendur sem hafa dregið umsóknir sínar til baka eða fengið við þeim synjun. Í slíkum tilfellum er bæði heimilt að fella niður þjónustu til hælisleitenda sem og að hætta að greiða þeim framfærslufé. Dómsmálaráðherra segir þetta eðlilega breytingu og telur ekki hættu á að hælisumsækjendur standi aura- og húsnæðislausir eftir hér á landi eftir að umsóknum þeirra er hafnað. Þannig hafi yfirvöld nú rýmri heimildir til að beita brottvísunum og endurkomubanni, sem séu til þess fallin að leysa vandann. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Dregið verður úr þjónustu á borð við húsnæði og framfærslufé til hælisumsækjenda sem koma frá ríkjum sem skilgreind eru sem örugg, samkvæmt nýrri breytingarreglugerð sem tók gildi um síðustu mánaðamót. Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir markmiðið að flýta málsmeðferð til muna, en Rauði krossinn gagnýnir breytingarnar. Eitt ákvæða hinnar nýju reglugerðar veitir Útlendingastofnun heimild til að taka ákvarðanir í svokölluðum forgangsmálum strax að loknu fyrsta viðtali og án samhliða skriflegs rökstuðnings. Til slíkra forgangsmála teljast umsóknir sem eru taldar bersýnilega tilhæfulausar, en með tilhæfulausum umsóknum er helst átt við umsóknir einstaklinga sem koma frá skilgreindum öruggum upprunaríkjum. Það sem af er ári hafa um 40-45% hælisumsækjenda hér á landi verið frá einhverju hinna svokölluðu öruggu ríkja og falla umsóknir þeirra því í flokk hinna tilhæfulausu. Á síðsumarmánuðum hefur hlutfallið þó verið mun hærra, en í júlí voru um 70% umsækjenda frá skilgreindu öruggu ríki. Þetta skýrist þó helst af því að Georgíu var bætt á lista öruggra upprunaríkja um miðjan júnímánuð, en helmingur allra hælisumsækjenda í júlí voru Georgíumenn. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða Krossinum setur spurningamerki við notkun listans og bendir á að Útlendingastofnun hafi mjög frjálsar hendur þegar kemur að uppsetningu listans. Með reglugerðinni er aftur á móti einnig dregið úr þjónustu við hælisleitendur sem hafa dregið umsóknir sínar til baka eða fengið við þeim synjun. Í slíkum tilfellum er bæði heimilt að fella niður þjónustu til hælisleitenda sem og að hætta að greiða þeim framfærslufé. Dómsmálaráðherra segir þetta eðlilega breytingu og telur ekki hættu á að hælisumsækjendur standi aura- og húsnæðislausir eftir hér á landi eftir að umsóknum þeirra er hafnað. Þannig hafi yfirvöld nú rýmri heimildir til að beita brottvísunum og endurkomubanni, sem séu til þess fallin að leysa vandann.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira