Skemmdarverk unnin á heimili villikatta Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 21:30 Rúður voru brotnar, hurð spennt upp og kettirnir dauðhræddir. Aðsent Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á tímabundnu heimili nokkurra katta, sem samtökin Villikettir hafa lengi haft á sínum snærum. Rúður voru brotnar og hurð spennt upp en fimm kettir eru nú týndir. Samtökin greindu frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og sögðu aðkomuna á svæðinu skelfilega. Fulltrúar samtakanna gerðu sér ferð í húsið í dag en ætlunin var að sækja þangað 6 ketti. Á tímabili höfðust um 70-80 kettir við í húsinu við slæmar aðstæður. Í samtali við Vísi sagði Arndís Kjartansdóttir, ritari í stjórn Villikatta, að hræðilegt hafi verið um að litast á svæðinu. „Við vissum ekkert af þessu. Við ætluðum að sækja þarna 6 kisur og höfum verið að nota þetta húsnæði sem algjört millibil. Við erum búnar að sækja 67 kisur og erum bara alveg að drukkna.“Arndís Kjartansdóttir, ritari Villikatta, furðar sig á því að fólk skuli vinna skemmdarverk á heimili saklausra katta.Arndís KjartansdóttirSamtökin fengin til að bjarga rúmlega 70 köttum Að sögn Arndísar er forsaga málsins sú að á heimili nokkru hafi komið upp mikil veikindi og heimilismenn verið í þann mund að missa húsnæði sitt. Í kjölfarið hafi þeir ekki treyst sér til að sjá um kettina sína. Staðsetningu er ekki hægt að gefa upp af trúnaðarástæðum en viðeigandi sveitarfélag bað samtökin Villiketti um aðstoð við björgun kattanna. Í fyrstu var haldið að um 30 ketti væri að ræða en fljótt kom í ljós að fjöldinn var nær 80. Villikettir hafa nú bjargað 67 þeirra katta sem héldu til í húsinu en í dag átti að sækja þá sem eftir voru. „Þegar við komum voru allar rúður brotnar og búið að brjóta upp hurðina og henni var svona hallað aftur með spýtu þegar við komum. Það áttu að vera sex kisur inni en þær voru tvær, hinar hafa allar farið út,“ segir Arndís. „Þetta hefur verið svakalegt áfall fyrir þær. Við náðum annarri í búr en hin slapp út um brotna rúðu. Þær eru þá fimm einhvers staðar úti sem vonandi rata heim til sín.“Ekki vitað hverjir voru að verkiArndís segist ekki hafa neina hugmynd um hverjir hafa verið að verki en húsið er inni á læstu svæði. Hún segir þó að eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu en rannsókn málsins er nú í höndum lögreglu. Arndís telur að þeir sem brutust inn í húsið hafi líklega vitað að þarna byggju hrædd og óörugg dýr. Hún hefur enn fremur áhyggjur af afdrifum kattanna. „Það er auðvitað verst fyrir okkur að missa dýrin. Kannski eru þau slösuð eftir glerbrotin, maður veit það ekki,“ segir Arndís. Leit að köttunum sem sluppu hófst strax í dag en hún hefur enn sem komið er ekki borið árangur. Arndís og meðstjórnendur hennar í Villiköttum láta þó engan bilbug á sér finna. „Við hættum ekkert fyrr en við erum búin að finna þá.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á tímabundnu heimili nokkurra katta, sem samtökin Villikettir hafa lengi haft á sínum snærum. Rúður voru brotnar og hurð spennt upp en fimm kettir eru nú týndir. Samtökin greindu frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og sögðu aðkomuna á svæðinu skelfilega. Fulltrúar samtakanna gerðu sér ferð í húsið í dag en ætlunin var að sækja þangað 6 ketti. Á tímabili höfðust um 70-80 kettir við í húsinu við slæmar aðstæður. Í samtali við Vísi sagði Arndís Kjartansdóttir, ritari í stjórn Villikatta, að hræðilegt hafi verið um að litast á svæðinu. „Við vissum ekkert af þessu. Við ætluðum að sækja þarna 6 kisur og höfum verið að nota þetta húsnæði sem algjört millibil. Við erum búnar að sækja 67 kisur og erum bara alveg að drukkna.“Arndís Kjartansdóttir, ritari Villikatta, furðar sig á því að fólk skuli vinna skemmdarverk á heimili saklausra katta.Arndís KjartansdóttirSamtökin fengin til að bjarga rúmlega 70 köttum Að sögn Arndísar er forsaga málsins sú að á heimili nokkru hafi komið upp mikil veikindi og heimilismenn verið í þann mund að missa húsnæði sitt. Í kjölfarið hafi þeir ekki treyst sér til að sjá um kettina sína. Staðsetningu er ekki hægt að gefa upp af trúnaðarástæðum en viðeigandi sveitarfélag bað samtökin Villiketti um aðstoð við björgun kattanna. Í fyrstu var haldið að um 30 ketti væri að ræða en fljótt kom í ljós að fjöldinn var nær 80. Villikettir hafa nú bjargað 67 þeirra katta sem héldu til í húsinu en í dag átti að sækja þá sem eftir voru. „Þegar við komum voru allar rúður brotnar og búið að brjóta upp hurðina og henni var svona hallað aftur með spýtu þegar við komum. Það áttu að vera sex kisur inni en þær voru tvær, hinar hafa allar farið út,“ segir Arndís. „Þetta hefur verið svakalegt áfall fyrir þær. Við náðum annarri í búr en hin slapp út um brotna rúðu. Þær eru þá fimm einhvers staðar úti sem vonandi rata heim til sín.“Ekki vitað hverjir voru að verkiArndís segist ekki hafa neina hugmynd um hverjir hafa verið að verki en húsið er inni á læstu svæði. Hún segir þó að eftirlitsmyndavélar séu á svæðinu en rannsókn málsins er nú í höndum lögreglu. Arndís telur að þeir sem brutust inn í húsið hafi líklega vitað að þarna byggju hrædd og óörugg dýr. Hún hefur enn fremur áhyggjur af afdrifum kattanna. „Það er auðvitað verst fyrir okkur að missa dýrin. Kannski eru þau slösuð eftir glerbrotin, maður veit það ekki,“ segir Arndís. Leit að köttunum sem sluppu hófst strax í dag en hún hefur enn sem komið er ekki borið árangur. Arndís og meðstjórnendur hennar í Villiköttum láta þó engan bilbug á sér finna. „Við hættum ekkert fyrr en við erum búin að finna þá.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent