Yfirmaður kanadískrar flugsveitar safnaði fyrir Umhyggju Benedikt Bóas skrifar 14. júní 2017 09:00 William Mitchell, undirofursti í kanadíska flughernum, hleypur eftir Reykjanesbrautinni. Landhelgisgæslan Í gær hljóp William Mitchell, undirofursti í kanadíska flughernum og yfirmaður flugsveitarinnar sem sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, 46 kílómetra leið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Mitchell, sem er bæði flugmaður CF-18-orrustuþotu og langhlaupari, vildi með hlaupinu safna fé fyrir Umhyggju, félag langveikra barna, og stefndi flugsveitin að því að safna 1.500 kanadískum dollurum, um 114 þúsund krónum. Verður söfnunarféð afhent fulltrúum Umhyggju á föstudag. Enn er ekki komið í ljós hve mikið safnaðist en allt bendir til að takmarkið hafi náðst, segir í tilkynningu. „Hlaupið var býsna erfitt en þetta var samt algerlega einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda. Ég er sannfærður um að söfnunarféð renni til einstaklega góðs málefnis en ég er líka vongóður um að þetta framtak verði til að vekja athygli á þeim stuðningi sem Umhyggja getur veitt fjölskyldum sem þurfa á slíku að halda. Það er afar mikilvægt að láta gott af sér leiða og aðstoða þegar maður getur og ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til þess,“ sagði undirofurstinn, sem lauk hlaupinu á fjórum klukkustundum, þrjátíu mínútum og 33 sekúndum. Frá því um miðjan maí hafa um 180 liðsmenn flugsveitar úr kanadíska flughernum haft aðsetur á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli með sex CF-18 Hornet orrustuþotur. „Við höfum fengið mjög góðar móttökur hjá Keflvíkingum og liðsmenn okkar hafa notið fádæma gestrisni um allt land. Við vildum sýna þakklæti okkar í verki með því að gefa samfélaginu eitthvað til baka og því hafa liðsmenn sveitarinnar safnað fé fyrir Umhyggju.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Í gær hljóp William Mitchell, undirofursti í kanadíska flughernum og yfirmaður flugsveitarinnar sem sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, 46 kílómetra leið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Mitchell, sem er bæði flugmaður CF-18-orrustuþotu og langhlaupari, vildi með hlaupinu safna fé fyrir Umhyggju, félag langveikra barna, og stefndi flugsveitin að því að safna 1.500 kanadískum dollurum, um 114 þúsund krónum. Verður söfnunarféð afhent fulltrúum Umhyggju á föstudag. Enn er ekki komið í ljós hve mikið safnaðist en allt bendir til að takmarkið hafi náðst, segir í tilkynningu. „Hlaupið var býsna erfitt en þetta var samt algerlega einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda. Ég er sannfærður um að söfnunarféð renni til einstaklega góðs málefnis en ég er líka vongóður um að þetta framtak verði til að vekja athygli á þeim stuðningi sem Umhyggja getur veitt fjölskyldum sem þurfa á slíku að halda. Það er afar mikilvægt að láta gott af sér leiða og aðstoða þegar maður getur og ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til þess,“ sagði undirofurstinn, sem lauk hlaupinu á fjórum klukkustundum, þrjátíu mínútum og 33 sekúndum. Frá því um miðjan maí hafa um 180 liðsmenn flugsveitar úr kanadíska flughernum haft aðsetur á öryggissvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli með sex CF-18 Hornet orrustuþotur. „Við höfum fengið mjög góðar móttökur hjá Keflvíkingum og liðsmenn okkar hafa notið fádæma gestrisni um allt land. Við vildum sýna þakklæti okkar í verki með því að gefa samfélaginu eitthvað til baka og því hafa liðsmenn sveitarinnar safnað fé fyrir Umhyggju.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira