Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 19:00 Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira