Um er að ræða aðlögun á samnefndri skáldsögu Oscar Wildes sem kom fyrst út í tímaritinu Lippincott’s monthly Magazine árið 1890 en var síðan gefin út 1891. Þetta var jafnframt eina skáldsagan sem Wilde gaf út á ferlinum.
Það sem helst vekur athygli í erlendum fjölmiðlum er það að í meðförum St.Vincent verður aðalpersóna sögunnar kona og bíða margir spenntir eftir því hvernig viðtökurnar verða á kvenkyns Dorian Gray sem í sögunni er heltekinn af fegurðinni, fegurðarinnar vegna.

St. Vincent er ekki með öllu ókunnug kvikmyndaleikstjórn því fyrr á þessu ári leikstýrði hún hryllingsmyndinni XX ásamt leikstjórunum Melanie Lyndskey, Joe Swanberg og Sheilu Vand. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance.
David Birke skrifar handritið og fær það hlutverk að aðlaga skáldverkið að kvikmynd. The Picture of Dorian Gray skipar mikilvægan sess innan gæðakerfis bókmenntanna en bókin þykir snerta á ýmsum siðferðilegum álitamálum. Oscar Wilde er einn litríkasti rithöfundur Breta á síðari hluta 19. aldar og er löngum þekktur fyrir hnyttin tilsvör og ýmis spakmæli sem eru eignuð honum.
