Féll kylliflöt fyrir djassinum Elín Albertsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 10:00 Anna Gréta Sigurðardóttir hefur mikið að gera í djasstónlistinni þótt ung sé að árum. MYND/Magnus Andersen Hinn snjalli djasspíanisti Anna Gréta Sigurðardóttir ferðast nú um landið ásamt frænda sínum, Sölva Kolbeinssyni. Þessir ungu tónlistarmenn flytja eigin djass undir undir þjóðlagaáhrifum. Anna Gréta hlaut titilinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og frændi hennar, Sölvi, fékk sama titil ári síðar. Saman hafa þau unnið við eigin tónsmíðar sem þau flytja nú á hringferð sinni um landið. Í fyrrakvöld komu þau fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í gærkvöldi voru þau á Hvammstanga. Síðan heldur ferðin áfram um Norður- og Austurland. „Við endum þessa tónleikaferð í Hannesarholti næsta laugardag,“ segir Anna Gréta. „Það er einstaklega skemmtilegt að leika tónlist þar, flygillinn æðislegur og hljómurinn svo fallegur,“ bætir hún við. „Okkur finnst rosalega skemmtilegt að ferðast um landið. Við erum eingöngu með frumsamið efni sem við höfum samið í sitt hvoru lagi eða saman. Útsetningar hafa sömuleiðis verið í okkar höndum. Þetta eru spunaútgáfur í djassútsetningu undir einhverjum þjóðlagaáhrifum. Sölvi er saxófónleikari og ég spila á píanó,“ útskýrir Anna Gréta. Frændsystkini á ferð Þau frændsystkinin vissu alltaf um hæfileika hvort annars. Þau fóru þó ekki að spila saman fyrr en þau hófu nám í Tónlistarskóla FÍH. „Ég var 17 ára og hann 15. Við vorum saman í hljómsveit sem nefndist Gaukshreiðrið og tókum meðal annars þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla. Síðan höfum við tekið þátt í hinum og þessum verkefnum. Ég er í framhaldsnámi í Stokkhólmi og hann í Berlín. Fyrir ári ákváðum við að stofna dúett og halda eigin tónleika. Okkur var boðið að taka þátt í Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Umeå í Svíþjóð í október sem var mjög skemmtilegt. Við fengum frábæra dóma og góðar blaðaumsagnir,“ segir Anna Gréta sem er mikill hlaupari. Hún hefur hlaupið hálft maraþon en ákvað að sleppa því núna. „Ég hleyp til að hreinsa hausinn en er ekkert sérstaklega öguð núna.“ Það er mikill tónlistaráhugi í fjölskyldu Önnu. Faðir hennar er Sigurður Flosason saxófónleikari. Þau feðgin hafa oft leikið saman, meðal annars á Freyjujazzi í Listasafni Íslands í apríl. Þar tóku þau fyrir tónsmíðar kvenna á borð við Joni Mitchell og Cörlu Bley.Djassinn alla daga Það er ekki algengt að Íslendingar leggi fyrir sig djasspíanónám. Anna Gréta segir að hún hafi byrjað í klassísku píanónámi þegar hún var átta ára. „Þá hafði ég engan áhuga á djassi þótt pabbi minn væri á kafi í honum. Þegar ég var fjórtán ára uppgötvaði ég að klassíkin ætti eiginlega ekki samleið með mér. Þá fór ég að spila meira eftir eyranu, spila popplög og lög sem mér þóttu skemmtileg. Síðan fór ég í FÍH og þar kynntist ég djassinum fyrir alvöru og féll fyrir honum. Það er algjör lúxus að læra og starfa við það sem manni finnst skemmtilegast að gera. Núna er ég á kafi í djassinum og það eru margir áhrifavaldar sem ég lít til. Til dæmis er Keith Jarrett í miklu uppáhaldi um þessar mundir,“ segir Anna Gréta.Frændsystkinin Anna Gréta og Sölvi ferðast um landið með eigin tónlist.MYND/Hans VeraAnna Gréta og Stína Ágústsdóttir söngkona hafa unnið mikið saman í Svíþjóð þar sem þær eru báðar búsettar. Þær hafa verið með tónleika þar sem flutt er meðal annars djössuð útgáfa af lögum Bjarkar Guðmundsdóttur. Tónleikunum hefur verið mjög vel tekið af Svíum. „Við Stína höfum unnið mikið saman og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt. Þetta hafa verið alls konar verkefni, bæði hér heima og úti. Við munum örugglega halda því áfram í vetur.“Næg verkefni Fyrir utan tónlistina hefur Anna Gréta gaman af því að elda góðan mat og prófa nýja rétti. „Ég bý til alls konar grænmetisrétti og elda fisk ef hann er í boði. Það er ekki auðvelt að fá ferskan fisk í Stokkhólmi,“ segir Anna sem hefur sömuleiðis áhuga á líkamsrækt, sérstaklega hlaupum og jóga. „Stundum finnst mér æðislegt að slappa bara af og njóta lífsins.“ Hún segist kunna vel við sig í Svíþjóð. „Stokkhólmur er æðisleg borg og skólinn minn er frábær. Það er gott að búa í Svíþjóð og ég hef ekki hug á að flytja heim eftir námið. Ég hef verið að skapa mér tengslanet í tónlistinni og hef víða komið fram með bigbandi auk alls kyns tilfallandi verkefna sem hafa komið upp í hendurnar á mér. Ég er þegar bókuð á nokkra tónleika í september og október. Meðal annars verð ég á Djasshátíðinni í Stokkhólmi,“ segir Anna Gréta og bætir við að hún hafi einnig tekið að sér kennsluverkefni á Álandseyjum í október. „Það bíða mín því nokkur ferðalög,“ segir hún. „Ég hef verið heppin, það er alltaf nóg að gera í tónlistinni.“ Þeir sem vilja hlusta á frændsystkinin leika tónlistina sína geta séð hvar þau eru á landinu með því að kalla upp á Facebook: Tónleikar Önnu og Sölva. Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Hinn snjalli djasspíanisti Anna Gréta Sigurðardóttir ferðast nú um landið ásamt frænda sínum, Sölva Kolbeinssyni. Þessir ungu tónlistarmenn flytja eigin djass undir undir þjóðlagaáhrifum. Anna Gréta hlaut titilinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og frændi hennar, Sölvi, fékk sama titil ári síðar. Saman hafa þau unnið við eigin tónsmíðar sem þau flytja nú á hringferð sinni um landið. Í fyrrakvöld komu þau fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í gærkvöldi voru þau á Hvammstanga. Síðan heldur ferðin áfram um Norður- og Austurland. „Við endum þessa tónleikaferð í Hannesarholti næsta laugardag,“ segir Anna Gréta. „Það er einstaklega skemmtilegt að leika tónlist þar, flygillinn æðislegur og hljómurinn svo fallegur,“ bætir hún við. „Okkur finnst rosalega skemmtilegt að ferðast um landið. Við erum eingöngu með frumsamið efni sem við höfum samið í sitt hvoru lagi eða saman. Útsetningar hafa sömuleiðis verið í okkar höndum. Þetta eru spunaútgáfur í djassútsetningu undir einhverjum þjóðlagaáhrifum. Sölvi er saxófónleikari og ég spila á píanó,“ útskýrir Anna Gréta. Frændsystkini á ferð Þau frændsystkinin vissu alltaf um hæfileika hvort annars. Þau fóru þó ekki að spila saman fyrr en þau hófu nám í Tónlistarskóla FÍH. „Ég var 17 ára og hann 15. Við vorum saman í hljómsveit sem nefndist Gaukshreiðrið og tókum meðal annars þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla. Síðan höfum við tekið þátt í hinum og þessum verkefnum. Ég er í framhaldsnámi í Stokkhólmi og hann í Berlín. Fyrir ári ákváðum við að stofna dúett og halda eigin tónleika. Okkur var boðið að taka þátt í Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Umeå í Svíþjóð í október sem var mjög skemmtilegt. Við fengum frábæra dóma og góðar blaðaumsagnir,“ segir Anna Gréta sem er mikill hlaupari. Hún hefur hlaupið hálft maraþon en ákvað að sleppa því núna. „Ég hleyp til að hreinsa hausinn en er ekkert sérstaklega öguð núna.“ Það er mikill tónlistaráhugi í fjölskyldu Önnu. Faðir hennar er Sigurður Flosason saxófónleikari. Þau feðgin hafa oft leikið saman, meðal annars á Freyjujazzi í Listasafni Íslands í apríl. Þar tóku þau fyrir tónsmíðar kvenna á borð við Joni Mitchell og Cörlu Bley.Djassinn alla daga Það er ekki algengt að Íslendingar leggi fyrir sig djasspíanónám. Anna Gréta segir að hún hafi byrjað í klassísku píanónámi þegar hún var átta ára. „Þá hafði ég engan áhuga á djassi þótt pabbi minn væri á kafi í honum. Þegar ég var fjórtán ára uppgötvaði ég að klassíkin ætti eiginlega ekki samleið með mér. Þá fór ég að spila meira eftir eyranu, spila popplög og lög sem mér þóttu skemmtileg. Síðan fór ég í FÍH og þar kynntist ég djassinum fyrir alvöru og féll fyrir honum. Það er algjör lúxus að læra og starfa við það sem manni finnst skemmtilegast að gera. Núna er ég á kafi í djassinum og það eru margir áhrifavaldar sem ég lít til. Til dæmis er Keith Jarrett í miklu uppáhaldi um þessar mundir,“ segir Anna Gréta.Frændsystkinin Anna Gréta og Sölvi ferðast um landið með eigin tónlist.MYND/Hans VeraAnna Gréta og Stína Ágústsdóttir söngkona hafa unnið mikið saman í Svíþjóð þar sem þær eru báðar búsettar. Þær hafa verið með tónleika þar sem flutt er meðal annars djössuð útgáfa af lögum Bjarkar Guðmundsdóttur. Tónleikunum hefur verið mjög vel tekið af Svíum. „Við Stína höfum unnið mikið saman og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt. Þetta hafa verið alls konar verkefni, bæði hér heima og úti. Við munum örugglega halda því áfram í vetur.“Næg verkefni Fyrir utan tónlistina hefur Anna Gréta gaman af því að elda góðan mat og prófa nýja rétti. „Ég bý til alls konar grænmetisrétti og elda fisk ef hann er í boði. Það er ekki auðvelt að fá ferskan fisk í Stokkhólmi,“ segir Anna sem hefur sömuleiðis áhuga á líkamsrækt, sérstaklega hlaupum og jóga. „Stundum finnst mér æðislegt að slappa bara af og njóta lífsins.“ Hún segist kunna vel við sig í Svíþjóð. „Stokkhólmur er æðisleg borg og skólinn minn er frábær. Það er gott að búa í Svíþjóð og ég hef ekki hug á að flytja heim eftir námið. Ég hef verið að skapa mér tengslanet í tónlistinni og hef víða komið fram með bigbandi auk alls kyns tilfallandi verkefna sem hafa komið upp í hendurnar á mér. Ég er þegar bókuð á nokkra tónleika í september og október. Meðal annars verð ég á Djasshátíðinni í Stokkhólmi,“ segir Anna Gréta og bætir við að hún hafi einnig tekið að sér kennsluverkefni á Álandseyjum í október. „Það bíða mín því nokkur ferðalög,“ segir hún. „Ég hef verið heppin, það er alltaf nóg að gera í tónlistinni.“ Þeir sem vilja hlusta á frændsystkinin leika tónlistina sína geta séð hvar þau eru á landinu með því að kalla upp á Facebook: Tónleikar Önnu og Sölva.
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira