Féll kylliflöt fyrir djassinum Elín Albertsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 10:00 Anna Gréta Sigurðardóttir hefur mikið að gera í djasstónlistinni þótt ung sé að árum. MYND/Magnus Andersen Hinn snjalli djasspíanisti Anna Gréta Sigurðardóttir ferðast nú um landið ásamt frænda sínum, Sölva Kolbeinssyni. Þessir ungu tónlistarmenn flytja eigin djass undir undir þjóðlagaáhrifum. Anna Gréta hlaut titilinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og frændi hennar, Sölvi, fékk sama titil ári síðar. Saman hafa þau unnið við eigin tónsmíðar sem þau flytja nú á hringferð sinni um landið. Í fyrrakvöld komu þau fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í gærkvöldi voru þau á Hvammstanga. Síðan heldur ferðin áfram um Norður- og Austurland. „Við endum þessa tónleikaferð í Hannesarholti næsta laugardag,“ segir Anna Gréta. „Það er einstaklega skemmtilegt að leika tónlist þar, flygillinn æðislegur og hljómurinn svo fallegur,“ bætir hún við. „Okkur finnst rosalega skemmtilegt að ferðast um landið. Við erum eingöngu með frumsamið efni sem við höfum samið í sitt hvoru lagi eða saman. Útsetningar hafa sömuleiðis verið í okkar höndum. Þetta eru spunaútgáfur í djassútsetningu undir einhverjum þjóðlagaáhrifum. Sölvi er saxófónleikari og ég spila á píanó,“ útskýrir Anna Gréta. Frændsystkini á ferð Þau frændsystkinin vissu alltaf um hæfileika hvort annars. Þau fóru þó ekki að spila saman fyrr en þau hófu nám í Tónlistarskóla FÍH. „Ég var 17 ára og hann 15. Við vorum saman í hljómsveit sem nefndist Gaukshreiðrið og tókum meðal annars þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla. Síðan höfum við tekið þátt í hinum og þessum verkefnum. Ég er í framhaldsnámi í Stokkhólmi og hann í Berlín. Fyrir ári ákváðum við að stofna dúett og halda eigin tónleika. Okkur var boðið að taka þátt í Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Umeå í Svíþjóð í október sem var mjög skemmtilegt. Við fengum frábæra dóma og góðar blaðaumsagnir,“ segir Anna Gréta sem er mikill hlaupari. Hún hefur hlaupið hálft maraþon en ákvað að sleppa því núna. „Ég hleyp til að hreinsa hausinn en er ekkert sérstaklega öguð núna.“ Það er mikill tónlistaráhugi í fjölskyldu Önnu. Faðir hennar er Sigurður Flosason saxófónleikari. Þau feðgin hafa oft leikið saman, meðal annars á Freyjujazzi í Listasafni Íslands í apríl. Þar tóku þau fyrir tónsmíðar kvenna á borð við Joni Mitchell og Cörlu Bley.Djassinn alla daga Það er ekki algengt að Íslendingar leggi fyrir sig djasspíanónám. Anna Gréta segir að hún hafi byrjað í klassísku píanónámi þegar hún var átta ára. „Þá hafði ég engan áhuga á djassi þótt pabbi minn væri á kafi í honum. Þegar ég var fjórtán ára uppgötvaði ég að klassíkin ætti eiginlega ekki samleið með mér. Þá fór ég að spila meira eftir eyranu, spila popplög og lög sem mér þóttu skemmtileg. Síðan fór ég í FÍH og þar kynntist ég djassinum fyrir alvöru og féll fyrir honum. Það er algjör lúxus að læra og starfa við það sem manni finnst skemmtilegast að gera. Núna er ég á kafi í djassinum og það eru margir áhrifavaldar sem ég lít til. Til dæmis er Keith Jarrett í miklu uppáhaldi um þessar mundir,“ segir Anna Gréta.Frændsystkinin Anna Gréta og Sölvi ferðast um landið með eigin tónlist.MYND/Hans VeraAnna Gréta og Stína Ágústsdóttir söngkona hafa unnið mikið saman í Svíþjóð þar sem þær eru báðar búsettar. Þær hafa verið með tónleika þar sem flutt er meðal annars djössuð útgáfa af lögum Bjarkar Guðmundsdóttur. Tónleikunum hefur verið mjög vel tekið af Svíum. „Við Stína höfum unnið mikið saman og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt. Þetta hafa verið alls konar verkefni, bæði hér heima og úti. Við munum örugglega halda því áfram í vetur.“Næg verkefni Fyrir utan tónlistina hefur Anna Gréta gaman af því að elda góðan mat og prófa nýja rétti. „Ég bý til alls konar grænmetisrétti og elda fisk ef hann er í boði. Það er ekki auðvelt að fá ferskan fisk í Stokkhólmi,“ segir Anna sem hefur sömuleiðis áhuga á líkamsrækt, sérstaklega hlaupum og jóga. „Stundum finnst mér æðislegt að slappa bara af og njóta lífsins.“ Hún segist kunna vel við sig í Svíþjóð. „Stokkhólmur er æðisleg borg og skólinn minn er frábær. Það er gott að búa í Svíþjóð og ég hef ekki hug á að flytja heim eftir námið. Ég hef verið að skapa mér tengslanet í tónlistinni og hef víða komið fram með bigbandi auk alls kyns tilfallandi verkefna sem hafa komið upp í hendurnar á mér. Ég er þegar bókuð á nokkra tónleika í september og október. Meðal annars verð ég á Djasshátíðinni í Stokkhólmi,“ segir Anna Gréta og bætir við að hún hafi einnig tekið að sér kennsluverkefni á Álandseyjum í október. „Það bíða mín því nokkur ferðalög,“ segir hún. „Ég hef verið heppin, það er alltaf nóg að gera í tónlistinni.“ Þeir sem vilja hlusta á frændsystkinin leika tónlistina sína geta séð hvar þau eru á landinu með því að kalla upp á Facebook: Tónleikar Önnu og Sölva. Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Fleiri fréttir Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Sjá meira
Hinn snjalli djasspíanisti Anna Gréta Sigurðardóttir ferðast nú um landið ásamt frænda sínum, Sölva Kolbeinssyni. Þessir ungu tónlistarmenn flytja eigin djass undir undir þjóðlagaáhrifum. Anna Gréta hlaut titilinn bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og frændi hennar, Sölvi, fékk sama titil ári síðar. Saman hafa þau unnið við eigin tónsmíðar sem þau flytja nú á hringferð sinni um landið. Í fyrrakvöld komu þau fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í gærkvöldi voru þau á Hvammstanga. Síðan heldur ferðin áfram um Norður- og Austurland. „Við endum þessa tónleikaferð í Hannesarholti næsta laugardag,“ segir Anna Gréta. „Það er einstaklega skemmtilegt að leika tónlist þar, flygillinn æðislegur og hljómurinn svo fallegur,“ bætir hún við. „Okkur finnst rosalega skemmtilegt að ferðast um landið. Við erum eingöngu með frumsamið efni sem við höfum samið í sitt hvoru lagi eða saman. Útsetningar hafa sömuleiðis verið í okkar höndum. Þetta eru spunaútgáfur í djassútsetningu undir einhverjum þjóðlagaáhrifum. Sölvi er saxófónleikari og ég spila á píanó,“ útskýrir Anna Gréta. Frændsystkini á ferð Þau frændsystkinin vissu alltaf um hæfileika hvort annars. Þau fóru þó ekki að spila saman fyrr en þau hófu nám í Tónlistarskóla FÍH. „Ég var 17 ára og hann 15. Við vorum saman í hljómsveit sem nefndist Gaukshreiðrið og tókum meðal annars þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla. Síðan höfum við tekið þátt í hinum og þessum verkefnum. Ég er í framhaldsnámi í Stokkhólmi og hann í Berlín. Fyrir ári ákváðum við að stofna dúett og halda eigin tónleika. Okkur var boðið að taka þátt í Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Umeå í Svíþjóð í október sem var mjög skemmtilegt. Við fengum frábæra dóma og góðar blaðaumsagnir,“ segir Anna Gréta sem er mikill hlaupari. Hún hefur hlaupið hálft maraþon en ákvað að sleppa því núna. „Ég hleyp til að hreinsa hausinn en er ekkert sérstaklega öguð núna.“ Það er mikill tónlistaráhugi í fjölskyldu Önnu. Faðir hennar er Sigurður Flosason saxófónleikari. Þau feðgin hafa oft leikið saman, meðal annars á Freyjujazzi í Listasafni Íslands í apríl. Þar tóku þau fyrir tónsmíðar kvenna á borð við Joni Mitchell og Cörlu Bley.Djassinn alla daga Það er ekki algengt að Íslendingar leggi fyrir sig djasspíanónám. Anna Gréta segir að hún hafi byrjað í klassísku píanónámi þegar hún var átta ára. „Þá hafði ég engan áhuga á djassi þótt pabbi minn væri á kafi í honum. Þegar ég var fjórtán ára uppgötvaði ég að klassíkin ætti eiginlega ekki samleið með mér. Þá fór ég að spila meira eftir eyranu, spila popplög og lög sem mér þóttu skemmtileg. Síðan fór ég í FÍH og þar kynntist ég djassinum fyrir alvöru og féll fyrir honum. Það er algjör lúxus að læra og starfa við það sem manni finnst skemmtilegast að gera. Núna er ég á kafi í djassinum og það eru margir áhrifavaldar sem ég lít til. Til dæmis er Keith Jarrett í miklu uppáhaldi um þessar mundir,“ segir Anna Gréta.Frændsystkinin Anna Gréta og Sölvi ferðast um landið með eigin tónlist.MYND/Hans VeraAnna Gréta og Stína Ágústsdóttir söngkona hafa unnið mikið saman í Svíþjóð þar sem þær eru báðar búsettar. Þær hafa verið með tónleika þar sem flutt er meðal annars djössuð útgáfa af lögum Bjarkar Guðmundsdóttur. Tónleikunum hefur verið mjög vel tekið af Svíum. „Við Stína höfum unnið mikið saman og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt. Þetta hafa verið alls konar verkefni, bæði hér heima og úti. Við munum örugglega halda því áfram í vetur.“Næg verkefni Fyrir utan tónlistina hefur Anna Gréta gaman af því að elda góðan mat og prófa nýja rétti. „Ég bý til alls konar grænmetisrétti og elda fisk ef hann er í boði. Það er ekki auðvelt að fá ferskan fisk í Stokkhólmi,“ segir Anna sem hefur sömuleiðis áhuga á líkamsrækt, sérstaklega hlaupum og jóga. „Stundum finnst mér æðislegt að slappa bara af og njóta lífsins.“ Hún segist kunna vel við sig í Svíþjóð. „Stokkhólmur er æðisleg borg og skólinn minn er frábær. Það er gott að búa í Svíþjóð og ég hef ekki hug á að flytja heim eftir námið. Ég hef verið að skapa mér tengslanet í tónlistinni og hef víða komið fram með bigbandi auk alls kyns tilfallandi verkefna sem hafa komið upp í hendurnar á mér. Ég er þegar bókuð á nokkra tónleika í september og október. Meðal annars verð ég á Djasshátíðinni í Stokkhólmi,“ segir Anna Gréta og bætir við að hún hafi einnig tekið að sér kennsluverkefni á Álandseyjum í október. „Það bíða mín því nokkur ferðalög,“ segir hún. „Ég hef verið heppin, það er alltaf nóg að gera í tónlistinni.“ Þeir sem vilja hlusta á frændsystkinin leika tónlistina sína geta séð hvar þau eru á landinu með því að kalla upp á Facebook: Tónleikar Önnu og Sölva.
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Fleiri fréttir Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Sjá meira