Fylgdarlaus börn auka álag á barnavernd Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Þegar fylgdarlaust barn á Íslandi hefur gefið sig fram við lögreglu fær barnið greiningarviðtal í Barnahúsi og læknisskoðun. Svo er málið unnið áfram. vísir/vilhelm Það sem af er ári hafa þrjú fylgdarlaus börn sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Tvö börn komu í janúar og eitt barn er nú þegar komið í febrúar. Fylgdarlausum börnum sem koma til Íslands fjölgaði verulega árið 2016 þegar tuttugu einstaklingar komu, þar af tólf til Reykjavíkur. Fram að því höfðu um eitt til tvö börn komið á ári. Aldursgreining leiddi í ljós að af tólf fyrrgreindum einstaklingum reyndust fjórir átján ára eða eldri. Hinir voru börn sem barnavernd liðsinnir nú.Halldóra Dröfn GunnarsdóttirHalldóra segir að þessi mál auki töluvert álagið á barnaverndarkerfið. Til marks um það má nefna að í Efra-Breiðholti er rekið heimili fyrir unglinga sem geta ekki verið heima hjá foreldrum sínum af einhverjum ástæðum. Úrræðið er hugsað fyrir börn í félagslegum vanda en á síðasta ári var það að stórum hluta undirlagt af erlendum fylgdarlausum börnum. „Sem þýddi að það hlutverk sem heimilinu var ætlað varð eitthvað allt annað,“ segir hún. Halldóra segir það hafa verið rætt að búa til sérstakt heimili til þess að draga úr álagi á heimilið í Efra-Breiðholti. „En enn þá vill fólk fara þessa leið sem Barnaverndarstofa talar fyrir, að reyna að koma þeim fyrir á heimilum fólks með fjölskyldu,“ segir hún. Halldóra segir að það hafi gengið þokkalega að koma börnunum fyrir hjá fósturforeldrum, en fósturforeldrunum hafi gengið misjafnlega með börnin. „Bara eins og alltaf þegar börn fara í fóstur og því eldri sem börn eru þegar þau fara í fóstur þeim mun flóknara getur það verið. Við höfum sögur um mál sem hafa gengið glimrandi vel og svo eru önnur mál sem hafa ekki gengið eins vel,“ segir Halldóra og bendir á að það hafi komið upp vandamál vegna tungumála eða ólíkra menningarheima. Hún segir nokkur dæmi þess efnis að vist hjá fósturforeldrum hafi ekki gengið upp og börnin því þurft að fara þaðan. „Það er ekki algengt en það gerist og þá verðum við bara að taka stöðuna út frá því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það sem af er ári hafa þrjú fylgdarlaus börn sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Tvö börn komu í janúar og eitt barn er nú þegar komið í febrúar. Fylgdarlausum börnum sem koma til Íslands fjölgaði verulega árið 2016 þegar tuttugu einstaklingar komu, þar af tólf til Reykjavíkur. Fram að því höfðu um eitt til tvö börn komið á ári. Aldursgreining leiddi í ljós að af tólf fyrrgreindum einstaklingum reyndust fjórir átján ára eða eldri. Hinir voru börn sem barnavernd liðsinnir nú.Halldóra Dröfn GunnarsdóttirHalldóra segir að þessi mál auki töluvert álagið á barnaverndarkerfið. Til marks um það má nefna að í Efra-Breiðholti er rekið heimili fyrir unglinga sem geta ekki verið heima hjá foreldrum sínum af einhverjum ástæðum. Úrræðið er hugsað fyrir börn í félagslegum vanda en á síðasta ári var það að stórum hluta undirlagt af erlendum fylgdarlausum börnum. „Sem þýddi að það hlutverk sem heimilinu var ætlað varð eitthvað allt annað,“ segir hún. Halldóra segir það hafa verið rætt að búa til sérstakt heimili til þess að draga úr álagi á heimilið í Efra-Breiðholti. „En enn þá vill fólk fara þessa leið sem Barnaverndarstofa talar fyrir, að reyna að koma þeim fyrir á heimilum fólks með fjölskyldu,“ segir hún. Halldóra segir að það hafi gengið þokkalega að koma börnunum fyrir hjá fósturforeldrum, en fósturforeldrunum hafi gengið misjafnlega með börnin. „Bara eins og alltaf þegar börn fara í fóstur og því eldri sem börn eru þegar þau fara í fóstur þeim mun flóknara getur það verið. Við höfum sögur um mál sem hafa gengið glimrandi vel og svo eru önnur mál sem hafa ekki gengið eins vel,“ segir Halldóra og bendir á að það hafi komið upp vandamál vegna tungumála eða ólíkra menningarheima. Hún segir nokkur dæmi þess efnis að vist hjá fósturforeldrum hafi ekki gengið upp og börnin því þurft að fara þaðan. „Það er ekki algengt en það gerist og þá verðum við bara að taka stöðuna út frá því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira