Fylgdarlaus börn auka álag á barnavernd Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Þegar fylgdarlaust barn á Íslandi hefur gefið sig fram við lögreglu fær barnið greiningarviðtal í Barnahúsi og læknisskoðun. Svo er málið unnið áfram. vísir/vilhelm Það sem af er ári hafa þrjú fylgdarlaus börn sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Tvö börn komu í janúar og eitt barn er nú þegar komið í febrúar. Fylgdarlausum börnum sem koma til Íslands fjölgaði verulega árið 2016 þegar tuttugu einstaklingar komu, þar af tólf til Reykjavíkur. Fram að því höfðu um eitt til tvö börn komið á ári. Aldursgreining leiddi í ljós að af tólf fyrrgreindum einstaklingum reyndust fjórir átján ára eða eldri. Hinir voru börn sem barnavernd liðsinnir nú.Halldóra Dröfn GunnarsdóttirHalldóra segir að þessi mál auki töluvert álagið á barnaverndarkerfið. Til marks um það má nefna að í Efra-Breiðholti er rekið heimili fyrir unglinga sem geta ekki verið heima hjá foreldrum sínum af einhverjum ástæðum. Úrræðið er hugsað fyrir börn í félagslegum vanda en á síðasta ári var það að stórum hluta undirlagt af erlendum fylgdarlausum börnum. „Sem þýddi að það hlutverk sem heimilinu var ætlað varð eitthvað allt annað,“ segir hún. Halldóra segir það hafa verið rætt að búa til sérstakt heimili til þess að draga úr álagi á heimilið í Efra-Breiðholti. „En enn þá vill fólk fara þessa leið sem Barnaverndarstofa talar fyrir, að reyna að koma þeim fyrir á heimilum fólks með fjölskyldu,“ segir hún. Halldóra segir að það hafi gengið þokkalega að koma börnunum fyrir hjá fósturforeldrum, en fósturforeldrunum hafi gengið misjafnlega með börnin. „Bara eins og alltaf þegar börn fara í fóstur og því eldri sem börn eru þegar þau fara í fóstur þeim mun flóknara getur það verið. Við höfum sögur um mál sem hafa gengið glimrandi vel og svo eru önnur mál sem hafa ekki gengið eins vel,“ segir Halldóra og bendir á að það hafi komið upp vandamál vegna tungumála eða ólíkra menningarheima. Hún segir nokkur dæmi þess efnis að vist hjá fósturforeldrum hafi ekki gengið upp og börnin því þurft að fara þaðan. „Það er ekki algengt en það gerist og þá verðum við bara að taka stöðuna út frá því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Það sem af er ári hafa þrjú fylgdarlaus börn sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Tvö börn komu í janúar og eitt barn er nú þegar komið í febrúar. Fylgdarlausum börnum sem koma til Íslands fjölgaði verulega árið 2016 þegar tuttugu einstaklingar komu, þar af tólf til Reykjavíkur. Fram að því höfðu um eitt til tvö börn komið á ári. Aldursgreining leiddi í ljós að af tólf fyrrgreindum einstaklingum reyndust fjórir átján ára eða eldri. Hinir voru börn sem barnavernd liðsinnir nú.Halldóra Dröfn GunnarsdóttirHalldóra segir að þessi mál auki töluvert álagið á barnaverndarkerfið. Til marks um það má nefna að í Efra-Breiðholti er rekið heimili fyrir unglinga sem geta ekki verið heima hjá foreldrum sínum af einhverjum ástæðum. Úrræðið er hugsað fyrir börn í félagslegum vanda en á síðasta ári var það að stórum hluta undirlagt af erlendum fylgdarlausum börnum. „Sem þýddi að það hlutverk sem heimilinu var ætlað varð eitthvað allt annað,“ segir hún. Halldóra segir það hafa verið rætt að búa til sérstakt heimili til þess að draga úr álagi á heimilið í Efra-Breiðholti. „En enn þá vill fólk fara þessa leið sem Barnaverndarstofa talar fyrir, að reyna að koma þeim fyrir á heimilum fólks með fjölskyldu,“ segir hún. Halldóra segir að það hafi gengið þokkalega að koma börnunum fyrir hjá fósturforeldrum, en fósturforeldrunum hafi gengið misjafnlega með börnin. „Bara eins og alltaf þegar börn fara í fóstur og því eldri sem börn eru þegar þau fara í fóstur þeim mun flóknara getur það verið. Við höfum sögur um mál sem hafa gengið glimrandi vel og svo eru önnur mál sem hafa ekki gengið eins vel,“ segir Halldóra og bendir á að það hafi komið upp vandamál vegna tungumála eða ólíkra menningarheima. Hún segir nokkur dæmi þess efnis að vist hjá fósturforeldrum hafi ekki gengið upp og börnin því þurft að fara þaðan. „Það er ekki algengt en það gerist og þá verðum við bara að taka stöðuna út frá því.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira