Meira frelsi í lausasölulyfjum á hinum Norðurlöndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 18:30 Frumvarp til nýrra lyfjalaga mun rýmka heimildir við sölu á lyfjum í lausasölu verði það í sömu mynd og það var fyrst lagt fram. Hægt verður að kaupa lyf í matvöruverslunum nái það fram að ganga. Danir, Norðmenn og Svíar hafa lengi búið við mun meira frelsi við sölu lausasölulyfja en við Íslendingar. Á Íslandi eru lyf seld yfir borðið í apótekum, óháð styrk þeirra eða magni. Núgildandi lyfjalög tóku gildi 1. júlí 1994 og hefur þeim verið breytt alls 43 sinnum. Þau hafa hins vegar aldrei sætt heildarendurskoðun frá gildistöku þeirra. Í þingmálaskrá núverandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Frumvarpið, sem hefur ekki verið lagt fram, felur í sér heildarendurskoðun núgildandi laga með tilliti til stefnumörkunar og þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópulöggjöfinni í þeim tilgangi að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum. Verði frumvarpið svipað og þegar það var fyrst lagt fram verða heimildir til sölu lyfja í lausasölu rýmkaðar og opnað verður á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Fallið var frá þessu í útgáfu frumvarpsins sem lögð var fram á Alþingi í apríl 2016. Samkvæmt 31. gr. þess var gert ráð fyrir að ákvæði um sölu þessara lyfja yrði nær óbreytt frá því sem nú er. Einungis yrði heimilað að selja minnstu pakkningar og minnstu styrkleika nikótínlyfja og flúorlyfja sem ekki eru ávísunarskyld í matvöruverslunum. Sætti þetta talsverðri gagnrýni frá SVÞ í innsendri umsögn um frumvarpið. Ekki liggur fyrir hvor leiðin verður farin í hinu nýja frumvarpi. Að hafa óbreytt ástand eða opna á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Hinar Norðurlandaþjóðirnar búa við mun meira frelsi við sölu á lyfjum í lausasölu en við Íslendingar. Árið 2001 leyfðu Danir sölu á lausasölulyfjum utan apóteka. Í desember á síðasta ári samþykkti danska þjóðþingið lög sem heimila sjálfval í apótekum og almennum verslunum. Í Noregi var sjálfval lausasölulyfja leyft í apótekum fyrir þremur áratugum. Lausasala lyfja í verslunum var leyfð í Noregi 2003 og sjálfval heimilað 2011. Í Svíþjóð hefur sjálfval lausasölulyfja verið leyft í bæði verslunum og apótekum frá 2009.Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/ÞÞMun auka þægindi almennings Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu. „Ef sala á lausasölulyfjum verður leyfð í almennum verslunum mun það auka þægindi almennings við að nálgast lausasölulyf, sérstaklega utan opnunartíma apóteka. Það eru margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem opnar eru allan sólarhringinn. Að leyfa sjálfval í apótekum mun auka persónuvernd einstaklinga við kaup á lyfjum. Fólk heyrir ekki hvaða lyf beðið er um og einstaklingurinn getur skoðað og borið saman þau lyf sem eru í boði. Hann getur borið saman verð og verið betur upplýstur við ákvörðun um kaup,“ segir Brynjúlfur. Ef heimildir verða rýmkaðar er í raun bara verið að færa umhverfið nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. „Það er eðlileg krafa að það séu ekki þrengri reglur á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur alltaf saman við,“ segir Brynjúlfur. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Frumvarp til nýrra lyfjalaga mun rýmka heimildir við sölu á lyfjum í lausasölu verði það í sömu mynd og það var fyrst lagt fram. Hægt verður að kaupa lyf í matvöruverslunum nái það fram að ganga. Danir, Norðmenn og Svíar hafa lengi búið við mun meira frelsi við sölu lausasölulyfja en við Íslendingar. Á Íslandi eru lyf seld yfir borðið í apótekum, óháð styrk þeirra eða magni. Núgildandi lyfjalög tóku gildi 1. júlí 1994 og hefur þeim verið breytt alls 43 sinnum. Þau hafa hins vegar aldrei sætt heildarendurskoðun frá gildistöku þeirra. Í þingmálaskrá núverandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Frumvarpið, sem hefur ekki verið lagt fram, felur í sér heildarendurskoðun núgildandi laga með tilliti til stefnumörkunar og þeirra breytinga sem orðið hafa á Evrópulöggjöfinni í þeim tilgangi að tryggja landsmönnum nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum. Verði frumvarpið svipað og þegar það var fyrst lagt fram verða heimildir til sölu lyfja í lausasölu rýmkaðar og opnað verður á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Fallið var frá þessu í útgáfu frumvarpsins sem lögð var fram á Alþingi í apríl 2016. Samkvæmt 31. gr. þess var gert ráð fyrir að ákvæði um sölu þessara lyfja yrði nær óbreytt frá því sem nú er. Einungis yrði heimilað að selja minnstu pakkningar og minnstu styrkleika nikótínlyfja og flúorlyfja sem ekki eru ávísunarskyld í matvöruverslunum. Sætti þetta talsverðri gagnrýni frá SVÞ í innsendri umsögn um frumvarpið. Ekki liggur fyrir hvor leiðin verður farin í hinu nýja frumvarpi. Að hafa óbreytt ástand eða opna á sölu lausasölulyfja í matvöruverslunum. Hinar Norðurlandaþjóðirnar búa við mun meira frelsi við sölu á lyfjum í lausasölu en við Íslendingar. Árið 2001 leyfðu Danir sölu á lausasölulyfjum utan apóteka. Í desember á síðasta ári samþykkti danska þjóðþingið lög sem heimila sjálfval í apótekum og almennum verslunum. Í Noregi var sjálfval lausasölulyfja leyft í apótekum fyrir þremur áratugum. Lausasala lyfja í verslunum var leyfð í Noregi 2003 og sjálfval heimilað 2011. Í Svíþjóð hefur sjálfval lausasölulyfja verið leyft í bæði verslunum og apótekum frá 2009.Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu.Vísir/ÞÞMun auka þægindi almennings Brynjúlfur Guðmundsson er forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu. „Ef sala á lausasölulyfjum verður leyfð í almennum verslunum mun það auka þægindi almennings við að nálgast lausasölulyf, sérstaklega utan opnunartíma apóteka. Það eru margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem opnar eru allan sólarhringinn. Að leyfa sjálfval í apótekum mun auka persónuvernd einstaklinga við kaup á lyfjum. Fólk heyrir ekki hvaða lyf beðið er um og einstaklingurinn getur skoðað og borið saman þau lyf sem eru í boði. Hann getur borið saman verð og verið betur upplýstur við ákvörðun um kaup,“ segir Brynjúlfur. Ef heimildir verða rýmkaðar er í raun bara verið að færa umhverfið nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. „Það er eðlileg krafa að það séu ekki þrengri reglur á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur alltaf saman við,“ segir Brynjúlfur.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira