Stefnt á að sjálfboðaliðar vinni 250 vinnuvikur Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. mars 2017 07:00 Þótt það rigndi í Stangarhálsi voru sjálfboðaliðar sáttir við vinnu. Sjálfboðaliðar á vegum Vina Þórsmerkur munu halda áfram í sumar við endurbætur og viðhald á stígum í Þórsmörk. Sérstök áhersla verður lögð á Valahnúk vestanverðan og Tindfjallahringinn. Einnig verður unnið á svæðinu þar sem Laugavegurinn kemur inn í Þórsmörk og á Fimmvörðuhálsleiðinni upp úr Þórsmörk. „Það er viðhald á stígum og við erum að beina vatninu þannig að það renni ekki eftir stígunum og valdi jarðvegsrofi,“ útskýrir Hreinn Óskarsson hjá Vinum Þórsmerkur, en hann vinnur einnig hjá Skógræktinni sem haft hefur umsjá með Þórsmörk síðan 1920. Þá er verið að gera tröppur á hættulegustu stöðunum. „Það eru nokkur svæði þar sem hefur þurft að gera alvöru tröppur sem falla inn í landið og sjást varla,“ segir hann. Hreinn segir að áfram verði haldið að endurnýja stikur á öllum leiðum. „Það verður númer hjá hverri stiku og við tökum hnitin á hverri stiku þannig að ef fólk lendir í vandræðum hjá þessum stikum, hvort sem það villist eða slasast, þá verður hægt að láta björgunarsveitir vita númerið á viðkomandi stiku,“ segir Hreinn. Með þessu móti þurfi ekki að senda út fjölmennt björgunarlið til að leita þegar fólk lendir í vanda, heldur nægi að senda smærri hópa. Viðhald á svæðinu er meira og minna unnið af sjálfboðaliðum og er áætlað að í sumar verði hægt að vinna 250 vinnuvikur. Þessi vinna hefur verið í gangi í hartnær 30 ár en aukinn kraftur var settur í hana eftir Eyjafjallajökulsgosið, þegar ferðamönnum fór að fjölga verulega. Á morgun, sunnudag, verður háfjallakvöld í Eldborgarsal í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þar halda tveir fremstu fjallgöngumenn okkar tíma fyrirlestra. Gerlinde Kaltenbrunner, sem er fyrsta konan til að ganga á 14 hæstu tinda heims án viðbótarsúrefnis, og Peter Habeler, sem varð ásamt félaga sínum fyrstur til að ná á topp Everest án viðbótarsúrefnis. Aðgöngumiðinn kostar 1.000 krónur og rennur ágóði af honum beint í verkefni Vina Þórsmerkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Sjálfboðaliðar á vegum Vina Þórsmerkur munu halda áfram í sumar við endurbætur og viðhald á stígum í Þórsmörk. Sérstök áhersla verður lögð á Valahnúk vestanverðan og Tindfjallahringinn. Einnig verður unnið á svæðinu þar sem Laugavegurinn kemur inn í Þórsmörk og á Fimmvörðuhálsleiðinni upp úr Þórsmörk. „Það er viðhald á stígum og við erum að beina vatninu þannig að það renni ekki eftir stígunum og valdi jarðvegsrofi,“ útskýrir Hreinn Óskarsson hjá Vinum Þórsmerkur, en hann vinnur einnig hjá Skógræktinni sem haft hefur umsjá með Þórsmörk síðan 1920. Þá er verið að gera tröppur á hættulegustu stöðunum. „Það eru nokkur svæði þar sem hefur þurft að gera alvöru tröppur sem falla inn í landið og sjást varla,“ segir hann. Hreinn segir að áfram verði haldið að endurnýja stikur á öllum leiðum. „Það verður númer hjá hverri stiku og við tökum hnitin á hverri stiku þannig að ef fólk lendir í vandræðum hjá þessum stikum, hvort sem það villist eða slasast, þá verður hægt að láta björgunarsveitir vita númerið á viðkomandi stiku,“ segir Hreinn. Með þessu móti þurfi ekki að senda út fjölmennt björgunarlið til að leita þegar fólk lendir í vanda, heldur nægi að senda smærri hópa. Viðhald á svæðinu er meira og minna unnið af sjálfboðaliðum og er áætlað að í sumar verði hægt að vinna 250 vinnuvikur. Þessi vinna hefur verið í gangi í hartnær 30 ár en aukinn kraftur var settur í hana eftir Eyjafjallajökulsgosið, þegar ferðamönnum fór að fjölga verulega. Á morgun, sunnudag, verður háfjallakvöld í Eldborgarsal í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þar halda tveir fremstu fjallgöngumenn okkar tíma fyrirlestra. Gerlinde Kaltenbrunner, sem er fyrsta konan til að ganga á 14 hæstu tinda heims án viðbótarsúrefnis, og Peter Habeler, sem varð ásamt félaga sínum fyrstur til að ná á topp Everest án viðbótarsúrefnis. Aðgöngumiðinn kostar 1.000 krónur og rennur ágóði af honum beint í verkefni Vina Þórsmerkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira