Stefnt á að sjálfboðaliðar vinni 250 vinnuvikur Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. mars 2017 07:00 Þótt það rigndi í Stangarhálsi voru sjálfboðaliðar sáttir við vinnu. Sjálfboðaliðar á vegum Vina Þórsmerkur munu halda áfram í sumar við endurbætur og viðhald á stígum í Þórsmörk. Sérstök áhersla verður lögð á Valahnúk vestanverðan og Tindfjallahringinn. Einnig verður unnið á svæðinu þar sem Laugavegurinn kemur inn í Þórsmörk og á Fimmvörðuhálsleiðinni upp úr Þórsmörk. „Það er viðhald á stígum og við erum að beina vatninu þannig að það renni ekki eftir stígunum og valdi jarðvegsrofi,“ útskýrir Hreinn Óskarsson hjá Vinum Þórsmerkur, en hann vinnur einnig hjá Skógræktinni sem haft hefur umsjá með Þórsmörk síðan 1920. Þá er verið að gera tröppur á hættulegustu stöðunum. „Það eru nokkur svæði þar sem hefur þurft að gera alvöru tröppur sem falla inn í landið og sjást varla,“ segir hann. Hreinn segir að áfram verði haldið að endurnýja stikur á öllum leiðum. „Það verður númer hjá hverri stiku og við tökum hnitin á hverri stiku þannig að ef fólk lendir í vandræðum hjá þessum stikum, hvort sem það villist eða slasast, þá verður hægt að láta björgunarsveitir vita númerið á viðkomandi stiku,“ segir Hreinn. Með þessu móti þurfi ekki að senda út fjölmennt björgunarlið til að leita þegar fólk lendir í vanda, heldur nægi að senda smærri hópa. Viðhald á svæðinu er meira og minna unnið af sjálfboðaliðum og er áætlað að í sumar verði hægt að vinna 250 vinnuvikur. Þessi vinna hefur verið í gangi í hartnær 30 ár en aukinn kraftur var settur í hana eftir Eyjafjallajökulsgosið, þegar ferðamönnum fór að fjölga verulega. Á morgun, sunnudag, verður háfjallakvöld í Eldborgarsal í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þar halda tveir fremstu fjallgöngumenn okkar tíma fyrirlestra. Gerlinde Kaltenbrunner, sem er fyrsta konan til að ganga á 14 hæstu tinda heims án viðbótarsúrefnis, og Peter Habeler, sem varð ásamt félaga sínum fyrstur til að ná á topp Everest án viðbótarsúrefnis. Aðgöngumiðinn kostar 1.000 krónur og rennur ágóði af honum beint í verkefni Vina Þórsmerkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Sjálfboðaliðar á vegum Vina Þórsmerkur munu halda áfram í sumar við endurbætur og viðhald á stígum í Þórsmörk. Sérstök áhersla verður lögð á Valahnúk vestanverðan og Tindfjallahringinn. Einnig verður unnið á svæðinu þar sem Laugavegurinn kemur inn í Þórsmörk og á Fimmvörðuhálsleiðinni upp úr Þórsmörk. „Það er viðhald á stígum og við erum að beina vatninu þannig að það renni ekki eftir stígunum og valdi jarðvegsrofi,“ útskýrir Hreinn Óskarsson hjá Vinum Þórsmerkur, en hann vinnur einnig hjá Skógræktinni sem haft hefur umsjá með Þórsmörk síðan 1920. Þá er verið að gera tröppur á hættulegustu stöðunum. „Það eru nokkur svæði þar sem hefur þurft að gera alvöru tröppur sem falla inn í landið og sjást varla,“ segir hann. Hreinn segir að áfram verði haldið að endurnýja stikur á öllum leiðum. „Það verður númer hjá hverri stiku og við tökum hnitin á hverri stiku þannig að ef fólk lendir í vandræðum hjá þessum stikum, hvort sem það villist eða slasast, þá verður hægt að láta björgunarsveitir vita númerið á viðkomandi stiku,“ segir Hreinn. Með þessu móti þurfi ekki að senda út fjölmennt björgunarlið til að leita þegar fólk lendir í vanda, heldur nægi að senda smærri hópa. Viðhald á svæðinu er meira og minna unnið af sjálfboðaliðum og er áætlað að í sumar verði hægt að vinna 250 vinnuvikur. Þessi vinna hefur verið í gangi í hartnær 30 ár en aukinn kraftur var settur í hana eftir Eyjafjallajökulsgosið, þegar ferðamönnum fór að fjölga verulega. Á morgun, sunnudag, verður háfjallakvöld í Eldborgarsal í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þar halda tveir fremstu fjallgöngumenn okkar tíma fyrirlestra. Gerlinde Kaltenbrunner, sem er fyrsta konan til að ganga á 14 hæstu tinda heims án viðbótarsúrefnis, og Peter Habeler, sem varð ásamt félaga sínum fyrstur til að ná á topp Everest án viðbótarsúrefnis. Aðgöngumiðinn kostar 1.000 krónur og rennur ágóði af honum beint í verkefni Vina Þórsmerkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira