Hugmyndir að fjölskylduvænum samverustundum í sumarfríinu Guðný Hrönn skrifar 13. júlí 2017 11:00 Anna Lísa og Þórey ætla að nýta tímann vel með börnunum í sumar. Vísir/Anton Brink Þær Þórey Einarsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir eignuðust báðar tvö börn með 20 mánaða millibili. Þegar þær fóru að bera saman bækur sínar uppgötvuðu þær að flest foreldranámskeið voru haldin á óheppilegum tíma fyrir barnafjölskyldur. Þess vegna stofnuðu þær vefsíðuna kurz.is, til þess að bjóða foreldrum að taka uppeldisnámskeið á netinu þegar þeim hentar og á þeirra forsendum. Þá er hægt að nýta tímann betur. Núna er hægt að hjálpa þeim að láta námskeiðið verða að veruleika með því að kaupa það á Karolina Fund. Námskeiðið Að læra að skilja hegðun og líðan barnsins er kennt af Margréti Birnu og Hrund sálfræðingum og sérfræðingum í hegðun og líðan barna, unglinga og foreldra þeirra. Þær Þórey og Anna mæla með að nýta dagana vel í sumar með börnunum og settu saman lista yfir hugmyndir að gefandi og fjölskylduvænum samverustundum.Leikvellir og landakort Prentið út kort af ykkar bæjarfélagi og merkið inn leikvelli eða staði sem ykkur langar til þess að heimsækja. Útbúið nesti og leyfið börnunum að vera fararstjórar.Sull og bull Að hoppa í pollum er stórskemmtilegt fyrir alla aldurshópa. Ef veðrið er gott er hægt að búa til polla eða fara í fjöruna og sulla. Það er aldrei of seint að læra að fleyta kerlingar og jafnvel er hægt að æfa sig í að kasta steinum með tánum, það þjálfar skynþroskann hjá börnum og kennir þeim á líkamann.Fjársjóðsleit Að fara út með krukku og og rannsaka lífríkið undir steinum og í moldinni er góð skemmtun.Heimapartí Það getur verið gaman að halda bara partí heima. Til dæmis er skemmtilegt að halda furðufatatískusýningu með fjölskyldunni, byggja hús úr púðum og teppum og elda svo saman þar sem allir geta lagt sitt af mörkum.Lestur Lestur er frábær samverustund og það er mjög mikilvægt að börnin haldi lestri við í sumarfríinu.Bókasöfn og söfn Flest bókasöfn hringinn í kringum landið eru með skemmtileg barnahorn. Norræna húsið er enn fremur með æðislega aðstöðu fyrir börn. Garðarnir hjá Listasafni Einars Jónssonar og Ásmundarsafni eru skemmtilegir fyrir alla. Snæfellsstofa við Skriðuklaustur er með sérlega áhugaverða og fallega sýningu, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar.Garðar og leikvellir Lystigarðurinn á Akureyri og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir fjölskylduna. Bjössaróló í Borgarnesi, Kjarnaskógur við Akureyri og Raggagarður í Súðavík eru líka þess virði að heimsækja og hreyfa litla kroppa. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Þær Þórey Einarsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir eignuðust báðar tvö börn með 20 mánaða millibili. Þegar þær fóru að bera saman bækur sínar uppgötvuðu þær að flest foreldranámskeið voru haldin á óheppilegum tíma fyrir barnafjölskyldur. Þess vegna stofnuðu þær vefsíðuna kurz.is, til þess að bjóða foreldrum að taka uppeldisnámskeið á netinu þegar þeim hentar og á þeirra forsendum. Þá er hægt að nýta tímann betur. Núna er hægt að hjálpa þeim að láta námskeiðið verða að veruleika með því að kaupa það á Karolina Fund. Námskeiðið Að læra að skilja hegðun og líðan barnsins er kennt af Margréti Birnu og Hrund sálfræðingum og sérfræðingum í hegðun og líðan barna, unglinga og foreldra þeirra. Þær Þórey og Anna mæla með að nýta dagana vel í sumar með börnunum og settu saman lista yfir hugmyndir að gefandi og fjölskylduvænum samverustundum.Leikvellir og landakort Prentið út kort af ykkar bæjarfélagi og merkið inn leikvelli eða staði sem ykkur langar til þess að heimsækja. Útbúið nesti og leyfið börnunum að vera fararstjórar.Sull og bull Að hoppa í pollum er stórskemmtilegt fyrir alla aldurshópa. Ef veðrið er gott er hægt að búa til polla eða fara í fjöruna og sulla. Það er aldrei of seint að læra að fleyta kerlingar og jafnvel er hægt að æfa sig í að kasta steinum með tánum, það þjálfar skynþroskann hjá börnum og kennir þeim á líkamann.Fjársjóðsleit Að fara út með krukku og og rannsaka lífríkið undir steinum og í moldinni er góð skemmtun.Heimapartí Það getur verið gaman að halda bara partí heima. Til dæmis er skemmtilegt að halda furðufatatískusýningu með fjölskyldunni, byggja hús úr púðum og teppum og elda svo saman þar sem allir geta lagt sitt af mörkum.Lestur Lestur er frábær samverustund og það er mjög mikilvægt að börnin haldi lestri við í sumarfríinu.Bókasöfn og söfn Flest bókasöfn hringinn í kringum landið eru með skemmtileg barnahorn. Norræna húsið er enn fremur með æðislega aðstöðu fyrir börn. Garðarnir hjá Listasafni Einars Jónssonar og Ásmundarsafni eru skemmtilegir fyrir alla. Snæfellsstofa við Skriðuklaustur er með sérlega áhugaverða og fallega sýningu, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar.Garðar og leikvellir Lystigarðurinn á Akureyri og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir fjölskylduna. Bjössaróló í Borgarnesi, Kjarnaskógur við Akureyri og Raggagarður í Súðavík eru líka þess virði að heimsækja og hreyfa litla kroppa.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira