Fleiri hjá Hrími telja brotið á sér Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2017 06:00 Hrím rekur þrjár verslanir í Reykjavík. vísir/pjetur Á annan tug fyrrverandi og núverandi starfsmanna Hríms hafa rætt saman um óánægju sína er varðar launakjör og framgöngu eigenda samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að minnsta kosti tveir þeirra ætla að leita til stéttarfélagsins VR vegna ógreiddrar yfirvinnu. Nú þegar hefur einn starfsmaður kvartað. Fjármálastjóri Hríms telur að fyrirtækið sé með allt á þurru í launamálum starfsmanna. Enginn hafi kvartað við hann varðandi álag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær braut Hrím hönnunarhús gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður hennar. Fram kemur í úrskurðinum að kærandi hafi heyrt frá öðrum starfsmönnum að launamisrétti hafi viðgengist hjá Hrími um langa hríð. Þannig hafi fleiri starfsmenn sagt starfi sínu lausu vegna óréttlátra launakjara og mismununar. Fyrrverandi verslunarstjóri í Hrími sem starfaði skamma hríð þar til í byrjun þessa árs segir sína launareynslu hafa verið jákvæða vegna þess að hún samdi um eigin laun. Hún segir þó hafa komið í ljós að byrjunarlaun hennar voru hærri en verslunarstjórans sem var að hætta. Auk þess hafi sá maður, sem um var að ræða í jafnréttisúrskurðinum, verið með hærri byrjunarlaun sem venjulegur starfsmaður en verslunarstjórinn fyrrverandi. Hún segir starfsmenn aldrei hafa mátt ræða laun sín á milli. Hún hafi verið skömmuð fyrir að ræða um þau vegna þess að þau væru trúnaðarmál, sem hún telur að sé ekki rétt. Verslunarstjórinn segir að síðan hún lét af störfum hafi margir gengið út, fólk sé miður sín yfir að hafa unnið þarna. Það sé óánægja með launamál og framkomu eigenda í garð starfsmanna það sé ekkert grín að starfsmannaveltan þarna sé svona hröð. Annar starfsmaður sem vildi ekki koma fram undir nafni segir að í desember hafi stundum gleymst að borga yfirvinnutíma. Hún segist alltaf hafa þurft að fara yfir launaseðilinn sinn í byrjun mánaðar og fá einhverjar lagfæringar á meðan hún vann þarna. Einnig bendir hún á að starfsmönnum hafi verið mismunað er kom að jólagjöfum. Einhverjir uppáhaldsstarfsmenn fengu miklu stærri gjafir og það hafi ekki farið eftir því hvort þeir væru fastir starfsmenn eða ekki. Þriðji starfsmaður bendir á að haft hafi verið eftirlit með starfsmönnum með öryggismyndavél í versluninni og þyki mörgum það óþægilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd getur þetta verið heimilt en það er alltaf mælst til þess að vöktun fari fram með vægustu úrræðum á hverjum tíma. Fjórði starfsmaður greindi frá samskiptum vegna launahækkunar og sagði að illa hefði gengið að fá umrædda launahækkun greidda að fullu. Einnig hefði verið ætlast til mikils af starfsmanni sem var oft einn á vakt í versluninni. „Ég held að við séum með allt á þurru í þessum efnum. Varðandi launamál eru allir hjá okkur á svipuðum launum. Fólk hækkar ef það stendur sig vel,“ segir Einar Örn Einarsson, fjármálastjóri Hríms. „Ég hef ekki heyrt neinn kvarta yfir einhverjum álagsgreiðslum, það hefur allavega enginn starfsmaður kvartað við mig varðandi eitthvað slíkt. Ef hafa verið gerð einhver mistök hvað það varðar þyrfti ég að skoða það. Við erum með bókara sem sér um launin hjá okkur. Við gerum okkar besta í því og erum alltaf tilbúin til að skoða ef einhver misbrestur hefur orðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu. 12. júlí 2017 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Á annan tug fyrrverandi og núverandi starfsmanna Hríms hafa rætt saman um óánægju sína er varðar launakjör og framgöngu eigenda samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að minnsta kosti tveir þeirra ætla að leita til stéttarfélagsins VR vegna ógreiddrar yfirvinnu. Nú þegar hefur einn starfsmaður kvartað. Fjármálastjóri Hríms telur að fyrirtækið sé með allt á þurru í launamálum starfsmanna. Enginn hafi kvartað við hann varðandi álag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær braut Hrím hönnunarhús gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður hennar. Fram kemur í úrskurðinum að kærandi hafi heyrt frá öðrum starfsmönnum að launamisrétti hafi viðgengist hjá Hrími um langa hríð. Þannig hafi fleiri starfsmenn sagt starfi sínu lausu vegna óréttlátra launakjara og mismununar. Fyrrverandi verslunarstjóri í Hrími sem starfaði skamma hríð þar til í byrjun þessa árs segir sína launareynslu hafa verið jákvæða vegna þess að hún samdi um eigin laun. Hún segir þó hafa komið í ljós að byrjunarlaun hennar voru hærri en verslunarstjórans sem var að hætta. Auk þess hafi sá maður, sem um var að ræða í jafnréttisúrskurðinum, verið með hærri byrjunarlaun sem venjulegur starfsmaður en verslunarstjórinn fyrrverandi. Hún segir starfsmenn aldrei hafa mátt ræða laun sín á milli. Hún hafi verið skömmuð fyrir að ræða um þau vegna þess að þau væru trúnaðarmál, sem hún telur að sé ekki rétt. Verslunarstjórinn segir að síðan hún lét af störfum hafi margir gengið út, fólk sé miður sín yfir að hafa unnið þarna. Það sé óánægja með launamál og framkomu eigenda í garð starfsmanna það sé ekkert grín að starfsmannaveltan þarna sé svona hröð. Annar starfsmaður sem vildi ekki koma fram undir nafni segir að í desember hafi stundum gleymst að borga yfirvinnutíma. Hún segist alltaf hafa þurft að fara yfir launaseðilinn sinn í byrjun mánaðar og fá einhverjar lagfæringar á meðan hún vann þarna. Einnig bendir hún á að starfsmönnum hafi verið mismunað er kom að jólagjöfum. Einhverjir uppáhaldsstarfsmenn fengu miklu stærri gjafir og það hafi ekki farið eftir því hvort þeir væru fastir starfsmenn eða ekki. Þriðji starfsmaður bendir á að haft hafi verið eftirlit með starfsmönnum með öryggismyndavél í versluninni og þyki mörgum það óþægilegt. Samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd getur þetta verið heimilt en það er alltaf mælst til þess að vöktun fari fram með vægustu úrræðum á hverjum tíma. Fjórði starfsmaður greindi frá samskiptum vegna launahækkunar og sagði að illa hefði gengið að fá umrædda launahækkun greidda að fullu. Einnig hefði verið ætlast til mikils af starfsmanni sem var oft einn á vakt í versluninni. „Ég held að við séum með allt á þurru í þessum efnum. Varðandi launamál eru allir hjá okkur á svipuðum launum. Fólk hækkar ef það stendur sig vel,“ segir Einar Örn Einarsson, fjármálastjóri Hríms. „Ég hef ekki heyrt neinn kvarta yfir einhverjum álagsgreiðslum, það hefur allavega enginn starfsmaður kvartað við mig varðandi eitthvað slíkt. Ef hafa verið gerð einhver mistök hvað það varðar þyrfti ég að skoða það. Við erum með bókara sem sér um launin hjá okkur. Við gerum okkar besta í því og erum alltaf tilbúin til að skoða ef einhver misbrestur hefur orðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu. 12. júlí 2017 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Hrím hönnunarhús braut lög með hærri launum til karls Kærunefnd jafnréttismála segir að Hrím hönnunarhús hafi gerst brotlegt við jafnréttislög. Kærandi segir málið ekki snúast um peninga heldur réttlæti. Eigendurnir eru vonsviknir en þeir töldu sig vera að fara eftir lögum í einu og öllu. 12. júlí 2017 07:00