Bílstjóri færður til eftir ósætti við ráðherra Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Bílstjóri fjármála- og efnahagsráðherra var sendur til annarra starfa eftir að honum sinnaðist við ráðherrann. Bílstjórinn tjáir sig ekki um atvikið. VÍSIR/VILHELM Bílstjóri Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, var sendur til annarra starfa innan stjórnarráðsins eftir að honum sinnaðist við ráðherrann í vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sinnaðist ráðherranum og bílstjóranum þegar sá síðarnefndi, Magnús Helgi Magnússon, kom til að sækja ráðherrann í Alþingishúsið eftir umræður um fjármálaáætlun í vor. Magnús Helgi er enn starfsmaður stjórnarráðsins en ekur í afleysingum fyrir aðra bílstjóra. Magnús hefur ekki viljað tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Eins og gefur að skilja er það ekki mitt hlutverk að tjá mig við fjölmiðla ef það tengist vinnunni. Til þess eru aðrir í ráðuneytunum,“ sagði Magnús Helgi í skilaboðum til Fréttablaðsins þegar hann var inntur eftir svörum. Magnús er reyndur ráðherrabílstjóri og áður en hann vann fyrir Benedikt ók hann forverum hans, Bjarna Benediktssyni og Oddnýju Harðardóttur, í tíð þeirra sem fjármálaráðherra. Hann hefur að auki ekið ráðherrum í öðrum ráðuneytum. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir það gerast oft að bílstjórar fari á milli ráðuneyta og ráðherra. „Það geta verið fyrir því ýmsar ástæður. Oft er þetta nú bara ákveðið í tengslum við stjórnarmyndun eða þegar ný ríkisstjórn tekur við. En það er aldrei litið svo á að sú skipting sé sú endanlega heldur geti verið tilfærslur og breytingar hvenær sem er.“ Guðmundur segist ekki tjá sig um heimildir Fréttablaðsins um að ráðherranum og bílstjóranum hafi sinnast. „Við viljum ekki tjá okkur um sögusagnir,“ segir Guðmundur en ítrekar að það sé algengt að bílstjórar færist til á milli ráðuneyta. „Oft hefur það verið þannig að það hafa myndast tengsl milli manna og menn hafa haldið áfram samstarfi þó að þeir hafi farið milli ráðuneyta eða ríkisstjórna.“ Fréttablaðið hafði samband við aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar í gær. Hann gaf þau svör að ráðherra myndi ekki tjá sig við fjölmiðla um málefni einstakra starfsmanna ráðuneytisins. Uppsögn krefst áminningar Samkvæmt 21. grein og 44. grein laga um opinbera starfsmenn verður starfsmanni ekki sagt upp störfum nema að hann hafi fengið áminningu í starfi áður. Hins vegar segir í 7. grein sömu laga að heimilt sé, án þess að starf sé auglýst laust til umsóknar, að ákveða að starfsmaður sem er ráðinn ótímabundið til starfa flytjist um afmarkaðan tíma eða varanlega milli stjórnvalda enda liggi fyrir samþykki viðkomandi forstöðumanns fyrir flutningnum og starfsmannsins sjálfs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Bílstjóri Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, var sendur til annarra starfa innan stjórnarráðsins eftir að honum sinnaðist við ráðherrann í vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sinnaðist ráðherranum og bílstjóranum þegar sá síðarnefndi, Magnús Helgi Magnússon, kom til að sækja ráðherrann í Alþingishúsið eftir umræður um fjármálaáætlun í vor. Magnús Helgi er enn starfsmaður stjórnarráðsins en ekur í afleysingum fyrir aðra bílstjóra. Magnús hefur ekki viljað tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Eins og gefur að skilja er það ekki mitt hlutverk að tjá mig við fjölmiðla ef það tengist vinnunni. Til þess eru aðrir í ráðuneytunum,“ sagði Magnús Helgi í skilaboðum til Fréttablaðsins þegar hann var inntur eftir svörum. Magnús er reyndur ráðherrabílstjóri og áður en hann vann fyrir Benedikt ók hann forverum hans, Bjarna Benediktssyni og Oddnýju Harðardóttur, í tíð þeirra sem fjármálaráðherra. Hann hefur að auki ekið ráðherrum í öðrum ráðuneytum. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir það gerast oft að bílstjórar fari á milli ráðuneyta og ráðherra. „Það geta verið fyrir því ýmsar ástæður. Oft er þetta nú bara ákveðið í tengslum við stjórnarmyndun eða þegar ný ríkisstjórn tekur við. En það er aldrei litið svo á að sú skipting sé sú endanlega heldur geti verið tilfærslur og breytingar hvenær sem er.“ Guðmundur segist ekki tjá sig um heimildir Fréttablaðsins um að ráðherranum og bílstjóranum hafi sinnast. „Við viljum ekki tjá okkur um sögusagnir,“ segir Guðmundur en ítrekar að það sé algengt að bílstjórar færist til á milli ráðuneyta. „Oft hefur það verið þannig að það hafa myndast tengsl milli manna og menn hafa haldið áfram samstarfi þó að þeir hafi farið milli ráðuneyta eða ríkisstjórna.“ Fréttablaðið hafði samband við aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar í gær. Hann gaf þau svör að ráðherra myndi ekki tjá sig við fjölmiðla um málefni einstakra starfsmanna ráðuneytisins. Uppsögn krefst áminningar Samkvæmt 21. grein og 44. grein laga um opinbera starfsmenn verður starfsmanni ekki sagt upp störfum nema að hann hafi fengið áminningu í starfi áður. Hins vegar segir í 7. grein sömu laga að heimilt sé, án þess að starf sé auglýst laust til umsóknar, að ákveða að starfsmaður sem er ráðinn ótímabundið til starfa flytjist um afmarkaðan tíma eða varanlega milli stjórnvalda enda liggi fyrir samþykki viðkomandi forstöðumanns fyrir flutningnum og starfsmannsins sjálfs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira