Telja ýmsa annmarka vera á akstursbanni og að umferðarþungi muni tvöfaldast Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 18. júlí 2017 16:25 Hér má sjá kort af bannsvæðinu ásamt mynd af Kristjáni G. Kristjánssyni, stjórnarmanni Fetar, sem gagnrýndi harðlega akstursbannið í byrjun júní síðastliðinn. Fetar sendi út tilkynningu þess efnis að ýmsir annmarkar væri á banninu. Fetar, félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, segir í tilkynningu að sérútbúnar bifreiðar með færri en níu farþegasæti, á borð við sérútbúna jeppa og lúxusbifreiðar með farþegaflutningaleyfi, falli ekki undir skilgreininguna á hópferðabifreiðum. Gagnrýni þeirra lítur aðallega að því að þeir megi ekki leggja bílum sínum í sérafmörkuð BUS safnstæði þar sem ferðamenn safnast saman og eru sóttir. Stæðin verða á 12 stöðum í miðborginni. Stjórnarmenn Feta segja jafnframt að skilgreining á leyfi til að nota safnstæði sé óljós og segja það miður að þeim hafi ekki verið boðinn aðkoma að málinu þar sem þeir séu einnig hagsmunaaðilar. Gagnrýnin kemur í kjölfar akstursbanns í miðbæ Reykjavíkur sem tók gildi 15. Júlí síðastliðinn. Þar er öllum hópferðabílum og sérútbúnum jeppum í atvinnurekstri bannað að keyra í miðbænum. Aðeins þau farartæki sem séu skilgreind sem hópferðabílar megi leggja í safnstæðin. Niðurstaða stýrhóps undir stjórn Hjálmars Sveinssonar, gerði ráð fyrir stækkun á bannsvæði aksturs hópbifreiða til vesturs. Haft var eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, í fréttaskýringu Vísis frá lok júní, að þverpólitísk samstaða hafi náðst um málið. Aukinn umferðarþungi Í tilkynningu frá Fetum segir að bannið gæti orðið til þess að aukin umferðarþungi yrði á bannsvæðinu þar sem ferðaskrifstofur og skipuleggjendur munu sækja viðskiptavini sína á svæðið á bifreiðum sem ekki eru undir almennu rekstrarleyfi, til að mynda almennum farþegabifreiðum. Þannig gæti bannið þýtt, að mati þeirra, tvöföldun á fjölda bifreiða í miðbænum og það samræmist varla umhverfissjónarmiðum. „Bannið mun beina allri umferð hópbifreiða og sérútbúinna jeppa í ferðaþjónustu á fáar tilteknar götur sem í þessu tilfelli eru Hverfisgata, Ægisgata, Ingólfsstræti, Njarðargata, Eiríksgata, Túngata, Lækjargata, Hofsvallagata, Sóleyjargata, Mýrargata, og Vonarstræti. Íbúar við þessa götu eru síður en svo sáttir enda skiljanlegt þar sem öll umferð umræddra bifreiða um miðbæinn safnast á þessar fáu götur sem gerir álagið á þeim margfalt meira en verið hefur og þörf er á,“ segir í tilkynningunni.Mismuna á milli starfsstéttaÍ tilkynningunni segir að verið sé að mismuna á milli starfsstétta þar sem bannið taki ekki til leigubíla, vöruflutningabíla, bílaleigubíla, erlendra hópbifreiða og sérútbúna ferðaþjónustujeppa á erlendum á númerum. Telja þeir að eðlilegra væri að bannið takmarkaðist við ásþunga, fjölda farþega eða stærð bifreiðar. Jafnframt segja þeir að ekki hafi verið hugsað til þess að ferðaþjónustufyrirtæki sé með aðsetur sitt og bílageymslur í miðbænum. Þá beri einnig að huga til farþeganna sem þurfi að bera farangur langar leiðir. Stjórn Fetar óskar í tilkynningunni eftir afriti af kvörtunum sem borginni hafa borist vegna áreiti af völdum hópbifreiða í miðbænum. Sagður yfirlýstur andstæðingurStjórnarmeðlimir Feta gagnrýna þá einnig Hjálmar Sveinsson, formann stýrihóps um málefnið, og segja hann vera vanhæfan þar sem hann hafi verið yfirlýstur andstæðingur sérútbúinna jeppa og bifreiða í miðbænum almennt. Vitna þeir í meintar fullyrðingar sem Hjálmar á að hafa látið hafa eftir sér um að sérútbúnir jeppar séu hættulegri en ósérútbúnir jeppar. Vitnað er í að stýrihópurinn um akstursbann í miðbænum hafi virt að vettugi tillögu SAF og íbúasamtaka miðbæjarins og víkkað út bannið að óþörfu.Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Fetar, félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, segir í tilkynningu að sérútbúnar bifreiðar með færri en níu farþegasæti, á borð við sérútbúna jeppa og lúxusbifreiðar með farþegaflutningaleyfi, falli ekki undir skilgreininguna á hópferðabifreiðum. Gagnrýni þeirra lítur aðallega að því að þeir megi ekki leggja bílum sínum í sérafmörkuð BUS safnstæði þar sem ferðamenn safnast saman og eru sóttir. Stæðin verða á 12 stöðum í miðborginni. Stjórnarmenn Feta segja jafnframt að skilgreining á leyfi til að nota safnstæði sé óljós og segja það miður að þeim hafi ekki verið boðinn aðkoma að málinu þar sem þeir séu einnig hagsmunaaðilar. Gagnrýnin kemur í kjölfar akstursbanns í miðbæ Reykjavíkur sem tók gildi 15. Júlí síðastliðinn. Þar er öllum hópferðabílum og sérútbúnum jeppum í atvinnurekstri bannað að keyra í miðbænum. Aðeins þau farartæki sem séu skilgreind sem hópferðabílar megi leggja í safnstæðin. Niðurstaða stýrhóps undir stjórn Hjálmars Sveinssonar, gerði ráð fyrir stækkun á bannsvæði aksturs hópbifreiða til vesturs. Haft var eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, í fréttaskýringu Vísis frá lok júní, að þverpólitísk samstaða hafi náðst um málið. Aukinn umferðarþungi Í tilkynningu frá Fetum segir að bannið gæti orðið til þess að aukin umferðarþungi yrði á bannsvæðinu þar sem ferðaskrifstofur og skipuleggjendur munu sækja viðskiptavini sína á svæðið á bifreiðum sem ekki eru undir almennu rekstrarleyfi, til að mynda almennum farþegabifreiðum. Þannig gæti bannið þýtt, að mati þeirra, tvöföldun á fjölda bifreiða í miðbænum og það samræmist varla umhverfissjónarmiðum. „Bannið mun beina allri umferð hópbifreiða og sérútbúinna jeppa í ferðaþjónustu á fáar tilteknar götur sem í þessu tilfelli eru Hverfisgata, Ægisgata, Ingólfsstræti, Njarðargata, Eiríksgata, Túngata, Lækjargata, Hofsvallagata, Sóleyjargata, Mýrargata, og Vonarstræti. Íbúar við þessa götu eru síður en svo sáttir enda skiljanlegt þar sem öll umferð umræddra bifreiða um miðbæinn safnast á þessar fáu götur sem gerir álagið á þeim margfalt meira en verið hefur og þörf er á,“ segir í tilkynningunni.Mismuna á milli starfsstéttaÍ tilkynningunni segir að verið sé að mismuna á milli starfsstétta þar sem bannið taki ekki til leigubíla, vöruflutningabíla, bílaleigubíla, erlendra hópbifreiða og sérútbúna ferðaþjónustujeppa á erlendum á númerum. Telja þeir að eðlilegra væri að bannið takmarkaðist við ásþunga, fjölda farþega eða stærð bifreiðar. Jafnframt segja þeir að ekki hafi verið hugsað til þess að ferðaþjónustufyrirtæki sé með aðsetur sitt og bílageymslur í miðbænum. Þá beri einnig að huga til farþeganna sem þurfi að bera farangur langar leiðir. Stjórn Fetar óskar í tilkynningunni eftir afriti af kvörtunum sem borginni hafa borist vegna áreiti af völdum hópbifreiða í miðbænum. Sagður yfirlýstur andstæðingurStjórnarmeðlimir Feta gagnrýna þá einnig Hjálmar Sveinsson, formann stýrihóps um málefnið, og segja hann vera vanhæfan þar sem hann hafi verið yfirlýstur andstæðingur sérútbúinna jeppa og bifreiða í miðbænum almennt. Vitna þeir í meintar fullyrðingar sem Hjálmar á að hafa látið hafa eftir sér um að sérútbúnir jeppar séu hættulegri en ósérútbúnir jeppar. Vitnað er í að stýrihópurinn um akstursbann í miðbænum hafi virt að vettugi tillögu SAF og íbúasamtaka miðbæjarins og víkkað út bannið að óþörfu.Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira