Maria Sharapova þarf að draga sig úr keppni fyrir undankeppni Wimbledon.
Maria tilkynnti á Facebook síðu sinni að hún Þyrfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla aftan í læri sem hún hlaut í Róm á Opna Ítalska í maí.
Maria sem er nýlega mætt aftur til leiks eftir að hafa verið í 15 mánaða banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi segist þó ætla halda áfram að vinna í því að snúa aftur og stefnir á að snúa aftur til leiks í Stanford.
Sharapova sem er fimmfaldur Grand Slam meistari er í 178. sæti á heimslistanum.
