Erlent

Dæmdur til dauða fyrir morðin í Charleston

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dylann Roof.
Dylann Roof. vísir/epa
Kviðdómur hefur dæmt Dylann Roof til dauða fyrir að hafa myrt níu manns í kirkju svartra í Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum þann 17. júní árið 2015. Kviðdómurinn, sem var skipaður 12 manns, fann Roof sekan um hatursglæp en það tók kviðdómendur tæpa þrjá tíma að komast að niðurstöðu.

 

Kviðdómurinn hefði getað dæmt Roof í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn en niðurstaðan varð dauðadómur. Roof fékk eitt lokatækifæri til að ávarpa kviðdóminn í dag áður en tekin var afstaða til sakarefnisins.

„Mér finnst enn eins og ég hafi þurft að gera þetta,“ sagði Roof en þegar dómurinn var kveðinn upp var Roof rólegur að sjá og sýndi engin viðbrögð.

 

Roof var handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni daginn eftir skotárásina í kirkjunni. Hann sagði lögreglumönnunum að markmið hans með árásinni hefði verið að hvetja til þess að taka á ný upp aðskilnaðarstefnu á milli hvítra og svartra í Bandaríkjunum eða jafnvel að hefja kynþáttastríð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×