Óskrifuð hefð fyrir þingmálakvóta á Alþingi: „Þótti áður kapphlaup að koma sínum málum fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 18:56 Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata. Vísir/Daníel/Eyþór Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira