Opinskár um nýtt typpi: „Vil vera fyrirmynd” Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 20:00 Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“ Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira