Áfengi og streita ýta undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle. Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle.
Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15
Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30