Auka aðalfundi sauðfjárbænda frestað Gissur Sigurðsson skrifar 25. ágúst 2017 07:31 Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa verið í viðræðum við stjórnvöld frá því í mars um stöðu greinarinnar og yfirvofandi verðfall til bænda. Vísir/Stefán Auka aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda, sem boðaður hafði verið í dag, hefur verið frestað. Ástæðan er að boðaðar tillögur stjórnvalda um lausn sauðfjárbænda liggja ekki enn fyrir, en fjalla átti um þær á fundinum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þær tillögur sem þegar hafi verið kynntar þeim, séu spor í rétta átt en gangi ekki nógu langt til að leysa vandann, eins og þær líta út í dag. Yfirlýsingin í heild sinni:Auka aðalfundi sem Landssamtök sauðfjárbænda höfðu boðað til, föstudaginn 25. ágúst, hefur verið frestað þar til boðaðar tillögur stjórnvalda að lausn vanda sauðfjárbænda liggja fyrir.Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa verið í viðræðum við stjórnvöld frá því í mars um stöðu greinarinnar og yfirvofandi verðfall til bænda. Í þeim viðræðum hafa LS ásamt Bændasamtökum Íslands (BÍ) lagt fram heildstæðar tillögur að lausn vandans sem miða að því að koma í veg fyrir hrun í sauðfjárbúskap á Íslandi og styrkja greinina til framtíðar.Í upphafi þessarar viku bárust fyrstu raunverulegu viðbrögð stjórnvalda við tillögunum LS og BÍ. Fulltrúar atvinnuvegaráðuneytisins boðuðu að endanlegar útfærslur á þeirra tillögum yrðu tilbúin í lok vikunnar þannig að hægt yrði að kynna þær á auka aðalfundi LS föstudaginn 25. ágúst.Á miðvikudag bárust hins vegar þau skilaboð frá atvinnuvegaráðuneytinu að tillögurnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en um miðja næstu viku og því ekki hægt að kynna þær á fundinum. Það var því ljóst að boðaður auka aðalfundur á föstudag myndi ekki geta tekið afstöðu til tillagna stjórnvalda og því hefur verið ákveðið að fresta auka aðalfundi þar til boðaðar tillögur liggja fyrir.Tillögurnar eins og þær hafa verið kynntar LS eru spor í rétta átt en samtökin telja þær ekki ganga nógu langt til að leysa vandann eins og þær líta út í dag. Sauðfjárbændur hafa fundið fyrir auknum skilningi undanfarna daga og ljóst er að margir hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar, meðal annars hafa margar sveitarstjórnir ályktað um málið og fjölmiðlar sýna því vaxandi áhuga. Enn skortir þó á skilning stjórnvalda til þess aðgerðirnar sem ráðast þarf í hafi þann styrk að leysa málið til frambúðar. Það þarf að breytast. Tengdar fréttir Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Auka aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda, sem boðaður hafði verið í dag, hefur verið frestað. Ástæðan er að boðaðar tillögur stjórnvalda um lausn sauðfjárbænda liggja ekki enn fyrir, en fjalla átti um þær á fundinum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þær tillögur sem þegar hafi verið kynntar þeim, séu spor í rétta átt en gangi ekki nógu langt til að leysa vandann, eins og þær líta út í dag. Yfirlýsingin í heild sinni:Auka aðalfundi sem Landssamtök sauðfjárbænda höfðu boðað til, föstudaginn 25. ágúst, hefur verið frestað þar til boðaðar tillögur stjórnvalda að lausn vanda sauðfjárbænda liggja fyrir.Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa verið í viðræðum við stjórnvöld frá því í mars um stöðu greinarinnar og yfirvofandi verðfall til bænda. Í þeim viðræðum hafa LS ásamt Bændasamtökum Íslands (BÍ) lagt fram heildstæðar tillögur að lausn vandans sem miða að því að koma í veg fyrir hrun í sauðfjárbúskap á Íslandi og styrkja greinina til framtíðar.Í upphafi þessarar viku bárust fyrstu raunverulegu viðbrögð stjórnvalda við tillögunum LS og BÍ. Fulltrúar atvinnuvegaráðuneytisins boðuðu að endanlegar útfærslur á þeirra tillögum yrðu tilbúin í lok vikunnar þannig að hægt yrði að kynna þær á auka aðalfundi LS föstudaginn 25. ágúst.Á miðvikudag bárust hins vegar þau skilaboð frá atvinnuvegaráðuneytinu að tillögurnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en um miðja næstu viku og því ekki hægt að kynna þær á fundinum. Það var því ljóst að boðaður auka aðalfundur á föstudag myndi ekki geta tekið afstöðu til tillagna stjórnvalda og því hefur verið ákveðið að fresta auka aðalfundi þar til boðaðar tillögur liggja fyrir.Tillögurnar eins og þær hafa verið kynntar LS eru spor í rétta átt en samtökin telja þær ekki ganga nógu langt til að leysa vandann eins og þær líta út í dag. Sauðfjárbændur hafa fundið fyrir auknum skilningi undanfarna daga og ljóst er að margir hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar, meðal annars hafa margar sveitarstjórnir ályktað um málið og fjölmiðlar sýna því vaxandi áhuga. Enn skortir þó á skilning stjórnvalda til þess aðgerðirnar sem ráðast þarf í hafi þann styrk að leysa málið til frambúðar. Það þarf að breytast.
Tengdar fréttir Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23