Verðir vakti biðskýlin í borginni um helgar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Kristján Róbert Walsh segir mjög mikilvægt að koma upp sameiginlegum biðskýlum sem séu vöktuð eftir klukkan tvö á nóttunni. Fréttablaðið/Anton „Í dag hætti ég að keyra á milli fjögur og fimm þegar leiðinlega fólkið kemur. Af því að eftir klukkan fimm er þetta eins og villta vestrið. Þá eru menn að lenda í því að það er verið að hoppa upp á bílana þeirra. Það er verið að slást um bílana,“ segir Kristján Róbert Walsh leigubílstjóri. „Og þá spyr maður hvar öryggið sé sem er verið að bjóða upp á í þessari borg fyrir ferðamanninn, borgarana og bílstjórana sem sinna þessu,“ bætir hann við. Kristján Róbert segir að fyrir nokkrum árum hafi verið skýli í Lækjargötunni. „Svo kom Gnarrstjórnin og henti þessu skýli út í hafsauga og bjó til asnalegt plan og skýli við hliðina á pylsuvagninum í Tryggvagötu. Það var svo asnalegt að það hálfa væri nóg,“ segir Kristján. Nú telur Kristján að það væri lag að setja upphitað skýli aftur þar sem það gamla var í Lækjargötunni og annað á gatnamótum Sæbrautar og Lækjargötu, við Hörpuna. „Þannig að hægt sé að komast fljótt og óhindrað að bænum bæði Sæbrautarmegin og Lækjargötumegin og haft aðgengi til að snúa við og fara í burtu,“ segir hann. Hann telur eðlilegt að í slíkum biðskýlum séu verðir sem myndu mæta milli tvö og þrjú á nóttunni um helgar. Þá geti bílstjórar keyrt niður í bæ og sótt farþega í skýlið og farþegar geti vænst þess að fá aðstoð frá vörðunum ef dólgar vaða uppi með læti í röðinni. Eins og staðan er í dag eru Hreyfill og BSR með sérmerkt stæði í miðbænum, auk þess sem það er eitt almennt stæði fyrir leigubíla á Hverfisgötu. Hreyfill er með stæði við Ingólfstorg og BSR í Lækjargötunni. „En við höfum fengið þau svör að það séu ekki til nein stæði fyrir hinar stöðvarnar,“ segir Kristján sem tilheyrir City Taxi. Hann vill að ef gerð yrðu ný stæði í Lækjargötu og Sæbraut yrði öllum leigubílastöðvum boðin afnot af þeim. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að íbúar í nágrenni við skýlið hafi kvartað undan ónæði vegna skýlisins og á þá hafi verið hlustað. „En ef það á að vera sameiginlegt stæði sem á að vera opið á nóttunni þá hefur það alltaf verið okkar skoðun að það ætti að vera í þessa átt,“ segir Guðmundur og vísar til þess að skýlið þurfi að vera MR-megin við Lækjargötuna. Eftir að gamla skýlinu hafi verið lokað hafi verið opnað skýli hinum megin við götuna. „Það vissu það allir að það yrði aldrei neitt notað vegna þess að það er óþægilegt fyrir bílstjórana að koma þeim megin að þessu,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Í dag hætti ég að keyra á milli fjögur og fimm þegar leiðinlega fólkið kemur. Af því að eftir klukkan fimm er þetta eins og villta vestrið. Þá eru menn að lenda í því að það er verið að hoppa upp á bílana þeirra. Það er verið að slást um bílana,“ segir Kristján Róbert Walsh leigubílstjóri. „Og þá spyr maður hvar öryggið sé sem er verið að bjóða upp á í þessari borg fyrir ferðamanninn, borgarana og bílstjórana sem sinna þessu,“ bætir hann við. Kristján Róbert segir að fyrir nokkrum árum hafi verið skýli í Lækjargötunni. „Svo kom Gnarrstjórnin og henti þessu skýli út í hafsauga og bjó til asnalegt plan og skýli við hliðina á pylsuvagninum í Tryggvagötu. Það var svo asnalegt að það hálfa væri nóg,“ segir Kristján. Nú telur Kristján að það væri lag að setja upphitað skýli aftur þar sem það gamla var í Lækjargötunni og annað á gatnamótum Sæbrautar og Lækjargötu, við Hörpuna. „Þannig að hægt sé að komast fljótt og óhindrað að bænum bæði Sæbrautarmegin og Lækjargötumegin og haft aðgengi til að snúa við og fara í burtu,“ segir hann. Hann telur eðlilegt að í slíkum biðskýlum séu verðir sem myndu mæta milli tvö og þrjú á nóttunni um helgar. Þá geti bílstjórar keyrt niður í bæ og sótt farþega í skýlið og farþegar geti vænst þess að fá aðstoð frá vörðunum ef dólgar vaða uppi með læti í röðinni. Eins og staðan er í dag eru Hreyfill og BSR með sérmerkt stæði í miðbænum, auk þess sem það er eitt almennt stæði fyrir leigubíla á Hverfisgötu. Hreyfill er með stæði við Ingólfstorg og BSR í Lækjargötunni. „En við höfum fengið þau svör að það séu ekki til nein stæði fyrir hinar stöðvarnar,“ segir Kristján sem tilheyrir City Taxi. Hann vill að ef gerð yrðu ný stæði í Lækjargötu og Sæbraut yrði öllum leigubílastöðvum boðin afnot af þeim. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að íbúar í nágrenni við skýlið hafi kvartað undan ónæði vegna skýlisins og á þá hafi verið hlustað. „En ef það á að vera sameiginlegt stæði sem á að vera opið á nóttunni þá hefur það alltaf verið okkar skoðun að það ætti að vera í þessa átt,“ segir Guðmundur og vísar til þess að skýlið þurfi að vera MR-megin við Lækjargötuna. Eftir að gamla skýlinu hafi verið lokað hafi verið opnað skýli hinum megin við götuna. „Það vissu það allir að það yrði aldrei neitt notað vegna þess að það er óþægilegt fyrir bílstjórana að koma þeim megin að þessu,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira