Próf týndust í pósti á leið til Austurríkis Haraldur Guðmundsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Tilvonandi fasteigna- og skipasalar á fyrsta ári í HÍ bíða enn eftir einni lokaeinkunn og þurfa að bíða eitthvað aðeins lengur. Vísir/Anton Brink Prófgögn í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala við Háskóla Íslands týndust í pósti í maí á leiðinni til Austurríkis. Námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ harmar að úrlausnir nemenda í áfanganum Fasteignakauparéttur hafi ekki enn fundist en þær voru ekki sendar sem rekjanlegur ábyrgðarpóstur. Nemendur á fyrsta ári í námi Endurmenntunar Háskóla Íslands til löggildingar fasteigna- og skipasala þreyttu prófið þann 6. maí síðastliðinn. Rúmum þremur vikum síðar var þeim tilkynnt að gögnin hefðu ekki borist kennara námskeiðsins, en hann er búsettur í Austurríki. Í tölvupósti frá starfsmanni HÍ sagði að skólinn ynni í samstarfi við Póstinn við að finna prófgögnin. Af þessum sökum hefði ekki verið hægt að leggja mat á árangur nemenda og tilkynna um einkunnir í áfanganum. Rúmri viku síðar barst nemendum annað bréf um að starfsfólk HÍ og Póstsins væri þá enn engu nær.Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar HÍ.„Það verður komin niðurstaða í málið fyrir helgi og þá munum við tilkynna um hana. Við erum búin að ráðfæra okkur við lögfræðinga og bindum enn vonir við að þetta finnist. En við gerum okkur grein fyrir að niðurstaða þarf að fást í málið og að við getum ekki beðið lengur. Okkur þykir þetta mjög miður enda hefur eitthvað líkt þessu aldrei komið fyrir áður,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ. Erna segir að svo virðist sem mannleg mistök hafi leitt til þess að prófgögnin voru ekki send sem rekjanlegur ábyrgðarpóstur. Allar aðrar sendingar Endurmenntunar í gegnum tíðina hafi farið þá leið. Fréttablaðið ræddi við nemendur í áfanganum sem telja skólann hafa tekið sér of langan tíma til að komast til botns í málinu. Þeir benda á að sjúkrapróf fyrir þá nemendur sem komust ekki í prófið í byrjun maí, voru haldin 12. júní og að þeim hafi verið send stundaskrá fyrir haustönn þrátt fyrir að ekki sé ljóst hvort þeir uppfylli kröfu um fullnægjandi meðaleinkunn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Prófgögn í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala við Háskóla Íslands týndust í pósti í maí á leiðinni til Austurríkis. Námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ harmar að úrlausnir nemenda í áfanganum Fasteignakauparéttur hafi ekki enn fundist en þær voru ekki sendar sem rekjanlegur ábyrgðarpóstur. Nemendur á fyrsta ári í námi Endurmenntunar Háskóla Íslands til löggildingar fasteigna- og skipasala þreyttu prófið þann 6. maí síðastliðinn. Rúmum þremur vikum síðar var þeim tilkynnt að gögnin hefðu ekki borist kennara námskeiðsins, en hann er búsettur í Austurríki. Í tölvupósti frá starfsmanni HÍ sagði að skólinn ynni í samstarfi við Póstinn við að finna prófgögnin. Af þessum sökum hefði ekki verið hægt að leggja mat á árangur nemenda og tilkynna um einkunnir í áfanganum. Rúmri viku síðar barst nemendum annað bréf um að starfsfólk HÍ og Póstsins væri þá enn engu nær.Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar HÍ.„Það verður komin niðurstaða í málið fyrir helgi og þá munum við tilkynna um hana. Við erum búin að ráðfæra okkur við lögfræðinga og bindum enn vonir við að þetta finnist. En við gerum okkur grein fyrir að niðurstaða þarf að fást í málið og að við getum ekki beðið lengur. Okkur þykir þetta mjög miður enda hefur eitthvað líkt þessu aldrei komið fyrir áður,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ. Erna segir að svo virðist sem mannleg mistök hafi leitt til þess að prófgögnin voru ekki send sem rekjanlegur ábyrgðarpóstur. Allar aðrar sendingar Endurmenntunar í gegnum tíðina hafi farið þá leið. Fréttablaðið ræddi við nemendur í áfanganum sem telja skólann hafa tekið sér of langan tíma til að komast til botns í málinu. Þeir benda á að sjúkrapróf fyrir þá nemendur sem komust ekki í prófið í byrjun maí, voru haldin 12. júní og að þeim hafi verið send stundaskrá fyrir haustönn þrátt fyrir að ekki sé ljóst hvort þeir uppfylli kröfu um fullnægjandi meðaleinkunn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira