Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Arðgreiðslugeta bankanna til ríkisins næstu þrjú ár getur numið hundrað og tuttugu milljörðum samkvæmt nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar tölum við líka við verkefnastjóra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tíu íslenskar konur hafa leitað þangað vegna vændis á síðustu sjö mánuðum.

Í fréttatímanum ræðum við líka við skipherra á varðskipinu Þór í beinni útsendingu, en Landhelgisgæslan þurfti í gær að stöðva för farþegabáts með útrunnið haffærisskírteini og allt of marga farþega um borð.

Loks skoðum við nýtt safn í Austurbæjarbíói, sem fagnar sjötíu ára afmæli í dag. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×