Fjórar konur féllu fyrir eigin hendi í fyrra Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 11:16 Þunglyndi er algengara meðal kvenna en þó eru konur í miklum minnihluta þeirra sem fyrirfara sér. visir/getty 90 prósent þeirra sem féllu fyrir eigin hendi á árinu 2016 eru karlmenn. Þetta kemur fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gaf út á dögunum. Sjálfsvíg var dánarorsök 40 einstaklinga á árinu, 36 karlmanna og fjögurra kvenna, en sjálfsmorðstíðni kvenna hefur ekki verið jafn lág í sautján ár. Ef rýnt er í tölur um sjálfsvíg á Íslandi frá árunum 1996 til 2014 má sjá að dánartíðni vegna sjálfsvíga hefur alla jafna verið umtalsvert hærri meðal karla en kvenna.Sjálfsvígstíðni hæst meðal ungra karlaHlutfall kvenna sem fremja sjálfsvíg er að meðaltali lægra á Íslandi en til að mynda hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Þar í landi voru konur ríflega 30 prósent þeirra sem féllu fyrir eigin hendi 2015 og árið 2014 voru konur 25 prósent þeirra sem létust vegna sjálfsvígs. Ef litið er vestur um haf til Bandaríkjanna má sjá að dánartíðni þar í landi vegna sjálfsvíga er talsvert hærri meðal karla en kvenna en samkvæmt vefsíðu Bandarískra samtaka vegna sjálfsvíga látast að meðaltali 3,57 sinnum fleiri karlmenn á ári hverju vegna sjálfsvíga en konur. Ef litið er á tíðni sjálfsvíga á mismunandi aldursskeiðum má glöggt sjá að ungir karlmenn eru sá hópur sem er í mestri áhættu á að falla fyrir eigin hendi, bæði hér á landi sem og í Danmörku og Bandaríkjunum. Ekki er fjallað sérstaklega um sjálfsvígstilraunir í Kynlegum tölum en samkvæmt grein sem birtist í Læknablaðinu 2004 voru 61 prósent þeirra sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítala á árunum 2000 til 2004 vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna kvenkyns. Þá eru innlagnir vegna sjálfsskaða jafnframt tíðari hjá konum en körlum. Fleiri konur glíma við þunglyndi en karlarHlutfall íbúa með þunglyndiseinkenni á höfuðborgarsvæðinu 2015 er hærra meðal kvenna en karla. Alls glíma 5,1 prósent kvenna við alvarleg þunglyndiseinkenni samanborið við 2,9 prósent karla. Samkvæmt rannsókn um lyfjanotkun karla og kvenna frá árinu 2014 notuðu konur allt að 70 prósentum meira af þunglyndislyfjum en karlar en rannsóknin var gerð á árunum 2004 til 2013. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að kynjamunurinn jókst jafnt og þétt með árunum. Í bæklingnum Kynlegar tölur voru einnig birtar tölur um kyn þeirra sem létust í umferðinni en alls urðu átján banaslys í fyrra. Á meðal hinna látnu voru aðeins fimm konur, eða um 28 prósent.Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring.vísir/heiða helgadóttirMet í komum á Neyðarmóttöku vegna nauðganaAldrei hafa fleiri komið á Neyðarmóttöku vegna nauðgana en árið 2016. Alls leituðu 169 til móttökunar á árinu, 161 kona og átta karlmenn. Árið 2015 kom 121 kona og tólf karlar á móttökuna. Lang stærstur hluti þeirra sem komu á móttökuna á árunum 2000 til 2016 er á aldrinum 18 til 25 ára. Athygli vekur að hlutfall á milli heimsókna á móttökuna og kærðra mála hefur ekki aukist á undanförnum fjórum árum. Árið 2015 voru til að mynda 47 prósent mála kærð en árið 2016 voru 40 prósent mála kærð. Komur á Neyðarmóttöku vegna nauðgana utandyra í Reykjavík voru alls átta talsins, fjórar áttu sér stað í miðbænum en fjórar annars staðar í borginni. Þess má hins vegar geta að aðeins 31 prósent kvenna upplifa sig öruggar í miðborg Reykjavíkur eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar á meðan 87 prósent kvenna upplifa sig örugga í eigin hverfi eftir sólsetur. Lesa má upplýsingabæklinginn Kynlegar tölur í heild sinni hér. Tengdar fréttir Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Mun fleiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur auk þess sem karlar eru yfirleitt yngri þegar þeir grípa til þess ráðs. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir samfélagið verða að leggjast á eitt til að styðja fólk sem lendir í mótvindi. 15. september 2017 06:00 Karlmenn eru oft tregari til að segja frá Einn af hverjum sex körlum lendir í kynferðisofbeldi í æsku. Það tekur þá lengri tíma að segja frá en konur og þeir eru oft hræddir við fordóma. Þetta segja Gary Foster og Duncan Craig, sem stofnuðu hjálparsamtök fyrir þolendur, en sj 20. maí 2017 09:00 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
90 prósent þeirra sem féllu fyrir eigin hendi á árinu 2016 eru karlmenn. Þetta kemur fram í bæklingnum Kynlegar tölur sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gaf út á dögunum. Sjálfsvíg var dánarorsök 40 einstaklinga á árinu, 36 karlmanna og fjögurra kvenna, en sjálfsmorðstíðni kvenna hefur ekki verið jafn lág í sautján ár. Ef rýnt er í tölur um sjálfsvíg á Íslandi frá árunum 1996 til 2014 má sjá að dánartíðni vegna sjálfsvíga hefur alla jafna verið umtalsvert hærri meðal karla en kvenna.Sjálfsvígstíðni hæst meðal ungra karlaHlutfall kvenna sem fremja sjálfsvíg er að meðaltali lægra á Íslandi en til að mynda hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Þar í landi voru konur ríflega 30 prósent þeirra sem féllu fyrir eigin hendi 2015 og árið 2014 voru konur 25 prósent þeirra sem létust vegna sjálfsvígs. Ef litið er vestur um haf til Bandaríkjanna má sjá að dánartíðni þar í landi vegna sjálfsvíga er talsvert hærri meðal karla en kvenna en samkvæmt vefsíðu Bandarískra samtaka vegna sjálfsvíga látast að meðaltali 3,57 sinnum fleiri karlmenn á ári hverju vegna sjálfsvíga en konur. Ef litið er á tíðni sjálfsvíga á mismunandi aldursskeiðum má glöggt sjá að ungir karlmenn eru sá hópur sem er í mestri áhættu á að falla fyrir eigin hendi, bæði hér á landi sem og í Danmörku og Bandaríkjunum. Ekki er fjallað sérstaklega um sjálfsvígstilraunir í Kynlegum tölum en samkvæmt grein sem birtist í Læknablaðinu 2004 voru 61 prósent þeirra sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítala á árunum 2000 til 2004 vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna kvenkyns. Þá eru innlagnir vegna sjálfsskaða jafnframt tíðari hjá konum en körlum. Fleiri konur glíma við þunglyndi en karlarHlutfall íbúa með þunglyndiseinkenni á höfuðborgarsvæðinu 2015 er hærra meðal kvenna en karla. Alls glíma 5,1 prósent kvenna við alvarleg þunglyndiseinkenni samanborið við 2,9 prósent karla. Samkvæmt rannsókn um lyfjanotkun karla og kvenna frá árinu 2014 notuðu konur allt að 70 prósentum meira af þunglyndislyfjum en karlar en rannsóknin var gerð á árunum 2004 til 2013. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að kynjamunurinn jókst jafnt og þétt með árunum. Í bæklingnum Kynlegar tölur voru einnig birtar tölur um kyn þeirra sem létust í umferðinni en alls urðu átján banaslys í fyrra. Á meðal hinna látnu voru aðeins fimm konur, eða um 28 prósent.Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring.vísir/heiða helgadóttirMet í komum á Neyðarmóttöku vegna nauðganaAldrei hafa fleiri komið á Neyðarmóttöku vegna nauðgana en árið 2016. Alls leituðu 169 til móttökunar á árinu, 161 kona og átta karlmenn. Árið 2015 kom 121 kona og tólf karlar á móttökuna. Lang stærstur hluti þeirra sem komu á móttökuna á árunum 2000 til 2016 er á aldrinum 18 til 25 ára. Athygli vekur að hlutfall á milli heimsókna á móttökuna og kærðra mála hefur ekki aukist á undanförnum fjórum árum. Árið 2015 voru til að mynda 47 prósent mála kærð en árið 2016 voru 40 prósent mála kærð. Komur á Neyðarmóttöku vegna nauðgana utandyra í Reykjavík voru alls átta talsins, fjórar áttu sér stað í miðbænum en fjórar annars staðar í borginni. Þess má hins vegar geta að aðeins 31 prósent kvenna upplifa sig öruggar í miðborg Reykjavíkur eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar á meðan 87 prósent kvenna upplifa sig örugga í eigin hverfi eftir sólsetur. Lesa má upplýsingabæklinginn Kynlegar tölur í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Mun fleiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur auk þess sem karlar eru yfirleitt yngri þegar þeir grípa til þess ráðs. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir samfélagið verða að leggjast á eitt til að styðja fólk sem lendir í mótvindi. 15. september 2017 06:00 Karlmenn eru oft tregari til að segja frá Einn af hverjum sex körlum lendir í kynferðisofbeldi í æsku. Það tekur þá lengri tíma að segja frá en konur og þeir eru oft hræddir við fordóma. Þetta segja Gary Foster og Duncan Craig, sem stofnuðu hjálparsamtök fyrir þolendur, en sj 20. maí 2017 09:00 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Mun fleiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur auk þess sem karlar eru yfirleitt yngri þegar þeir grípa til þess ráðs. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir samfélagið verða að leggjast á eitt til að styðja fólk sem lendir í mótvindi. 15. september 2017 06:00
Karlmenn eru oft tregari til að segja frá Einn af hverjum sex körlum lendir í kynferðisofbeldi í æsku. Það tekur þá lengri tíma að segja frá en konur og þeir eru oft hræddir við fordóma. Þetta segja Gary Foster og Duncan Craig, sem stofnuðu hjálparsamtök fyrir þolendur, en sj 20. maí 2017 09:00
Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10