Paris Hilton um partímyndina frægu: „Henni var ekki boðið“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 21:30 Hin heilaga þrenning. Vísir / Samsett mynd Þeir sem fylgdust með ævi og störfum fræga fólksins í kringum aldamótin 2000 muna eflaust að raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton, leikkonan Lindsay Lohan og söngkonan Britney Spears voru uppá sitt besta á þeim tíma. Þær áttu heiminn og voru miklir áhrifavaldar, langt áður en stjörnur á borð við Kim Kardashian komu til sögunnar. Árið 2006 náðist sögufræg mynd af þessu þríeyki saman í bíl og var myndin einfaldlega kölluð Holy Trinity, eða Hin heilaga þrenning. Var myndin einna merkilegust fyrir það að sýna Lindsay Lohan og Paris Hilton saman í bíl, en pressan var dugleg við að flytja fréttir um ósætti þeirra á þessum tíma. Nú kann Paris að hafa blásið lífi í þær glæður eftir að hún tjáði sig um myndina við áströlsku MTV-fréttastofuna. „Þetta voru bara ég og Brit úti á lífinu og síðan kom hún og elti okkur í bílinn og settist inn. Henni var ekki boðið,“ segir Paris, og á þá við að Lindsay hafi boðið sjálfri sér með í bíltúr. Lindsay og Paris á góðri stundu.Vísir / Getty Images Meðal þess sem olli þessu ósætti á milli Lindsay og Paris var að sú síðarnefnda átti að hafa kastað í hana áfengum drykk eitt sinn, en þær stöllur voru duglegar að fara út á lífið á sínum tíma. Þegar þessi fræga mynd af heilögu þrenningunni var tekin sagði Lindsay að þessar fréttir væru uppspuni. „Paris er vinkona mín. Allir ljúga um allt. Hún er indæl manneskja. Ég hef þekkt hana síðan ég var fimmtán ára. Hætti að láta okkur hata hvor aðra.“Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan höfðu ljósmyndarar og blaðamenn mikinn áhuga á þessu sambandi Paris og Lindsay:Almenningur skiptist í tvær fylkingar þegar kom að þessum stöllum og hélt annað hvort með Lindsay eða Paris. Þá er hægt að búast við því að þessar fylkingar myndist á nýjan leik eftir þessa móðgun Paris í viðtali við MTV. Sem er synd og skömm, því allt virtist vera fallið í ljúfa löð hjá Paris og Lindsay, og bauð Lindsay meira að segja bæði Paris og Britney í afmæli sitt í Grikklandi síðasta sumar. Hér fyrir neðan má svo sjá myndband af kvöldinu þar sem myndin fræga var tekin: Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Þeir sem fylgdust með ævi og störfum fræga fólksins í kringum aldamótin 2000 muna eflaust að raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton, leikkonan Lindsay Lohan og söngkonan Britney Spears voru uppá sitt besta á þeim tíma. Þær áttu heiminn og voru miklir áhrifavaldar, langt áður en stjörnur á borð við Kim Kardashian komu til sögunnar. Árið 2006 náðist sögufræg mynd af þessu þríeyki saman í bíl og var myndin einfaldlega kölluð Holy Trinity, eða Hin heilaga þrenning. Var myndin einna merkilegust fyrir það að sýna Lindsay Lohan og Paris Hilton saman í bíl, en pressan var dugleg við að flytja fréttir um ósætti þeirra á þessum tíma. Nú kann Paris að hafa blásið lífi í þær glæður eftir að hún tjáði sig um myndina við áströlsku MTV-fréttastofuna. „Þetta voru bara ég og Brit úti á lífinu og síðan kom hún og elti okkur í bílinn og settist inn. Henni var ekki boðið,“ segir Paris, og á þá við að Lindsay hafi boðið sjálfri sér með í bíltúr. Lindsay og Paris á góðri stundu.Vísir / Getty Images Meðal þess sem olli þessu ósætti á milli Lindsay og Paris var að sú síðarnefnda átti að hafa kastað í hana áfengum drykk eitt sinn, en þær stöllur voru duglegar að fara út á lífið á sínum tíma. Þegar þessi fræga mynd af heilögu þrenningunni var tekin sagði Lindsay að þessar fréttir væru uppspuni. „Paris er vinkona mín. Allir ljúga um allt. Hún er indæl manneskja. Ég hef þekkt hana síðan ég var fimmtán ára. Hætti að láta okkur hata hvor aðra.“Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan höfðu ljósmyndarar og blaðamenn mikinn áhuga á þessu sambandi Paris og Lindsay:Almenningur skiptist í tvær fylkingar þegar kom að þessum stöllum og hélt annað hvort með Lindsay eða Paris. Þá er hægt að búast við því að þessar fylkingar myndist á nýjan leik eftir þessa móðgun Paris í viðtali við MTV. Sem er synd og skömm, því allt virtist vera fallið í ljúfa löð hjá Paris og Lindsay, og bauð Lindsay meira að segja bæði Paris og Britney í afmæli sitt í Grikklandi síðasta sumar. Hér fyrir neðan má svo sjá myndband af kvöldinu þar sem myndin fræga var tekin:
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira