Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fjölga þarf kennurum um allt að 700 á næstu 12 árum til að mæta gríðarlegri nýliðunarþörf í grunnskólum borgarinnar. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps sem kynnti í dag tillögur að aðgerðum til að bregðast við vandanum. Þá hefur borgin samþykkt að verja rúmlega 600 milljónum til að hrinda tillögunum í framkvæmd.

Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá verður rýnt í fjárlögin, sem kynnt voru í dag og sýnt frá setningu Alþingis, þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þjóðina til að standa saman gegn kynferðisáreiti- og ofbeldi.

Loks verðum við í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu, þar sem sýningin Ellý verður sýnd í hundraðasta sinn í kvöld. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×