Kjósendur Pírata, Miðflokksins og Flokks fólksins telja sig óheppnari í lífinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. desember 2017 11:44 Mjög stór hluti kjósenda Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins telja sig hamingjusama en aðeins 62 prósent kjósenda Flokk fólksins. Myndvinnsla/Garðar Konur telja sig heppnari en karla og gráhærðir eru mun heppnari en aðrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr stærstu heppnisrannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi. Félagsvísindastofnun og Happdrætti Háskóla Íslands standa að baki rannsókninni. Niðurstöðurnar sýndu að Íslendingar telja sig almennt mjög heppna en fimmtungur Íslendinga er hjátrúarfullur á einhvern hátt. Hamingja og heppni virðist samofin og sýndu niðurstöðurnar að Íslendingar telja sig hamingjusama. Tilgangurinn með rannsókninni var að kortleggja heppni og hjátrú hér á landi og sjá hvaða hlutverk þær leika hjá þjóðinni. Gagnaöflunin stóð yfir frá 28. nóvember til 17. desember á þessu ári. Úrtakið var 3.000 manna lagskipt slembiúrtak og svarhlutfallið var 54 prósent. „Heppni og hjátrú hafa leikið stórt hlutverk hjá íslensku þjóðinni í aldanna rás en aldrei áður hafa þær systur verið kortlagðar með jafn ítarlegum hætti hér á landi og nú. Svipaðar heppnisrannsóknir hafa verið gerðar í öðrum löndum með afar áhugaverðum niðurstöðum,“ segir Ævar Þórólfsson verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, sem kynnti niðurstöðurnar í dag ásamt Sigrúnu Helgu Lund doktor í tölfræði, og Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.Gráhærðir telja sig heppnariMarkmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna hvort hægt sé að tengja heppni við stjórnmálaskoðanir, menntun, tekjur, fjölskyldumynstur, búsetu, háralit, hvort Íslendingar telji sig almennt heppna eða hjátrúarfulla og svo mætti lengi telja. Niðurstöðurnar sýna að 11 prósent Íslendinga telja sig mjög heppna, 41 prósent telja sig frekar heppna, 37 prósent telja sig hvorki heppna né óheppna, níu prósent telja sig frekar óheppna og aðeins eitt prósent Íslendinga telja sig mjög óheppna. Rannsóknin sýndi að mat á eigin heppni breytist töluvert með aldrinum og 20 prósent yngstu þátttakendanna, á aldrinum 18 til 29 ára, töldu sig frekar eða mjög óheppna til samanburðar við aðeins fjögur prósent elstu þátttakendanna, sem eru 60 ára og eldri. Aðeins 39 prósent þátttakenda á aldrinum 18 til 29 taldi sig frekar eða mjög heppna, 40 prósent þeirra sem voru á aldrinum 30 til 44 ára, 57 prósent þátttakenda á aldrinum 45 til 59 ára og 71 prósent þeirra sem voru 60 ára eða eldri. Ef þessar tölur eru skoðaðar kemur ekki á óvart að þátttakendur með gráan háralit telur sig heppnara en aðrir. Þar á eftir fylgja einstaklingar með ljósbrúnan og ljósan háralit. Athygli vekur að rauðhærðir telja sig óheppnari en þeir sem eru með annan háralit, 21 prósent þeirra telja sig frekar eða mjög óheppna.21 prósent Íslendinga eiga sér happatölu. Almennt telja íslengdingar sig samt ekki mjög heppna í peningaspilum eða happdrætti, eða aðeins níu prósent þátttakanda rannsóknarinnar. Vísir/ValgarðurHamingjusamir telja sig heppnariNiðurstöður rannsóknarinnar sýndu meðal annars að konur telja sig almennt heppnari en karlar. 57 prósent kvenkyns þátttakenda svöruðu því að þær voru mjög eða frekar heppnar til samanburðar við aðeins 48 prósent karla. Fólk á Suðurlandi taldi sig heppnara en fólk búsett á öðrum stöðum á landinu, 61 prósent íbúa á Suðurlandi telur sig heppna. Fólk sem hefur lokið háskólanámi telur sig almennt heppnara en þeir sem hafa lokið annarri menntun. 93 prósent þeirra sem eru hamingjusamir í lífinu telja sig heppna í ástarmálum til samanburðar við aðeins 44 prósent þeirra óhamingjusömu. 62 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða staðfestri sambúð telja sig mjög eða frekar heppna, 53 prósent fráskilda og þeirra sem misst hafa maka, 51 prósent þeirra sem eru í sambúð en aðeins 32 prósent einhleypra. 59 prósent þeirra sem telja sig hamingjusama svöruðu því að þeir væru heppnir. Til samanburðar svöruðu aðeins 12 prósent þeirra sem telja sig óhamingjusama að þeir teldu sig heppna, 51 prósent að þeir væru frekar eða mjög óheppnir en aðrir töldu sig hvorki heppna né óheppna. Orsakasamhengið er þó óljóst samkvæmt niðurstöðunum.Kjósendur Pírata og Flokks fólksins telur sig óheppnaraFærri kjósendur Pírata og Flokks fólksins telja sig hamingjusama í lífinu ef horft er á flokkinn sem þátttakendur kusu í síðustu kosningum. Þar kom í ljós að flestir kjósendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins telja sig hamingjusama. Kjósendur Pírata, Miðflokksins og Flokks fólksins telja sig líka óheppnari en kjósendur annarra flokka. 22 prósent kjósenda Pírata telja sig frekar eða mjög óheppna, 18 prósent kjósenda Miðflokksins og 16 prósent kjósenda Flokks fólksins, samkvæmt þessari rannsókn. 71 prósent Íslendinga hefur þá tilhneigingu til þess að horfa á björtu hliðarnar, sama hvað kemur fyrir þá í lífinu. 45 prósent Íslendinga svöruðu því að líf sitt einkennist af viðhorfinu „þetta reddast.“ Þegar horft er á stjórnmálaskoðanir þá voru píratar efstir þegar kemur að viðhorfinu „þetta reddast.“ Aðeins þrjú prósent þátttakenda svöruðu því að þeir væru mjög hjátrúarfullir og 15 prósent svöruðu því að þeir væru mjög hjátrúarfullir. Sjö prósent Íslendinga eiga lukkugrip sem færir þeim heppni og 21 prósent á happatölu. Þeir hjátrúarfullu voru líklegri til þess að svara því að þeir ættu happatölu eða lukkugrip heldur en þeir sem eru lítið eða ekkert hjátrúarfullir. Tengdar fréttir Kortleggja heppni og hjátrú hér á landi með stórri rannsókn Nú er verið að rannsaka heppni Íslendinga og hvort heppni tengist viðhorfi eða sálarástandi þjóðarinnar. 5. desember 2017 22:40 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Konur telja sig heppnari en karla og gráhærðir eru mun heppnari en aðrir. Þetta er meðal niðurstaðna úr stærstu heppnisrannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi. Félagsvísindastofnun og Happdrætti Háskóla Íslands standa að baki rannsókninni. Niðurstöðurnar sýndu að Íslendingar telja sig almennt mjög heppna en fimmtungur Íslendinga er hjátrúarfullur á einhvern hátt. Hamingja og heppni virðist samofin og sýndu niðurstöðurnar að Íslendingar telja sig hamingjusama. Tilgangurinn með rannsókninni var að kortleggja heppni og hjátrú hér á landi og sjá hvaða hlutverk þær leika hjá þjóðinni. Gagnaöflunin stóð yfir frá 28. nóvember til 17. desember á þessu ári. Úrtakið var 3.000 manna lagskipt slembiúrtak og svarhlutfallið var 54 prósent. „Heppni og hjátrú hafa leikið stórt hlutverk hjá íslensku þjóðinni í aldanna rás en aldrei áður hafa þær systur verið kortlagðar með jafn ítarlegum hætti hér á landi og nú. Svipaðar heppnisrannsóknir hafa verið gerðar í öðrum löndum með afar áhugaverðum niðurstöðum,“ segir Ævar Þórólfsson verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, sem kynnti niðurstöðurnar í dag ásamt Sigrúnu Helgu Lund doktor í tölfræði, og Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.Gráhærðir telja sig heppnariMarkmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna hvort hægt sé að tengja heppni við stjórnmálaskoðanir, menntun, tekjur, fjölskyldumynstur, búsetu, háralit, hvort Íslendingar telji sig almennt heppna eða hjátrúarfulla og svo mætti lengi telja. Niðurstöðurnar sýna að 11 prósent Íslendinga telja sig mjög heppna, 41 prósent telja sig frekar heppna, 37 prósent telja sig hvorki heppna né óheppna, níu prósent telja sig frekar óheppna og aðeins eitt prósent Íslendinga telja sig mjög óheppna. Rannsóknin sýndi að mat á eigin heppni breytist töluvert með aldrinum og 20 prósent yngstu þátttakendanna, á aldrinum 18 til 29 ára, töldu sig frekar eða mjög óheppna til samanburðar við aðeins fjögur prósent elstu þátttakendanna, sem eru 60 ára og eldri. Aðeins 39 prósent þátttakenda á aldrinum 18 til 29 taldi sig frekar eða mjög heppna, 40 prósent þeirra sem voru á aldrinum 30 til 44 ára, 57 prósent þátttakenda á aldrinum 45 til 59 ára og 71 prósent þeirra sem voru 60 ára eða eldri. Ef þessar tölur eru skoðaðar kemur ekki á óvart að þátttakendur með gráan háralit telur sig heppnara en aðrir. Þar á eftir fylgja einstaklingar með ljósbrúnan og ljósan háralit. Athygli vekur að rauðhærðir telja sig óheppnari en þeir sem eru með annan háralit, 21 prósent þeirra telja sig frekar eða mjög óheppna.21 prósent Íslendinga eiga sér happatölu. Almennt telja íslengdingar sig samt ekki mjög heppna í peningaspilum eða happdrætti, eða aðeins níu prósent þátttakanda rannsóknarinnar. Vísir/ValgarðurHamingjusamir telja sig heppnariNiðurstöður rannsóknarinnar sýndu meðal annars að konur telja sig almennt heppnari en karlar. 57 prósent kvenkyns þátttakenda svöruðu því að þær voru mjög eða frekar heppnar til samanburðar við aðeins 48 prósent karla. Fólk á Suðurlandi taldi sig heppnara en fólk búsett á öðrum stöðum á landinu, 61 prósent íbúa á Suðurlandi telur sig heppna. Fólk sem hefur lokið háskólanámi telur sig almennt heppnara en þeir sem hafa lokið annarri menntun. 93 prósent þeirra sem eru hamingjusamir í lífinu telja sig heppna í ástarmálum til samanburðar við aðeins 44 prósent þeirra óhamingjusömu. 62 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða staðfestri sambúð telja sig mjög eða frekar heppna, 53 prósent fráskilda og þeirra sem misst hafa maka, 51 prósent þeirra sem eru í sambúð en aðeins 32 prósent einhleypra. 59 prósent þeirra sem telja sig hamingjusama svöruðu því að þeir væru heppnir. Til samanburðar svöruðu aðeins 12 prósent þeirra sem telja sig óhamingjusama að þeir teldu sig heppna, 51 prósent að þeir væru frekar eða mjög óheppnir en aðrir töldu sig hvorki heppna né óheppna. Orsakasamhengið er þó óljóst samkvæmt niðurstöðunum.Kjósendur Pírata og Flokks fólksins telur sig óheppnaraFærri kjósendur Pírata og Flokks fólksins telja sig hamingjusama í lífinu ef horft er á flokkinn sem þátttakendur kusu í síðustu kosningum. Þar kom í ljós að flestir kjósendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins telja sig hamingjusama. Kjósendur Pírata, Miðflokksins og Flokks fólksins telja sig líka óheppnari en kjósendur annarra flokka. 22 prósent kjósenda Pírata telja sig frekar eða mjög óheppna, 18 prósent kjósenda Miðflokksins og 16 prósent kjósenda Flokks fólksins, samkvæmt þessari rannsókn. 71 prósent Íslendinga hefur þá tilhneigingu til þess að horfa á björtu hliðarnar, sama hvað kemur fyrir þá í lífinu. 45 prósent Íslendinga svöruðu því að líf sitt einkennist af viðhorfinu „þetta reddast.“ Þegar horft er á stjórnmálaskoðanir þá voru píratar efstir þegar kemur að viðhorfinu „þetta reddast.“ Aðeins þrjú prósent þátttakenda svöruðu því að þeir væru mjög hjátrúarfullir og 15 prósent svöruðu því að þeir væru mjög hjátrúarfullir. Sjö prósent Íslendinga eiga lukkugrip sem færir þeim heppni og 21 prósent á happatölu. Þeir hjátrúarfullu voru líklegri til þess að svara því að þeir ættu happatölu eða lukkugrip heldur en þeir sem eru lítið eða ekkert hjátrúarfullir.
Tengdar fréttir Kortleggja heppni og hjátrú hér á landi með stórri rannsókn Nú er verið að rannsaka heppni Íslendinga og hvort heppni tengist viðhorfi eða sálarástandi þjóðarinnar. 5. desember 2017 22:40 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Kortleggja heppni og hjátrú hér á landi með stórri rannsókn Nú er verið að rannsaka heppni Íslendinga og hvort heppni tengist viðhorfi eða sálarástandi þjóðarinnar. 5. desember 2017 22:40